Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.2020, Blaðsíða 40
20. mars 2020
12. tölublað 111. árgangur Leiðbeinandi verð 995 kr. dv.is/frettaskot askrift@dv.is Sími 512 7000
Líkamsímynd …
verulega
vanreifað
mál!
Kjóllinn frá Alexander McQueen en brúðkaupsferðinni frestað
F
jöllistakonan Ellý Ármannsdóttir geng-
ur í það heilaga í sumar og játast unnusta
sínum, Hlyni Jakobssyni. COVID-19 far-
aldurinn hefur svo sannarlega sett strik í
reikninginn í undirbúningnum, sem stendur nú
sem hæst. Ellý og Hlynur ganga upp að altarinu
í Dómkirkjunni laugardaginn 13. júní en planið
var að fljúga síðan á vit ástarinnar í Mílanó með
barnaskarann. Brúðkaupsferðinni hefur hins
vegar verið frestað vegna faraldursins.
„Ítalíuferðin verður ekki farin en við fáum
að breyta miðunum,“ segir Ellý, að vonum sár
með að komast ekki í ferðina. Hún segir það þó
litlu máli skipta í stóra samhenginu. „Svo lengi
sem Hlynur mætir í kirkjuna þá skiptir allt ann-
að engu máli.“
Aðspurð hvernig undirbúningurinn fyrir
stóra daginn gangi segir Ellý hann ganga von-
um framar, en í vikunni fékk hún kærkomna
hjálp frá systur sinni, Eik Gísladóttur, með það
sem veldur mörgum verðandi brúðum hugar-
angri – sjálfan brúðarkjólinn.
„Eik systir lánaði mér kjól. Hún keypti hann
í Harvey Nichols í Manchester fyrir mörgum
árum og hann smellpassar á mig,“ segir Ellý
himinlifandi. „Svo verð ég í strigaskóm, sandöl-
um eða berfætt. Kjóllinn er frá einhverju svaka
merki – Alexander McQueen. Kate Middleton
er alltaf í Alexander McQueen. Hann er krem-
aður á litinn, úr silki og afskaplega þægilegur,“
segir Ellý, full tilhlökkunar fyrir sumarbrúð-
kaupinu.
Neyðar-Línan
í loftið
Á
hrifavaldurinn Lína
Birgitta tilkynnti á
Instagram í vikunni að
bráðlega myndi hún
byrja með hlaðvarp sem ber
nokkuð skemmtilegan titil,
nefnilega Neyðar-Lína. Á
Instagram segir Lína að hlað-
varpið verði uppbyggilegt og
bjóði hlustendum upp á góð
ráð sem veganesti inn í lífið.
Fyrsti þátturinn er um líkams-
ímynd, sem Línu finnst ekki
nóg talað um. Ein besta vin-
kona Línu, sjálf þrifn-
aðardrottn-
ingin Sólrún
Diego, átti
hugmyndina
að nafni hlað-
varpsins.
Skemmtilegt
orða-
grín.
Klassa druslu
slegið á frest
Í
slenska gamanmyndin
Hvernig á að vera klassa
drusla hefur bæst í hóp
væntanlegra kvikmynda
sem búið er að fresta. Þetta er
fyrsta íslenska verkið sem hef-
ur orðið fyrir höggi COVID-19
og hefur ekki enn fengist stað-
festing á nýjum frumsýningar-
degi. Upphaflega stóð til að
frumsýna myndina 3. apr-
íl. Hvernig á að vera klassa
drusla segir frá tveimur ólík-
um vinkonum og uppákom-
um þeirra þegar þær fara að
vinna á sveitabæ yfir sumarið.
Myndinni er leikstýrt af Ólöfu
Birnu Torfadóttur.