Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.06.1978, Qupperneq 25

Íþróttablaðið - 01.06.1978, Qupperneq 25
er svo jafnan mest um að vera. Þeir hörðustu mæta jafnvel klukkan sjö á laugardags- og sunnudagsmorgnum. Mótahaldið hjá golfmönnum mun verða með svipuðu sniði í sumar og verið hefur undanfarin ár, og er ekkert nema gott um fyrirkomulag þess að segja. Ungir sem fullorðnir keppnis- menn fá nóg við sitt hæfi. Stigamót eru haldin með reglulegu millibili á vegum Golfsambands Islands og hápunktur keppnistímabilsins verður svo auðvitað íslandsmótið. Auk þess hefur svo verið rætt um landskeppni við Luxemburg- ara sem fara á fram á Akureyri. Norð- urlandamótið fer fram í Kalmar í Sví- þjóð og þangað fara örugglega íslenzkir kylfingar og til stendur að senda kepp- endur á opna skandinaviska meistara- mótið sem haldið verður skömmu eftir Norðurlandamótið. Þá hefur heyrst að tveimur körlum og tveimur konum verði boðið á mót á Ítalíu sem FIAT— verksmiðjumar standa fyrir og fullvíst ... en áður en lýkur er komin rigning og kaisaveður... má telja að íslendingum verði boðin þátttaka í heimsmeistarakeppninni sem mun fara fram á Hawai. íslenzkir kylf- ingar hafa því að mörgu að stefna og virkar það örugglega mjög svo hvetj- andi á menn að hafa slík verkefni sem hér hafa verið talin upp í siktinu. Því er ekki að neita að stundum er talað um að íslenzkir kylfingar eigi lítið erindi í mót erlendis — þeir hafi ekki staðið sig sem skyldi. Því er til að svara, að auðvitað erum við langt á eftir þeim beztu enn sem komið er. Aðstaða okkar er líka gjörólík því sem gerist víðast annars staðar. Hér byrja menn kannski keppni í góðu veðri, en þegar á mótið líður er ef til vill komið rok, rigning og kuldi, ef til vill 5 stigum kaldara en var í upphafi móts og allar hreyfingar eru því og þurfa að vera allt öðru vísi. Ég er sannfærður um að íslenzkir kylfingar myndu ná betri árangri erlendis, ef þeir gætu farið utan nokkrum dögum fyrir mótið, og vanist aðstæðum eins og þar erkeppt við, en slíkt þykir alla jafnan of kostnaðarsamt. Vert er að vekja sér- staka athygli á því, að þrátt fyrir allt höfum við dregið verulega á þær þjóðir sem við erum að keppa við. Skor kylf- inga þeirra breytist ekki mikið frá móti til móts, en við sækjum hins vegar stöðugt í okkur veðrið og drögum á þá. Það er bráðnauðsynlegt fyrir vöxt og viðgang þessarar íþróttagreinar, sem og annarra, að íslenzkir keppnismenn fái góð tækifæri til þess að keppa við út- lendinga, bæði hér heima og erlendis. Ef það er ekki gert er ég viss um að framfarirnar verða hægari en ella. Eins og ég sagði áðan er hópur af ungum og bráðefnilegum kylfingum að koma fram á sjónarsviðið um þessar mundir. Enn er þó Björgvin Þorsteins- son frá Akureyri sá sem er efstur á blaði, en að baki honum er heil hersing af ungum mönnum og má þar sem dæmi nefna Svein Sigurbergsson, Sig- urð Thorarensen, Hálfdan Karlsson og Geir Svansson. Nú, ekki má heldur gleyma eldri kylfingunum — þeir geta sett strik í reikninginn og hafa oftsinnis gert það. Ég held hins vegar að það muni fremur heyra til undantekningar ef þeir blanda sér verulega í baráttuna á toppnum í sumar. Hvað sjálfan mig áhrærir þá verð ég að játa það að ég er tiltölulega nýlega byrjaður að æfa. í vetur lék ég hand- knattleik með HK og við kepptum á- kveðið að því marki að komast upp í 1. deild — hvað tókst, eftir mikla baráttu. Keppnistímabilið varð lengra en ég átti von á í handknattleiknum, stóð langt fram á vor, og úr því að ég var kominn í baráttuna vildi ég ekki hætta henni fyrr en mótið var búið. Núna æfi ég vel og stefni að því að vera kominn í toppæf- ingu þegar kemur að landsmótinu í á- gúst. Má vera að það komi mér að góðu að vera þá að sækja á brattann þegar aðrir þurfa að keppa að því að halda sér í æfingu. Alla vega ætla ég mér ekki að láta deigan síga og vonast auðvitað eftir því að verða „réttu“ megin við Björgvin á landsmótinu. 25
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Íþróttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.