Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.06.1978, Side 58

Íþróttablaðið - 01.06.1978, Side 58
KAZEMIERZ DEYNA — fyrirliði pólska landsliðsins lýsti því yfir í Argentínu að hann ætlaði ekki að leika fleiri landsleiki fyrir Pólland. — Ég ætla að gefa hinum ungu tæki- færi, sagði hann, þegar hann var spurður um ástæðuna fyrir ákvörðun sinni. Deyna hefur leikið 102 leiki fyrir Pólland. HELENIO HERRERA — þjálfari ítalska landsliðsins hefur nú fengið tilboð um að gerast landsliðsþjálfari Frakklands, þar sem þjálfari Frakka, Michel Hidalgo, hefur ákveðið að segja stöðunni lausri. MARGAR ÞJÓÐIR hafa sýnt áhuga á því að halda heimsmeistarakeppn- ina í knattspyrnu árið 1990. Formleg tilboð eru þegar komin frá Sovét- ríkjunum, Kanada, Júgóslavíu, Kú- væt og Bandaríkjunum. JOAO HAVELANGE — forseti FIFA hefur lýst því yfir að hann ætli að draga sig í hlé árið 1982. Dr. An- tonio Francchi frá Italíu hefur þegar verið tilnefndur sem eftirmaður hans. LÖGREGLAN í Mexikó hafði nóg að gera er knattspyrnulandslið Mexikó kom heim eftir hrakförina til Argentínu. Múgur og margmenni vildi gera upp sakir við knattspymu- mennina og kalla varð herinn lög- reglunni til aðstoðar. Þegar múgur- inn náði ekki til knattspyrnumann- anna lét hann reiði sína bitna á lög- reglunni og grýtti hana. VALENCIA — hið kunna spánska knattspyrnufélag er nú á höttunum eftir Hans Krankl, hinum mark- sækna framherja austurríska lands- liðsins. Heyrst hefur að félagið hafi þegar boðið honum upphæð sem svarar til 200 milljóna króna, og sé tilbúið að hækka það tilboð eitthvað. MARGIR blóðheitir Brasilíu- menn tóku því illa þegar þeirra liði gekk ekki upp á það bezta í heims- meistarakeppninni. Julio Godhino, 44 ára að aldri, tók t.d. inn eitur og beið bana, þegar Brasilíumenn gerðu jafntefli við Svía, Antonio Bothelo, 45 ára framdi sjálfsmorð með því að kasta sér út af brú, þegar Brasilíu- mönnum tókst ekki að sigra Spán- verja og hinn 18 ára Jose Carlos skaut sig þegar hann heyrði að tveir af eftirlætisköppum hans, Zico og Reinaldo hefðu verið settir út úr landsliðinu. ROBERTO BETTEGA — ítalski knattspymumaðurinn sem er orðinn hvítur fyrir hærum gerði samning við ítalskt fyrirtæki er framleiðir skó meðan á HM í Argentínu stóð. Mun Bettega framvegis leika í skóm frá fyrirtæki þessu og fær fyrir það upp- hæð sem svarar til 10 milljóna árlega. PATRICK HAREN — heitir ungur Skoti sem lagði allt sitt sparifé í að komast til Argentínu til þess að fylgjast með sínum mönnum þar. Hann varð þó fljótlega uppiskroppa með peninga, enda þurfti hann, að eigin sögn, að kaupa mikið öl til þess að drekkja öllum sorgum sínum. Skozki ræðismaðurinn í Argentínu sá honum fyrir fari heim, en Haren er ákveðinn í að fylgja skozka landslið- inu til úrslitakeppninnar á Spáni að fjómm ámm liðnum! ALLY MCLOED — þjálfari skozka landsliðsins var ekki vinsælasti mað- ur Skotlands eftir að Skotar urðu að gera sér jafntefli við fran að góðu í heimsmeistarakeppninni. Þannig setti t.d. framkvæmdastjóri veitinga- húss í Glasgow stórt skilti út í gluggann hjá sér: „Ally McLoed borðar ekki hér,“ stóð á skiltinu. PELE — knattspymuperlan frá Brasilíu var meðal áhorfenda í Argentínu, og var hann síður en svo ánægður með frammistöðu landa sinna í keppninni. — Ég kom til Argentínu til þess að fagna heims- meisturum, en ekki til þess að vera við jarðarför, sagði Pele. OSCAR MONTES — utanríkisráð- herra Argentínu sendi starfsfélögum sínum í löndunum 16 sem tóku þátt í úrslitakeppninni boð um að koma og fylgjast með keppninni. Honum til armæðu sá enginn þeirra sér fært að koma. Það kom á óvart hversu góðar mót- tökur V-Þjóðverjar fengu er þeir komu heim frá Argentínu, en leik- mennirnir höfðu búist við hinu versta. Um 500 manns tók á móti liðinu er það kom til flughafnarinnar í Frankfurt og þar var landsliðsþjálf- arínn Helmuth Schön hylltur, en hann hefur nú sagt af sér. Schön lék á alls oddi og spurði t.d. Ijósmyndar- ana hvort hann ætti að vera glaðlegur á svipinn, eða þá með sorgarsvip. 58

x

Íþróttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.