Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.06.1978, Page 51

Íþróttablaðið - 01.06.1978, Page 51
íþróttasvæði Þórs Byrjað var á byggingu malarvallar og hann tekinn í notkun í ágúst 1975. Langt er komið undirbyggingu grasvallar og næsta sumar verða drenlagnir og holræsi sett í hann auk þess sem reynt verður að sá grasfræi í hann næsta haust. Á svæðinu eru áætlaðir malarvöllur, grasvöllur með 400 m hlaupabraut um- hverfis auk kast- og stökkaðstöðu. Þá eru tveir æfingavellir fyrirhugaðir á svæðinu. Stærð malarvallar er 60x90 m og grasvallar 70x100 m. Áhorfendasvæði verða við báða vellina. Gert er ráð fyrir félagsheimili, bað- og búningsaðstöðu, en eins og er eru bún- ingsklefar í íþróttahúsi Glerárskóla notaðir fyrir völlinn að sumrinu. íþróttasvæði KA Byrjað var á byggingu malarvallar 1975 og hann tekinn í notkun í september 1977. Stærð 60x90 m. Búið er að jafna grasvöll undir burðarlag. Áætlað að keyra því í hann í vetur en dren- lagnir og holræsi verða settar í hann næsta sumar. Á svæðinu eru áætlaðir 3 vellir, 2 malar- vellir og einn grasvöllur með 400 m hlaupabrautum umhverfis auk kast- og stökkaðstöðu. Áhorfendasvæði verða við gras- og malarvöll. Áhersla verður lögð á að koma upp gras- vellinum sem fyrst, en skipulag hindrar að hægt verði að fara í þriðja völlinn að svo komnu máli. Stærð grasvallar er 70x100 m. Búnings- og baðaðstaða fyrir þessa velli fæst fyrst um sinn í Lundarskóla en verður væntanlega í íþróttahúsi þess skóla þegar það verður byggt. ÍÞRÓTTASVÆOI KA Golfvöllurinn að Jaðri hefur verið not- aður undanfarin 7 ár af félögum Golf- klúbbs Akureyrar og gestum. Aðstæður til golfiðkana eru allsæmilegar, völlurinn yfir- leitt ieikhæfur frá miðjum maí og frarn í október. Völlurinn er 9 holur, 2945 m á lengd, byggður í fjölbreyttu landslagi og þykir fremur erfiður á íslenskan mæli- kvarða. Félagsheimili er einnig á staðnum, þar sem félagar hafa aðstöðu til fataskipta og hressingar að leik loknum. Helstu framkvæmdir síðustu ár hafa ver- ið fólgnar í uppbyggingu teiga og gerð sandgryfja. svjp og lagfæringum á svæðinu utan brauta. Næsta ár stendur til að hefja fram- kvæmdir á seinni 9 holum vallarins (merktar 1—9 á meðfylgjandi uppdrætti) og er nú sótt á að fá afhent svæði sunnan nú- verandi vallar hjá bæjaryfirvöldum. Önnur íþróttaaðstaða Sjóferðafélag Akureyrar, sem hefur á sinni stefnuskrá hverskonar sjósport, s.s. siglingar. róður og hraðbáta, hefur aðstöðu í bátaskýli Æskulýðsráðs Akureyrar við Höpfnersbryggju. Auk bátageymslu er þar viðgerðarverkstæði og seglageymsla. Báta- lægi félagsins er við Höpfnersbryggju. í eigu félagsins seglbátur auk þess sem þeir hafa haft tvo minni seglbáta æskulýðsráðs til sinna afnota í nokkur ár. Trimmbraut í Kjarnaskógi. Árið 1976 var að frumkvæði skógarvarð- arins í Kjarnaskógi hafist handa um gerð trimmbrautar þar. Brautin gefur ýmsa möguleika og er hér um að ræða tvo hringi annar er 1800 m en hinn um 2300 m. Ráð- gert er að hafa nokkrar stöðvar á þessum leiðum, þar sem menn spreyta sig við á- kveðnar þrautir, sem veita hverjum og ein- um líkamlega áreynslu við sitt hæfi. Á vetr- um verður þarna skíðagöngubraut. Þá er verið að gera litprentað kort af skóginum sem hægt er að nota við ratleik. Skíðastökkbraut í Miðhúsaklöppum. í mörg ár hefur verið skíðastökkbraut i Miðhúsaklöppum sem gefur allt að 30 m stökk. Braut þessi hefur lítið verið notuð og er því orðin illa farin. Frá náttúrunnar hendi er aðstaða þarna mjög góð fyrir stökkbrautarstæði. Samkvæmt nýju skipu- lagi fyrir Akureyri eru 3 stökkbrautum 10. 15 og 35 m brautum ætlaður staður þarna. Skautasvell. Auk skautasvæðis Skautafélags Akureyr- ar eru möguleikar (þegar þannig viðrar) að búa til svell á malarvelli íþróttavallar Ak- ureyrar við Hólabraut, á íþróttasvæði KA í Lundahverfi og íþróttasvæði Þórs í Glerár- hverfi. íþróttavallarhúsið við Hólabraut er notað á vetrum sem búnings- og baðaðstaða vegna þrek- og útiæfinga. Ishockeyvöllur Skautafélags Akureyrar við Höpfner (í innbænum). Skautafélag Akureyrar var áður með skautaaðstöðu sína á Krókeyri í innbænum en vegna bæjarskipulagsins var svæði þeirra fært út að Höpfner. 1976 var svæðið undirbyggt og um þessar mundir (október 1977) er verið að setja upp varanlegan ramma utan um íshockeyvöll- inn sem er 30x60 m. Einnig er verið að setja upp flóðlýsingu og leiða vatn að vellinum. Við völlinn hefur verið settur skúr með búningsaðstöðu og aðstöðu fyrir vallarvörð. Engin böð eru á vellinum. 51

x

Íþróttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.