Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.06.1978, Side 23

Íþróttablaðið - 01.06.1978, Side 23
„Hálfgerð útlendingahersveit“ — rætt við Örn Eiðsson, formann FRÍ — Það má segja að íslenzkt frjálsí- þróttafólk sé að verða hálfgerð „út- lendingahersveit“ sagði Öm Eiðsson, formaður Frjálsíþróttasambands ís- lands í viðtali við íþróttablaðið fyrir skömmu, en fyrri hluta sumars má bú- ast við að heldur verði dauft yfir þeim frjálsíþróttamótum sem haldin verða hérlendis, þar sem flest bezta frjálsí- þróttafólkið dvelur nú ytra við æfingar og keppni. — Ég vil lýsa aðdáun minni á þessu fólki, sagði Öm Eiðsson, — áhugi þess og dugnaður er til fyrirmyndar, svo og metnaður þess, en flestir þeir sem eru ytra í sumar eru þar algjörlega á eigin spýtur og fórna því bæði frítíma sínum og fjármunum til þess að ná betri ár- angri. Ef þetta er ekki að fóma sér fyrir íþróttimar, þá veit ég ekki hvað það er, sagði Öm Eiðsson. Fyrsta stórmótið hérlendis í sumar verður Meistaramót íslands sem fram mun fara í Reykjavík dagana 15,—17. júlí, en hætt er þó við að mót þetta verði svipminna en oftast áður, sökum fjar- veru margra góðra íþróttamanna. Bik- arkeppni FRl, sem nú orðið er aðal- frjálsíþróttamót keppnistímabilsins, og oftast það skemmtilegasta fer svo fram dagana 19. og 20. ágúst. Fer 1. deildar keppnin fram í Reykjavík, keppt verður í 2. deild á Húsavík og í 3. deild á Ak- ureyri. Milli þessa móts og Meistara- mótsins verða svo Reykjavíkurleikam- ir, en í þeim munu nokkrir útlendingar keppa. - Það er ætlunin að Reykjavíkur- leikamir verði vígslumót fyrir nýja frjálsíþróttavöllinn í Laugardalnum, sagði Öm Eiðsson. — Mótið verður haldið dagana 9. og 10. ágúst, og er búist við þátttöku 10—12 útlendinga. Við vitum þegar um 4 Sovétmenn og 2 Bandaríkjamenn sem koma til mótsins og verið er að vinna að því að fá fleiri keppendur frá útlöndum, einkum góða kastara. Það verður stór stund fyrir frjálsíþróttafólkið þegar Laugardals- völlurinn verður vígður — við gerum okkur vonir um að hann gjörbreyti að- stöðu frjálsíþróttafólksins og vonum að hann verði upphafið ekki aðeins að breytingu, heldur byltingu í íþróttinni. Um mót erlendis sem íslenzkt frjálsí- þróttafólk mun taka þátt í nú í sumar sagði Öm Eiðsson: — Kalottkeppnin mun fara fram í Svíþjóð í lok júlí og fer þangað fjöl- mennur hópur héðan. Þá munu íslend- ingar taka þátt í tugþrautarlandskeppni þar sem mótherjamir verða Frakkar, Bretar og Svisslendingar. Sú keppni fer fram í Frakklandi í september. En stærsta verkefni þessa keppnistímabils er tvímælalaust Evrópumeistaramótið sem fram mun fara í Prag í Tékkósló- vakíu dagana 29. ágúst til 3. september. Þangað er ráðgert að senda harðsnúið keppendalið, helzt 5—8 manns, og við gerum okkur vonir um að nú eigi ís- lendingar möguleika á að blanda sér í Framhald á bls. 66 23

x

Íþróttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.