Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.08.1977, Page 39

Íþróttablaðið - 01.08.1977, Page 39
sa þakíð einnig hann er kominn í raðir hinna beztu, og með mjög góðri frammistöðu á heims- leikum stúdenta nokkru síðar undirstrikaði Vilmundur getu sína. En hvorki sigurinn á Reykjavíkurleikunum, né góð frammistaða á heimsleikunum var Vilmundi neitt stór- takmark. Hann ætlar sér enn meira, — er ákveðinn í að komast enn framar í hóp hinna beztu, og þeir sem fylgzt hafa með honum og þekkja elju hans og áhuga, eru ekki í vafa að því takmarki muni hann ná, jafnvel strax á Evrópumeistaramótinu í frjálsum íþróttum sem fram mun fara næsta sumar. Ólympíuleikarnir í Moskvu eru Vilmundi aðaltakmarkið eins og er, hvort sem hann keppir þar í 100 og 200 metra hlaupi, eða í 400 metra hlaupi. Vilmundur Vilhjálmsson er 23 ára Reyk- víkingur. Um hann má segja að hið forn- kveðna hafi sannast að eplið falli ekki langt frá eikinni, þar sem faðir Vilmundar var kunnur frjálsíþróttamaður á sínum tíma, Vilhjálmur Vilmundarson, sem keppti í kúluvarpi á Ólympíuleikunum í London 1948 og stóð sig með miklum ágætum. Var Vilhjálmi spáð miklum frama sem íþrótta- manni, en því miður hætti hann keppni alltof fljótt. — Ætli það megi ekki segja að íþrótta- áhuginn sé mér í blóð borinn, sagði Vil- mundur er Iþróttablaðið átti viðtal við hann skömmu áður en hann hélt til Englands úr sumarleyfi sínu, en Vilmundur stundar líf- eðlisfræðinám við háskóla þar. — Það var ekki bara pabbi sem hafði áhuga á íþrótt- um, sagði Vilmundur, — heldur einnig mamma. Hún lék á sínum tíma handknatt- leik með KR og varð Reykjavíkurmeistari í þeirri íþróttagrein. íþróttir og íþróttamenn bar því oft á góma heima hjá mér, þegar ég var ungur og sjálfsagt hefur þessi heimilis- áhugi beint mér inn á íþróttabrautina. Knattspyrna með Víkingi Þótt foreldrar Vilmundar hefðu stundað frjálsar íþróttir og handknattleik urðu þess- ar íþróttagreinar þó ekki fyrir valinu hjá honum til að byrja með, heldur knatt- spyrna. Lék Vilmundur með Víkingi í öllum yngri flokkunum og þótti mjög efnilegur knattspyrnumaður, enda unnu Víkingar mörg mót á þessum tíma. Meðal þeirra sem léku í Víkingsliðinu með Vilmundi voru þeir Stefán Halldórsson sem nú er atvinnu- maður í knattspyrnu með belgíska liðinu Royal Union og Gunnar Örn Kristjánsson, einn af beztu knattspyrnumönnum Víkinga. Fyrstu kynni Vilmundar af frjálsum íþróttum var þátttaka í Hljómskálahlaupi ÍR, hjá Guðmundi Þórarinssyni, en síðan fór hann á frjálsíþróttanámskeið hjá KR árið 1968, og má vel vera að það námskeið hafi orðið til þess að beina huga hans frekar að þessari íþróttagrein. Um skipti sín úr knattspyrnu í frjálsar íþróttir, sagði Vil- mundur: — Það kemur margt til að ég valdi frjálsar íþróttir. Mér fannst alltaf gaman í knatt- spyrnunni og á knött út í Englandi sem ég leik mér oft með þegar ég er að hita upp. Ég lék með Víkingi síðast í 3. flokki. en þegar ég átti að ganga upp og fara í 2. flokk, fór áhuginn að minnka hjá mér — mest vegna þess að mér fannst svo mikil læti og harka í knattspyrnunni. í eðli mínu er ég mjög ein- þykkur maður og alls ekki félagslyndur, þannig að erillinn í kringum knattspyrnuna átti ekki við mig. Þá var annað sem fór í 39

x

Íþróttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.