Íþróttablaðið - 01.08.1977, Síða 25

Íþróttablaðið - 01.08.1977, Síða 25
heldur taka nokkuð af umsögnum ís- lenzku fréttamannanna, sem fylgdust með leikjum ytra. Skortir lýsingarorð Ágúst I. Jónsson, Morgunblaðinu, um Hollandsleikinn: Ásgeir Sigurvinsson, er sannarlega leikmaður í fremstu röð og var hann heilinn í leik íslenzka liðsins í a gærkvöldi. Ætti undirritaður að gefa einkunn fyrir þennan leik væri 5 fyrir snillinginn frá Standard Liege í það minnsta. Um Belgaleikinn: Ásgeir Sigurvinsson var í sérflokki íslenzku leikmannanna í þessum leik, sem og gegn Hollandi. Hefði verið gaman að sjá hann í belgíska landsliðsbúningnum, en þar voru jafn- ingjar hans á ferð. Ekki er ólíklegt að einnig þar hefði hann verið fremstur í flokki, því Ásgeir virkaði sem beztur leikmannanna á vellinum, en það ber þó að hafa í huga að auðveldara er að vera beztur í slöku liði, en sterkastur meðal snjallra leikmanna. I>aö var hann sem fékk mest rúm í blöð- unum ytra, jafnvel meira en mestu uppáhalds- leikmennimir í viðkom- andi landsliðum66 STÓRVELDIÐ ÁSGEIR SIGURVINSSON Hallur Símonarson, Dagblaðinu, um Hollandsleikinn: Ásgeir fyrirliði sýndi snilldartakta í leiknum og hef ég ekki séð hann leika betur. Gaf beztu Hol- lendingunum ekkert eftir, nema síður væri. Um Belgaleikinn: Ásgeir er orðinn hreinn snillingur. Yfirburðamaður á vellinum, framan af. Áberandi bezti maður íslands. Gylfi Kristjánsson, Vísi, um Hol- landsleikinn: Frammi var Ásgeir Sigur- vinsson sannkallaður kóngur í ríki sínu og máttu Hollendingarnir svo sannar- lega vara sig þegar hann var með bolt- ann. Um Belgaleikinn: Bezti maður vallar- ins var án efa og tvímælalaust Ásgeir Sigurvinsson. Hreint stórkostlegur leik- maður, sem á fáa sína líka. Sigmundur Steinarsson, Tímanum, um Hollandsleikinn: Ásgeir Sigurvins- son átti stórleik í gærkvöldi og gaf beztu mönnum Hollands ekkert eftir. Hann sýndi allar sínar beztu hliðar og leikur íslands byggðist í kringum hann. Um Belgaleikinn: Ásgeir Sigurvinsson átti stórleik og var maður vallarins. Það skapaðist alltaf einhver glundroði í vörn Belga þegar hann nálgaðist mark þeirra. Einar Karlsson, Þjóðviljanum, um Hollandsleikinn: Ásgeir Sigurvinsson sýndi hvað eftir annað og sannaði að hann er einn bezti knattspyrnumaður veraldar. Um Belgaleikinn: Ásgeir sýndi hvað eftir annað meistaratakta sína og það var í raun óheppni að þrumuskot hans í tvígang skyldu ekki hitta fyrir net- möskva. SJÁ EINNIG NÆSTU OPNU 25

x

Íþróttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.