Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.2020, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.2020, Blaðsíða 11
20. mars 2020 FRÉTTIR 11 Mikill samhugur „Það er mikið öryggi í að finna að maður býr í landi, þar sem yfirvöld beita öllum aðferðum, hvað sem það kostar, til að bjarga lífi eins margra og unnt er. Við björg­ um fólki núna og tökum fjármálin síðar,“ segir Hulda Sæfríður Jónsdóttir sem búsett er í Silkeborg í Dan­ mörku ásamt fjölskyldu sinni. Þegar þetta er ritað hafa 129 manns verið lagðir inn á sjúkrahús með veiruna þar í landi. Þar af eru 24 á gjörgæslu. Fjórir eru látn­ ir. Rétt eins og Íslandi er ekki vitað hvort skortur verði á öndunartækjum næstu vikurnar, ef allir veikjast sam­ tímis. „Enginn veit hversu margir eru smitaðir, þar sem fyrir viku var hætt að skima og skrá fólk sem er bara með væg einkenni. Þeir eru beðnir um að halda sig í einangr­ un heima í 14 daga. Einungis alvarlega veikir eru skráð­ ir núna og staðan þar er yfir 1.000 manns. Það eru því margir smitaðir, sem eru ekki skráðir. Að „skuggatölun­ um“ meðtöldum, eru einhverjar þúsundir Dana smitað­ ar núna,“ segir Hulda. Allir skólar og barnaheimili eiga að vera lokaðir í síð­ asta lagi frá 19. mars og næstu 14 daga þar eftir. Allir opinberir starfsmenn, sem ekki sinna lífsnauðsynlegu starfi, mega ekki mæta í vinnu í 14 daga frá föstudegin­ um. Fólk sem getur unnið að heiman, eigi að gera það og fyrirtæki eru beðin um að hugsa um starfsmenn sína og leyfa þeim að vinna að heiman ef hægt er, eða á vökt­ um eða dreift í fyrirtækinu. Þá er fólk beðið um að halda sig sem mest heima við, að sögn Huldu. Um helgina var öllum landamærum Danmerkur lokað, til að koma í veg fyrir að fólk sé að þvælast inn og út úr landinu og dreifa smiti. „Við erum vön ferðafrelsi, margir Danir skreppa yfir landamærin reglulega til að versla og margir búa í Svíþjóð en vinna í Kaupmannahöfn. Það var lítill fyrir­ vari og verðir eru settir við landamærin til að vísa fólki frá, nema fólk hafi sérstaka ástæðu til að koma inn í landið. Danir eru yfirleitt vanir að láta í sér heyra ef eitt­ hvað er tekið frá þeim. Þýskaland fylgir eftir og lokar á umferð frá Danmörku. Því minni þvælingur, því hægari dreifing á smiti.“ Síðastliðinn miðvikudag, 18. mars, tóku svo í gildi enn strangari reglur. „Öllum verslunarmið­ stöðvum er lokað, nema matvöruverslanir og apótek mega vera opin. Kúnnar verða að standa í minnst tveggja metra fjarlægð þegar þeir koma að kassanum og það á að vera spritt í búðinni. Einhverjar verslanir hafa sett upp plastskerm milli starfsmanns á kassa og við­ skiptavinarins. Allir veitingastaðir, kaffihús, skemmti­ staðir, líkamsræktarstöðvar, sólstofur, tattóveringar­ stofur og nuddstofur eiga að vera lokaðar. Veitingastaðir mega þó gjarnan selja „take away“, en fólk má ekki borða inni. Tannlæknar mega bara sinna verkefnum sem ekki er hægt að fresta. Það er bannað að halda samkomur, hvort sem það er úti eða inni, með yfir 10 manns. Guðs­ þjónustum er aflýst, fermingum verður frestað og fólk er beðið um að fresta skírn og brúðkaupum eða fram­ kvæma slíkt í kyrrþey.“ Hulda segist finna að það ríki mikill samhugur á meðal Dana. Í stað þess að fólk hamstraði fyrir sjálft sig spruttu upp Facebook­grúppur, þar sem fólk bauðst til að hjálpa þeim, sem eru í áhættuhóp, við að kaupa inn. Innkaupapokinn er skilinn eftir á tröppunum og greiðslan send á símanum til þess sem keypti inn. Það er engin snerting. Það var opnuð heimasíða, þar sem hægt er að skrá sig ef maður hefur unnið í heilbrigðisgeiran­ um áður, og jafnvel námsmenn í heilbrigðisgeiranum eru beðnir um að skrá sig. Á tveimur sólarhringum buðu 1.000 manns fram aðstoð sína. Það er verið er að þjálfa fólk til að stýra öndunarvélum. Það hafa verið keyptar nýjar öndunarvélar og rykið er þurrkað af þeim gömlu. Danir eru að búa sig undir að taka allar 954 öndunarvél­ arnar í notkun.“ Hulda starfar í framhaldsskóla í Árósum og vinnur heima þessa dagana. „Við notum Skype með vefmynda­ vél þegar við höldum fundi og hittumst reglulega „on­ line“. Maðurinn minn er líka í banni frá sínum vinnustað og vinnur heima í óákveðinn tíma,“ segir Hulda en synir hennar tveir eru á unglingsaldri og stunda fjarnám með­ an á samkomubanni stendur. Fyrirhugað var að yngri sonurinn myndi fermast í vor, en öllum fermingum hef­ ur verið frestað þar til eftir hvítasunnu, að minnsta kosti. „Eldri sonur minn er að fara að taka bílpróf og átti eftir einn ökutíma og verklega prófið, en ökuskólinn fellur undir kennslu, svo það verður ekkert úr bílprófi í bráð.“ Hulda segir að þrátt fyrir að eldri sonurinn geti ekki fengið ökuskírteini í bráð og sá yngri sjái ferminguna hverfa út í framtíðina þá kvarti þeir ekki. „Við verðum bara að gera það besta úr hlutunum og standa saman. Við berum mikla virðingu fyrir forsætisráðherranum fyrir að taka þetta svona alvarlega og að allir þingmenn ákveði að standa saman, sama úr hvaða flokki þeir koma, með það eitt að leiðarljósi að bjarga eins mörgum mannslífum og hægt er, hér og nú. Við erum vel upplýst og það ríkir mikill samhugur og hjálpsemi. Við hlustum og hlýðum af einni ástæðu: Engan langar að vera númer 955 í röðinni í öndunarvélarnar.“ Evrópa var lengur að taka við sér „Ég hef haft möguleika á að fylgjast með því í Sjanghaí, Suður­Kóreu og Noregi en ég of farið í gegnum flug­ hafnir í Þýskalandi og Danmörku og það er ótrúlegt að sjá hvað munurinn er mikill á öllum þessum löndum,“ segir Kjartan Pétur Sigurðsson sem hefur verið bú­ settur í Sjanghaí frá árinu 2009, ásamt þarlendri eigin­ konu sinni og sjö ára dóttur þeirra. Hann er um þessar mundir fastur í Noregi í tveggja vikna einangrun. Fjölskyldan fór fyrir nokkrum vikum í skíðaferð til Suður­Kóreu. Þetta var áður en faraldurinn hafði breiðst út um allan heim. „Þar var tekið á móti okk­ ur og við mæld og þurftum að auki að fylla út skýrslur með nákvæmum upplýsingum um hvert verið væri að fara, koma og hvað gert og hvort einhver heilbrigðis­ vandamál hefðu gert vart við sig síðustu vikur. Á skíðahótelinu vorum við nánast í einangrun líka og ef farið var út þá var maður alltaf með hanska, gler­ augu og grímu og sprittbrúsar úti um allt. Hótelstarfs­ menn voru allir með grímur og hanska) og þrifu lyftur og alla snertifleti reglulega. Í Seúl voru allir komnir með grímur og fólk þegar farið að hamstra þær. Einnig var hægt að fá gefins grímur á lestarstöðvum, en starfs­ menn voru hvergi sjáanlegir. Við fórum með nánast tómri flugvél til baka til Sjanghaí og þar var nánast allt tómt á flugvellinum. Þar tók við önnur skýrslutaka.“ Hann segir faraldurinn ekki hafa haft mikil áhrif á hann persónulega. „Ég vinn mikið heima við vöruþróun og fleira á ferðavélar, þannig að það er ekki mikil breyting hjá mér persónulega. Það eru miklar sviptingar hjá fólki í kringum mig. Skóla dóttur minnar var lokað og núna vinnur hún öll verkefni í fjartengingu og óhætt að segja að það sé töluvert aukið álag á foreldra. Konan mín var að vinna síðast hjá WeWork og var hönnunardeild hennar lögð niður hjá fyrirtækinu. Hún er núna á laun­ um í einhverja mánuði og nýtir tímann vel til að taka mjög erfið arkitektapróf sem má taka 7 ár að ná. Afi og amma mega ekki að koma í heimsókn lengur. Við erum með nokkrar íbúðir í útleigu meðal annars á Air­ BnB í Sjanghaí og hefur sá rekstur gengið bærilega enn sem komið er. Við vorum með heimahjálp, sem eldar og tekur til, og hún má ekki lengur koma inn á svæðið, en öll­ um utanaðkomandi er bannað að koma þar sem við búum. Þannig er það líka víða í Kína og mun strangara sums staðar. Við höfum því alfarið séð um alla elda­ mennsku, þrif og þvott heima og á íbúðunum okkar. Þar er allt sótthreinsað reglulega með klór, og rúm­ föt straujuð með gufu með meiru. Við erum líka með UV­C ljós sem býr til Ozone (O3) sem drepur alla gerla líka. Segja má að fjölskyldan sé búin að lifa í algjörri einangrun og verður það að teljast mikil tilbreyting frá því sem áður var, börn fá ekki einu sinni að leika sér saman úti. Ef maður þarf að fara út, til dæmis út í búð, þá er notuð gríma og hanskar í hvert einasta skipti, og svo er þvegið á eftir.“ Kjartan ferðast reglulega með ferju yfir ána sem skiptir Sjanghaí í tvennt Á myndinni er verið að úða sótthreinsandi efnum yfir sætin.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.