Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.08.1977, Qupperneq 39

Íþróttablaðið - 01.08.1977, Qupperneq 39
sa þakíð einnig hann er kominn í raðir hinna beztu, og með mjög góðri frammistöðu á heims- leikum stúdenta nokkru síðar undirstrikaði Vilmundur getu sína. En hvorki sigurinn á Reykjavíkurleikunum, né góð frammistaða á heimsleikunum var Vilmundi neitt stór- takmark. Hann ætlar sér enn meira, — er ákveðinn í að komast enn framar í hóp hinna beztu, og þeir sem fylgzt hafa með honum og þekkja elju hans og áhuga, eru ekki í vafa að því takmarki muni hann ná, jafnvel strax á Evrópumeistaramótinu í frjálsum íþróttum sem fram mun fara næsta sumar. Ólympíuleikarnir í Moskvu eru Vilmundi aðaltakmarkið eins og er, hvort sem hann keppir þar í 100 og 200 metra hlaupi, eða í 400 metra hlaupi. Vilmundur Vilhjálmsson er 23 ára Reyk- víkingur. Um hann má segja að hið forn- kveðna hafi sannast að eplið falli ekki langt frá eikinni, þar sem faðir Vilmundar var kunnur frjálsíþróttamaður á sínum tíma, Vilhjálmur Vilmundarson, sem keppti í kúluvarpi á Ólympíuleikunum í London 1948 og stóð sig með miklum ágætum. Var Vilhjálmi spáð miklum frama sem íþrótta- manni, en því miður hætti hann keppni alltof fljótt. — Ætli það megi ekki segja að íþrótta- áhuginn sé mér í blóð borinn, sagði Vil- mundur er Iþróttablaðið átti viðtal við hann skömmu áður en hann hélt til Englands úr sumarleyfi sínu, en Vilmundur stundar líf- eðlisfræðinám við háskóla þar. — Það var ekki bara pabbi sem hafði áhuga á íþrótt- um, sagði Vilmundur, — heldur einnig mamma. Hún lék á sínum tíma handknatt- leik með KR og varð Reykjavíkurmeistari í þeirri íþróttagrein. íþróttir og íþróttamenn bar því oft á góma heima hjá mér, þegar ég var ungur og sjálfsagt hefur þessi heimilis- áhugi beint mér inn á íþróttabrautina. Knattspyrna með Víkingi Þótt foreldrar Vilmundar hefðu stundað frjálsar íþróttir og handknattleik urðu þess- ar íþróttagreinar þó ekki fyrir valinu hjá honum til að byrja með, heldur knatt- spyrna. Lék Vilmundur með Víkingi í öllum yngri flokkunum og þótti mjög efnilegur knattspyrnumaður, enda unnu Víkingar mörg mót á þessum tíma. Meðal þeirra sem léku í Víkingsliðinu með Vilmundi voru þeir Stefán Halldórsson sem nú er atvinnu- maður í knattspyrnu með belgíska liðinu Royal Union og Gunnar Örn Kristjánsson, einn af beztu knattspyrnumönnum Víkinga. Fyrstu kynni Vilmundar af frjálsum íþróttum var þátttaka í Hljómskálahlaupi ÍR, hjá Guðmundi Þórarinssyni, en síðan fór hann á frjálsíþróttanámskeið hjá KR árið 1968, og má vel vera að það námskeið hafi orðið til þess að beina huga hans frekar að þessari íþróttagrein. Um skipti sín úr knattspyrnu í frjálsar íþróttir, sagði Vil- mundur: — Það kemur margt til að ég valdi frjálsar íþróttir. Mér fannst alltaf gaman í knatt- spyrnunni og á knött út í Englandi sem ég leik mér oft með þegar ég er að hita upp. Ég lék með Víkingi síðast í 3. flokki. en þegar ég átti að ganga upp og fara í 2. flokk, fór áhuginn að minnka hjá mér — mest vegna þess að mér fannst svo mikil læti og harka í knattspyrnunni. í eðli mínu er ég mjög ein- þykkur maður og alls ekki félagslyndur, þannig að erillinn í kringum knattspyrnuna átti ekki við mig. Þá var annað sem fór í 39
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Íþróttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.