Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.06.1978, Qupperneq 65

Íþróttablaðið - 01.06.1978, Qupperneq 65
Iþróttafjölskyldan Framhald af bls. 11 ina er ánægjan miklu meiri en leiðind- in. — Hvað getur þú sagt okkur um keppnisferðalög til annarra landa? — Ég hef farið tvisvar utan til þess að keppa með landsliðinu og svo fór ég einu sinni með Ármenningum. í vetur fór ég til Noregs og keppti þar á Norð- urlandameistaramóti unglinga en þar var árangur minn ekkert sérstakur, enda var ég hálflasin annan daginn. Ég keppti líka í Danmörku í fyrrasumar á Norðurlandameistaramótinu og það gekk þokkalega. Ég tel, að svona keppnisferðir séu sundfólkinu algjör nauðsyn og mætti gjarnan vera meira af þeim. Það, að eiga möguleika á að komast í landsliðið verkar afar hvetj- andi á okkur og gefur okkur um leið markmið til að stefna að. Að vísu hefur samkeppnin um landsliðssætin hjá okkur stelpunum ekki verið næstum því jafn hörð og hjá strákunum, því mun- urinn er miklu meiri hjá stelpunum. Þó held ég að þetta sé nú að breytast og að samkeppnin fari harðnandi. Um framtíðina sagði Guðný m.a.: — Þegar ég er búin með 9. bekk í skóla ætla ég mér í menntaskóla. Hvað tekur svo við af honum, hef ég ekki afráðið enn. Hvað sundið áhrærir er ég ekki með nein áform uppi um að hætta í bráð. Ég get hugsað mér að stunda sundið áfram á meðan ég verð í menntaskóla, en hversu lengi ég held áfram er erfitt um að segja. Ekki er úr vegi að geta þess að þau hjónin Ágústa og Guðjón fylgjast mjög náið með Guðnýju og sundferli hennar og þau styðja hana dyggilega með ráð- um og dáðum á hinni erfiðu leið upp á tindinn. Þessu, meðal annars, þakkar Guðný hinn góða árangur sinn og segir hún að krökkum sem nái góðum ár- angri í hvaða íþróttagrein sem er, sé það afar nauðsynlegt að foreldrarnir fylgist með, sýni áhuga, og hvetji þau til á- framhaldandi dáða. En þau Ágústa og Guðjón láta ekki við það sitja að hvetja Guðnýju. Þau eru bæði þjálfarar hjá Ármanni. Guð- jón í sundknattleik og Ágústa i sundi. Þessi störf vinna þau bæði algerlega kauplaust, og er slíkt sjálfsagt mjög fá- títt nú á tímum. Öll voru þau sammála um að það sé félagslegi þátturinn í sundi, sem og öðrum íþróttagreinum sem er ungling- unum hvað mikilvægastur og megi því sízt verða út undan. Til að sýna að þau hjón láta ekki sitja þar við orðin tóm, fengum við þau til að segja hvað þau hafa gert til þess að sinna þessum mál- um: — Yfir sumartímann förum við með yngri flokkana í útilegur. Þetta þjappar krökkunum saman og þau kynnast á nýjan hátt. Svona ferðir efla félagsand- ann afar mikið og krakkarnir kynnast landinu sínu um leið. Við tékum líka á leigu Vi hektara af landi frá Blikastöð- um og hyggjum á kartöflurækt mikla. Þegar íþróttablaðið ræddi við þau hjón, var búið að fá allt sem til þurfti til garðyrkjustarfanna, og aðeins beðið eftir betra veðri til þess að geta hafist handa. - Allt starf í þessa átt, hvort sem um leik eða starf er að ræða, er afar þroskandi fyrir krakkana og undirbýr þau fyrir komandi átök í sundi og lífs- baráttunni í heild, sögðu þau hjónin að lokum. AB Þeir kunna Framhald af bls. 57 mútað. Þessi úrslit hefðu ekki verið í neinu samræmi við frammistöðu þeirra í keppninni fram að þessu, en þeir höfðu sigrað í fjórða riðli undan- keppninnar. Þeir fjölmörgu blaðamenn sem fylgdust með leik þessum voru þó á einu máli um að ekki væri sennilegt að mútugreiðslur hefðu komið til. Skýr- ingin á tapi Perúmanna væri ósköp einföld. Þeir væru lélegir, Argentínu- menn góðir. — Perúbúar sigruðu í 4. riðli án þess að sýna nokkurn skapaðan hlut, skrif- aði einn kunnur brezkur íþróttafrétta- maður, eftir stórsigur Argentínumanna. — Þeir voru lélegir er þeir sigruðu Skota mjög óverðskuldað 3—1. Þeir voru lélegri en þeir gerðu jafntefli við Hollendinga 0—0, en í þeim leik léku Hollendingar nánast í afturábakgír, en hefðu samt átt að vinna stóran sigur. Skástir voru Perúbúar ef til vill er þeir sigruðu írani 4—1, en sá leikur var ekkert til þess að hrópa húrra fyrir. Getuleysi Perúbúa kom bezt í ljós í undanúrslitakeppninni, en þangað áttu þeir ekkert erindi. Þar voru þeir ein- faldlega klæddir úr og stóðu aldrei eins berrassaðir eins og eftir leikinn við Argentínumenn. Ingibjörn Framhald af bls. 19 vegna hinna tíðu gulu spjalda sem dómarar veita leikmönnum sem í hita leiksins láta sér um munn fara orðbragð sem allir eru sammála um að ekki sé viðeigandi. En menn eru í harðri bar- áttu og finnist þeim að eitthvað sé gert á þeirra hlut er ekki skrýtið þótt þeir missi eitthvað út úr sér. Þá finnst mér misræmið hjá dómur- unum áberandi. Sem dæmi vil ég nefna. Dæmd er aukaspyrna fyrir brot. Sá sem dæmt er á spyrnir boltanum burtu. Slíkt gerðist t.d. margsinnis í leiknum Valur—FH. Þá benti ég dóm- aranum, Óla Olsen, á að þetta tefði sóknir okkar mjög. Og hvað sagði Óli þá: Þetta er allt í lagi, ég bæti bara við tímann (sem hann svo ekki gerði). Nú gæti það lið sem tefur svona haft yfir t.d. 1—1, en skyndilega breyttist svo staðan þannig að andstæðingarnir hefðu betur. Hver hagnast þá á brot- inu? Annað dæmi um svipað, en hjá öðr- um dómara. í leiknum Valur—KA spyrnti leikmaður hjá Val knettinum frá eftir að dæmt hafði verið. Ekkert gerðist. Skömmu síðar lék hann aftur sama leikinn og fékk þá gult spjald hjá Þorvarði Björnssyni, dómara. Það sem ég er að reyna að benda á er ósamræmið sem þarna kemur fram hjá dómurunum í túlkun á þessum brotum. Þarna þarf eitt að ganga yfir alla. Það á ekki að gerast þegar leikmenn vita hver á að dæma hjá þeim, þá skuli sest niður og farið að ræða hvað megi hjá þessum dómara og hvað beri að varast. Þetta er sett fram til umhugsunar, en mjög mörg dæmi væri unnt að nefna til í viðbót. Ég læt þetta nægja í bili. íþrótta- blaðið Áskríftasímar: 82300 — 82302 65
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Íþróttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.