Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.08.1977, Qupperneq 61

Íþróttablaðið - 01.08.1977, Qupperneq 61
ÍMMÉl ÍÞRÓTTIR Tt ÚTILÍF Mjög góð og óvænt frammi- staða fatlaðra í Stoke-Mand- villeleiknum Fatlað íþróttafólk frá fslandi tók í sumar í fyrsta sinn þátt í Stoke Mandevill leikunum í Bretlandi og stóð sig með mikilli prýði. Hörður Bardal (lamaður á öðrum fæti) vann til tveggja bronzverðlauna. f 100 m skriðsundi á 1:16,6 og í 100 m baksundi á 1:31,4 mín. Arnór Pétursson (lamaður á báðum fótum) hlaut bronzverðlaun í lyftingum, lyfti 80 kg. Aðrir keppendur stóðu sig einnig með ágætum en voru óheppnir að því leyti að lenda í upp- hafi á móti mjög sterkum mótherjum, sem m.a. komust í úrslit. Nýlega sæmdi fþróttasamband fs- lands þrjá menn viðurkenningum fyrir mikil og heilladrjúg störf í þágu íþróttanna. Sveinn Zoéga hlaut heiðursorðu fSf. Sveinn var alhliða íþróttamaður á yngri ár- um og hefur ekki síður lagt fram drjúgan skerf til félagsmálanna. Sat hann í stjórn knattspymufélagsins Vals í 18 ár, þar af 9 ár sem formaður fulltrúaráðs félagsins. Auk þess átti hann sæti í stjórn KR í 13 ár, þar af formaður í 5 ár og í stjórn Knattspymu- sambands fslands sat hann í 14 ár. Guðsveinn Þorbjömsson og Sveinn Ragnarsson voru sæmdir gullmerki fSÍ. Guðsveinn er einn af stofnendum Hauka í Hafnarfirði og keppti fyrir félagið árum saman í knattspyrnu og handknattleik. Síð- an átti hann sæti í stjórn Hauka í 20 ár, þar af formaður í 17 ár. Sveinn Ragnarsson hefur verið virkur fé- lagi í íþróttasamtökunum frá barnæsku í knattspyrnufélaginu Fram og keppti fyrir félagið bæði í handknattleik og knatt- spyrnu. Hann hefur sinnt félagsmálum mikið, sat m.a. í stjórn Fram í 15 ár og í stjórn HSf í 7 ár. Einnig hefur Sveinn átt sæti í dómstólum og fjölda nefnda. Myndin hér að ofan var tekin á fundi framkvæmdastjórnar ÍSÍ, þar sem afhend- ing viðurkenninganna fór fram og er Sveinn Zoega að þakka fyrir hönd þeirra félag- anna. Þátttakendur íslands voru þessir: Elsa Stefánsdóttir í borðtennis; Guðný Guðna- dóttir í borðtennis; Amór Pétursson í spjótkasti, lyftingum og borðtennis; Viðar Guðnason í lyfttingum og borðtennis; og Hörður Bardal í sundi, 100 m frjálsri aðferð og 100 m baksundi. Fararstjóri var Páll B. Helgason, orku- og endurhæfingalæknir og honum til aðstoðar Magnús B. Einarsson læknir. Þjálfarar voru Júlíus Arnarson og Magnús H. Ólafsson. Mynd þessi var tekin daginn áður en fatlaða fólkið lagði upp í ferðina og með þeim á myndinni eru forystumenn úr íþróttahreyfingunni og samtökum fatlaðra. Er tíðindamaður fþróttablaðsins hitti fólkið við heimkomuna lét það í ljósi mikla ánægju með ferðina og þátttökuna, sem þó hefði á köflum verið mjög erfið. Er enginn vafi á að þessi fyrsta þátttaka og góða frammistaða verður mikil lyftistöng og afl- gjafi í áframhaldandi starfsemi á þessum vettvangi og kom það reyndar þegar fram á sjálfum leikunum að fatlað íþróttafólk annarra þjóða hefur mikinn áhuga á að taka upp samskipti við jafningja sína hér á landi. 61
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Íþróttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.