Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.2020, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.2020, Blaðsíða 7
UMRÆÐA 720. mars 2020 Sandkorn Ekki gleyma Þ að er óneitanlega lítið já- kvætt í fréttum á þess- um stórfurðulegu tímum. Fólk gerir það sem það getur um heim allan til að halda í gleðina. Það syngur úti á svöl- um, fer út í göngutúra víðs fjarri siðmenningu, tekur myndsímtöl á aldraða ættingja og finnur upp á 101 leik til að stytta börnum sín- um stundir. Fólk kemst ekki til útlanda. Veit raunar ekki hvenær það kemst næst af þessari eyju. Fólk birgir sig upp af nauðsynja- vöru, þar sem það er hægt. Skipu- leggur máltíðir fram í tímann. Sættir sig við að munaðarvörur er ekki hægt að fá. Einkabíln- um er lagt á mörgum heimil- um. Það fer lítið sem ekkert út að borða, verslunarmiðstöðvar eru nánast tómar og margir þurfa að vinna heima alla daga vikunnar eða part úr henni. Eins og grínið á internetinu segir: Vá, margir af þessum fundum hefðu bara getað verið tölvupóstar. COVID-19 faraldurinn kemur í kjölfar mikillar vitundarvakn- ingar í samfélaginu um hlýnun jarðar og hvaða aðferðum við getum beitt til að sporna gegn henni. Ekki sóa mat, keyra minna, ganga og hjóla meira, kaupa minna, borða minna kjöt. Það er í grunninn það sem einstaklingar geta gert til að vernda umhverfi sitt. Nú hefur okkur verið þröngvað í þessar aðgerðir af agnar- smárri veiru með ofurstóran eyðileggingarmátt. Veiru sem við óttumst réttilega. Hún hef- ur hreiðrað um sig hér sem og annars staðar og við sjáum ekki enn fyrir endann á þessum hörm- ungum. Við erum neydd til að lifa í naumhyggju og virðist það ganga ágætlega. Hins vegar hefur það gríðarlega slæmar afleiðingar á þau fyrirtæki sem fóðra neyslu- hyggju okkar, sérstaklega þau sem minni eru. Mörg munu fara á hausinn. Það er alveg ljóst. Jafnvel þau fyrir tæki sem tikka í öll box er varðar samfélagslega ábyrgð og umhverfisvernd. Þegar þetta er allt afstaðið er naumhyggjan það sem við þurf- um til að lifa af. Í uppbyggingunni megum við ekki gleyma að það var fínt að lifa í naumhyggjunni, þótt við viljum stundum láta hrífa okkur í burtu á rósrauðu skýi neysluhyggjunnar. Fljúga til Bene og Tene, maka á sig sólar- olíu, kaupa handónýta sandala á götumarkaði og splæsa á sig þriggja rétta kjötveislu. Fljúga bara eitthvert því það er kalt á Ís- landi. Kaupa fjögur brauð þegar við þurftum bara tvö. Henda af- göngunum næsta daga því þeir „voru ekki girnilegir“. Þessi tími sem við lifum er átakanlegur. Hann mun valda sorg í hjörtum margra á Íslandi og hefur gert það nú þegar. Þegar við stöndum upp aftur og líf- ið kemst í kunnuglegar skorð- ur þá megum við aldrei gleyma þessum tíma. Við megum aldrei gleyma hvað það var í raun auð- velt að afsala sér þeim þægind- um sem við erum orðin vön. Við megum ekki gleyma þeim gríðar- lega kærleik sem hefur losnað úr læðingi í þessum fimbulkulda ör- væntingar og ótta. Við megum ekki gleyma hvað við sem sam- félag getum í raun áorkað miklu, þrátt fyrir smæð og landfræðilega einangrun. Í uppbyggingunni megum við síðan ekki gleyma þeim sem verst standa. Öllum þeim sem missa vinnuna, missa fyrirtækin sín, missa tilgang. Þótt þessi veira sé andskotans óþverri þá hefur hún að mörgu leyti kallað fram það besta í okkur öllum. n Áslaug vill að þú vinnir frítt Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra hefur sett reglugerð sem gerir hverjum manni á Íslandi á aldrinum 18–65 ára skylt að vinna frítt fyrir almannavarnir í neyðar- ástandi. Þessi vinna er án endurgjalds, ókeypis fyrir rík- ið. Þetta getur falist í eldvörnum, björgun og sjúkraflutningum, ruðningsstarfi, hjálparstarfi vegna tjóns af völdum geisla- virkni, sýkla eða eiturefna, löggæslu, fjarskiptaþjónustu og félagslegu hjálparstarfi. Það er bannað að segja nei, það er bannað að hlaupa úr starfi, og ef almannavarnir hafa kvatt þig til aðstoðar þá er þér bannað að fara út úr lögsögu þinni án leyfis. Þarna hefur ríkinu verið veitt heimild til að ganga freklega inn á rétt borgara til sjálfs- ákvörðunar frelsis. Nánast mætti jafna þessu við her- skyldu þótt það sé ekki sagt berum orðum, en bann við herskyldu má meðal annars finna í nýju stjórnar- skránni sem aldrei varð að veruleika. „Honum að kenna,“ segir ríkið Á mánudag fór fram aðal- meðferð í máli Guðjóns Skarp- héðinssonar gegn ríkinu. Eins og glöggir muna var Guðjón dæmdur í tíu ára fangelsi fyrir meintan hlut í dauða Geirfinns Einarssonar. Guðjón var síðar sýknaður 2018. Guðjón vill fá 1,3 milljarða frá ríkinu fyrir þá áratugi sem hann var saklaus sagður sekur um morð. Ríkið telur 145 milljónir hæfilegar. Nýjasta vendingin er sú að ríkið telur að það sé Guðjóni að kenna að hann hafi verið sakfelldur. Hann hafi játað og ríkið taki ekkert mark á ein- hverjum hippakenningum um falskar játningar. Svo sé krafan líka fyrnd því það er svo langt síðan Guðjón var sakfelld- ur og mannorð hans eyðilagt vegna glæps sem hann ekki framdi. Spurning vikunnar Hvaða lag lýsir best því sem af er ári? DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis. Aðalnúmer: 512 7000 Auglýsingar: 512 7050 Ritstjórn: 512 7010 Útgáfufélag: Frjáls fjölmiðlun ehf. Stjórnarformaður: Sigurður G. Guðjónsson Framkvæmdastjóri: Karl Garðarsson Ritstjóri: Lilja Katrín Gunnarsdóttir Prentun: Torg prentfélag Dreifing: Póstdreifing Suðurlandsbraut 14 2. hæð FRÉTTASKOT 512 7070 ABENDING@DV.IS Leiðari Lilja Katrín Gunnarsdóttir lilja@dv.is Auður vegur Ljóst er að COVID-19 hefur breytt lífi okkar allra til frambúðar. „Ég ætla bara að peppa G-Eazy, því að við erum öll svo týnd þessa dagana og fólk er að stressast upp, sem er mjög skiljanlegt.“ Hilmar Smári Finsen „Everybody’s Gotta Live með hljómsveitinni Love. Engin spurning.“ Elsa Rún Árnadóttir „Danger Zone. Ég tel að viðlagið eigi gífurlega vel við dómsdaginn sem við erum að fara í.“ Daníel Grímur Kristjánsson „Can’t Touch This. Það gerist fátt meira viðeigandi en það þessa dagana.“ Atli Sigurjónsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.