Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.2020, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.2020, Blaðsíða 36
36 FÓKUS 20. mars 2020 SVONA MASSARÐU SÓTTKVÍ n Góð ráð fyrir 14 daga sóttkví n Haltu heilanum uppteknum og geðheilum Þ að eru fordæmalausir tímar sem krefjast fordæmalausra lausna. Ís- lendingar og aðrir víða um heim hafa margir þurft að kúpla sig úr fé- lagslegum aðstæðum og setja nýja reglu á fastar venjur. Við stöndum öll saman í þessari krísu og því erum við hér með góð ráð til að halda heilanum upptekn- um og brjóta upp á einsleita daga. Regla númer eitt er að muna að þetta er aðeins tímabundið og er bráðnauðsynlegt að hafa trú á eigin getu. Dagur 1 – Aðlagaðu þig aðstæðunum Fyrsti dagurinn hefur alla burði til þess að vera skemmtilegastur. Skyndilega hefur þú meiri tíma en vanalega og við fyrstu sýn er eins og allir möguleikar innan veggja heimilisins standi frammi fyrir þér. Þó er ekki best að hjóla strax í tiltektina sem þú átt eftir eða grípa til Netflix-þáttanna sem þig langar svo rosalega mikið að „hám- horfa“ á. Nei, fyrsti dagurinn gengur út á rólegheitin. Þó sakar ekki að sortera smá- ræði af fatnaði eða sækja í léttan lestur. Ef þú ert með fríðum förunauti í sóttkví eru ýmsar leiðir til að svala þorstanum, svo fremi sem veirueinkenni séu enn í lág- marki. Dagur 2 Þú ert orðin/n aðeins vanari því sem fram undan er. Nú er kominn tími til að útbúa lista yfir reglugerð komandi daga. Á degi tvö skaltu þó leyfa tónlistinni og sköpunar- gleðinni að ráða. Settu þinn uppáhalds- lagalista í botn, hentu í einn bakstur og tjúttaðu úr þér vitið á meðan þú hefur það. Það er ekki fyrr en á næstu dögum sem þú finnur fyrir því að þetta er og verður meira en bara löng helgi í heimasetu. En ilmi baksturinn vel mun það létta lundina. Dagur 3 Settu þá reglu að forðast sjónvarpið. Sá tími mun sannarlega koma þegar allir skjá- ir heimilisins verða eins og blakboltinn hans Toms Hanks – þinn besti vinur. Þess vegna er mikilvægt að mjaka sér upp í skjá- tímanum og huga fyrst að því hve lífið get- ur verið dásamlegt í þeirri háskerpu sem við sjáum það með okkar eigin augum. Dagur 4 Settu langtímamarkmið. Í dag er dagurinn. Annars mun heil vika geta liðið eins og tveir mánuðir. Punktaðu niður litlu rútínuskref- in, með tilliti til slökunar og listarinnar í að breytast í sófakartöflu með ákveðnu milli- bili. Þetta er líka góður dagur til að grípa í gamlan spilastokk og drepa einn eða tvo klukkutíma með einum slíkum. Það hefur róað margan manninn að leggja til dæmis kapal fyrir sjálfan sig. Prófaðu. Dagur 5 Jæja. Þetta er tíminn til að „binga“ eitthvað, eða hámhorfa. Takmarkalaust. Í aðeins einn dag mun sjónvarpsskjárinn verða til- vera þín. Þá er fyrir öllu að halda áhorfslist- anum sem fjölbreyttustum. Dagur 6 Þú sefur af þér megnið af þessum degi eða tekur því rólega, en ekki of letilega eftir hámhorfið. Góður dagur fyrir jógaæfingar. Dagur 7 Þú tekur löng síma- og Messenger-spjöll við þína nánustu. Ef nánir vinir eða fjöl- skyldumeðlimir eru með þér í sóttkví, hveturðu þá til að gera hið sama. Það opn- ar hugann að tjá tilfinningar og viðurkenna fúslega ef þér leiðist. Dagur 8 Nú ert þú formlega farin/n að hata heim- ilið þitt. Þá er best að hlaða í eitt deitkvöld, annaðhvort með nánasta eða sóló. Dekr- aðu nú einhvern veginn við þig. Við erum rétt rúmlega hálfnuð. Það er fagnaðar- efni út af fyrir sig. Áttu enn eitthvert efni í bakstur? Dagur 9 Þú ert farin/n að vingast við öll tuskudýr heimilsins, jafnvel raftækin. Nú væri ráð að skrifa niður sem flest sem snertir þína líðan, nöfn umræddra vina, tilfinningar eða jafn- vel það sem þú hefur lært þessa rúmu viku þar sem heimurinn minnkaði töluvert. Að setja hlutina niður á pappír – eða í Word- skjal – getur fleytt geðheilsunni langan veg. Dagur 10 Þú rifjar upp dansinn hans Daða og félaga. Nú sakar ekki að senda einlæg skilaboð á

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.