Dagblaðið Vísir - DV - 01.05.2020, Side 22

Dagblaðið Vísir - DV - 01.05.2020, Side 22
1. MAÍ 2020 DV FYRIR BÓKMENNTAUNNENDUR Ármann Jakobsson @ArmannJa Fjöldi tísta: 11,3 þús. | Fylgjendur: 2,5 þús. Ármann er prófessor í íslenskum miðaldabókmenntum og rithöfundur. Hann skrifaði meðal annars sögulegu skáldsöguna Vonarstræti og glæpasöguna Útlagamorðin. Ármann er virkur tístari en hann byrjaði að tísta árið 2016. Þó að sum tístin fjalli eðlilega um bókmenntir þá er Ármann líka hnyttinn og vel máli farinn. @ArmannJa ∙ 27. apríl „A: Þetta eru erfiðir tímar. B (Friedrich Nietzsche): Já, ekki síst fyrir fólk sem þolir ekki sjálfsvorkunn.“ Stefán Máni Sigþórsson @Stefan_Mani Fjöldi tísta: 14,4 þús. | Fylgjendur: 3,1 þús. Stefán Máni er afkastamikill íslenskur rithöfundur. Hans þekktustu verk eru meðal annars Svartur á leik, Feigð og Svartigaldur. Stefán hefur verið á Twitter síðan 2012 og tístir um alls kyns hluti. @Stefan_Mani ∙ 7. apríl „Ég: Veistu hvaða Hollywood-leikari er kominn með COVID-19? Sonur: Nei Ég: Will SMIT! Hahaha! Sonurinn: *dæs* #pabbatwitter“ Kamilla Einarsdóttir @Kamillae Fjöldi tísta: 11,1 þús. | Fylgjendur 4,3 þús. Kamilla er höfundur bókarinnar Kópavogskrónika sem hefur vakið mikla athygli og verður fljótlega sett upp í Þjóðleikhúsinu. Líkt og í Kópavogs- króniku einkennast tíst hennar af kaldhæðni, grófum húmor og hispursleysi. @Kamillae ∙ 25. apríl „Verð svo stressuð þegar fólk segist vilja koma í heim- sókn. Hugsa: æ fokk, hvort eru þau að fara að reyna að selja mér ljóðabók, fá mig í költ eða selja mér rainbow ryksugu? Alltaf æðislegur léttir að komast að því að þau vilja bara koma að ríða.“ FYRIR BOLTABULLUNA Guðmundur Benediktsson @GummiBen Fjöldi tísta: 13,8 þús. | Fylgjendur: 26,3 þús. Gumma Ben þarf vart að kynna. Hann hefur verið viðriðinn knattspyrnu bæði sem leikmaður, þjálfari og svo sem knattspyrnulýsandi. Hann tístir mikið um íþróttina en einnig má þar finna einstaka tíst um eitthvað annað. @GummiBen ∙ 19. mars „Ef ég verð einhvern tímann stór þá ætla ég að verða Víðir, Þórólfur eða Alma.“ Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson @thorkellg Fjöldi tísta: 6,9 þús. | Fylgjendur: 4 þús. Þorkell er íþróttafréttamaður á RÚV og virkur á Twitter. Þar má jafnvel finna einstaka tíst sem ekki fjalla um fótbolta, heldur jafnvel aðrar íþróttir. @thorkellg ∙ 11. mars „Jæja þá. Best að líta bara á björtu hliðarnar. Liverpool verður Evrópumeistari í nokkrar vikur í viðbót allavega.“ VIRKUSTU ÞINGMENNIRNIR Smári McCarthy @smarimc Fjöldi tísta: 28.9 þús. | Fylgjendur: 9,6 þús. Smári hefur setið á þingi fyrir Pírata síðan 2016 en hann hefur verið á Twit- ter síðan 2008. Tístin hans fjalla flest um pólitík, bæði innlenda og erlenda og tístir hann helst á ensku. @smarimc ∙ 13. apríl „Ef þú ræður bjána í verkefni, ekki þykjast vera hissa þegar verkið er gert bjánalega“ Andrés Ingi Jónsson @andresingi Fjöldi tísta: 16,3 þús | Fylgjendur: 3,1 þús Andrés Ingi tók sæti á þingi 2016 fyrir Vinstri Græna en er núna utan flokka. Þó hann sé þingmaður þá tístir hann einnig um daglegt líf og málefni líðandi stundar. @andresingi ∙ 15. mars „Hleraði plott barnanna. Næst þegar þau missa tönn ætla þau engum fullorðnum að segja frá því, til að sjá hvort þau fái samt klink undir koddann. Skuggalega mikið útpæld fyrirsát.“ TÍSTANDI ÍSLENDINGAR SEM VERT ER AÐ FYLGJAST MEÐ Að tísta á Twitter er góð skemmtun, eða það finnst fjöldanum öllum af Íslendingum allavega. En hvernig getur þú tekið þátt í gleðinni ef þú ert þar ekki nú þegar? FYRIR HÚMORISTANN Þorsteinn Guðmundsson @ThorsteinnGud Fjöldi tísta: 4,1 þús. | Fylgjendur: 14,8 þús. Grínistinn Þorsteinn Guðmundsson skipti nýlega um gír þegar hann gerðist sálfræðingur á gamals aldri. Það hefur hins vegar ekki kæft niður húmorinn sem hann fær reglulega útrás fyrir á Twitter. @ThorsteinnGud ∙ 28. apríl „Tók Zoom fund einn áðan. Sérkennilega reynsla. Hafði ekkert að segja en tók eftir því að ég er kominn með undirhöku.“ Bergur Ebbi Benediktsson @BergurEbbi Fjöldi tísta: 7 þús. | Fylgjendur: 12 þús. Rithöfundur, uppistandari, tónlistarmaður, leikari og lögmaður. Er eitthvað sem Bergur Ebbi getur ekki gert? Tístin hans eru flest lauflétt og hressandi, og engar áhyggjur – það er lítið um lögfræði þar. @BergurEbbi ∙ 25. apríl „Faðma tré?! Faðma tré?! Það er alltaf verið að faðma þau. Farið út og faðmið rafmagnskassa. Þeir hafa aldrei fengið faðmlag.“ Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir @Loahlin Fjöldi tísta: 9,1 þús. | Fylgjendur 4,2 þús. Lóa er myndasöguhöfundur og tónlistarkona. Hún deilir hnyttnum teikn- ingum sínum á Twitter, sem oftar en ekki snúast um málefni líðandi stundar, með áherslu á manneskjurnar í samfélaginu. @Loahlin ∙ 6. janúar „Ég nota ennþá frasann „rólegan æsing“.“ FYRIR FEMÍNISTA Hildur Lilliendahl @hillldur Fjöldi tísta: 19,7 þús. | Fylgjendur: 6,7 þús. Hildur hefur lengi verið áberandi í jafnréttisbaráttunni á Íslandi og hún er gallharður femínisti. Konur og femínismi eru áberandi í tístum hennar, en líkt og flestir aðrir tístarar snúast margar færslur líka um málefni líðandi stundar og skemmtilegar uppákomur úr einkalífinu. @hillldur ∙ 10. apríl „Síminn minn er svo mikil framlenging af mér sjálfri að á meðan ég svaf lagði hann kakka- lakka með því að detta í gólfið ofan á lakkann á hárréttu augna- bliki. Ég hneigi mig fyrir þessu tæki, það getur allt.“ Silja Björk Björnsdóttir @siljabjorkk Fjöldi tísta: 9 þús. | Fylgjendur: 1,5 þús. Silja er einn af frumkvöðlum her- ferðarinnar #égerekkitabú sem snerist um að opna umræðuna um geðsjúkdóma á Íslandi. @Siljabjorkk ∙ 21. apríl „Dagur 42 7 í samkomu- bann i : He f komist að því að draumar mínir um að vera heimavinn andi móðir voru dulbúnar martraðir. Leikskóli á morgun, ég þarf að mæta á fund. Hlakka til, líður eins og það séu jólin.“ VINSÆL MYLLUMERKI Myllumerki eða # eru notuð til að merkja tíst vissum málefnum eða umræðuefnum. Sum myllumerki verða aðeins virk í kringum vissa viðburði á meðan önnur eru tímalaus. #12stig Myllumerkið #12stig er notað í umræðum tengdum Söngvakeppn- inni og Eurovision. #Vikan Þetta myllumerki er notuð fyrir umræður um þáttinn Vikuna með Gísla Marteini. #pabbatwitter / #mömmutwitter Ertu með góðan pabbabrandara eða mömmugrín? Skelltu því á Twitter og merktu með ofangreindum myllu- merkjum. #sóttkví / #samkomubann Þetta myllumerki nota Íslendingar gjarnan til að merkja færslur um heimsfaraldur COVID-19. 22 FÓKUS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.