Íþróttablaðið - 01.08.1977, Síða 61

Íþróttablaðið - 01.08.1977, Síða 61
ÍMMÉl ÍÞRÓTTIR Tt ÚTILÍF Mjög góð og óvænt frammi- staða fatlaðra í Stoke-Mand- villeleiknum Fatlað íþróttafólk frá fslandi tók í sumar í fyrsta sinn þátt í Stoke Mandevill leikunum í Bretlandi og stóð sig með mikilli prýði. Hörður Bardal (lamaður á öðrum fæti) vann til tveggja bronzverðlauna. f 100 m skriðsundi á 1:16,6 og í 100 m baksundi á 1:31,4 mín. Arnór Pétursson (lamaður á báðum fótum) hlaut bronzverðlaun í lyftingum, lyfti 80 kg. Aðrir keppendur stóðu sig einnig með ágætum en voru óheppnir að því leyti að lenda í upp- hafi á móti mjög sterkum mótherjum, sem m.a. komust í úrslit. Nýlega sæmdi fþróttasamband fs- lands þrjá menn viðurkenningum fyrir mikil og heilladrjúg störf í þágu íþróttanna. Sveinn Zoéga hlaut heiðursorðu fSf. Sveinn var alhliða íþróttamaður á yngri ár- um og hefur ekki síður lagt fram drjúgan skerf til félagsmálanna. Sat hann í stjórn knattspymufélagsins Vals í 18 ár, þar af 9 ár sem formaður fulltrúaráðs félagsins. Auk þess átti hann sæti í stjórn KR í 13 ár, þar af formaður í 5 ár og í stjórn Knattspymu- sambands fslands sat hann í 14 ár. Guðsveinn Þorbjömsson og Sveinn Ragnarsson voru sæmdir gullmerki fSÍ. Guðsveinn er einn af stofnendum Hauka í Hafnarfirði og keppti fyrir félagið árum saman í knattspyrnu og handknattleik. Síð- an átti hann sæti í stjórn Hauka í 20 ár, þar af formaður í 17 ár. Sveinn Ragnarsson hefur verið virkur fé- lagi í íþróttasamtökunum frá barnæsku í knattspyrnufélaginu Fram og keppti fyrir félagið bæði í handknattleik og knatt- spyrnu. Hann hefur sinnt félagsmálum mikið, sat m.a. í stjórn Fram í 15 ár og í stjórn HSf í 7 ár. Einnig hefur Sveinn átt sæti í dómstólum og fjölda nefnda. Myndin hér að ofan var tekin á fundi framkvæmdastjórnar ÍSÍ, þar sem afhend- ing viðurkenninganna fór fram og er Sveinn Zoega að þakka fyrir hönd þeirra félag- anna. Þátttakendur íslands voru þessir: Elsa Stefánsdóttir í borðtennis; Guðný Guðna- dóttir í borðtennis; Amór Pétursson í spjótkasti, lyftingum og borðtennis; Viðar Guðnason í lyfttingum og borðtennis; og Hörður Bardal í sundi, 100 m frjálsri aðferð og 100 m baksundi. Fararstjóri var Páll B. Helgason, orku- og endurhæfingalæknir og honum til aðstoðar Magnús B. Einarsson læknir. Þjálfarar voru Júlíus Arnarson og Magnús H. Ólafsson. Mynd þessi var tekin daginn áður en fatlaða fólkið lagði upp í ferðina og með þeim á myndinni eru forystumenn úr íþróttahreyfingunni og samtökum fatlaðra. Er tíðindamaður fþróttablaðsins hitti fólkið við heimkomuna lét það í ljósi mikla ánægju með ferðina og þátttökuna, sem þó hefði á köflum verið mjög erfið. Er enginn vafi á að þessi fyrsta þátttaka og góða frammistaða verður mikil lyftistöng og afl- gjafi í áframhaldandi starfsemi á þessum vettvangi og kom það reyndar þegar fram á sjálfum leikunum að fatlað íþróttafólk annarra þjóða hefur mikinn áhuga á að taka upp samskipti við jafningja sína hér á landi. 61

x

Íþróttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.