Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.04.1981, Page 31

Íþróttablaðið - 01.04.1981, Page 31
Meöan Einar varþjálfari meistara flokks. Þarna hefur verið tekið leik- hlé til að ræða málin. Nr. 12 er Kristinn Jörundsson og nr. 6 er Agnar Friðriksson — tveir af snjöll ustu leikmönnumíR gegnum tíðina. við höfum aldrei átt sterkara landsliðið en í dag. Ég er nokkuð sáttur við val landsliðsins sem keppa á í C-keppninni í Sviss en þó má alltaf deilda um einstök atriði. Ég sakna til dæmis Jóns Jörundssonar í þessum hópi. Varðandi undirbúning liðsins þá hef ég ekki fylgst náið með honum en eftir því sem ég hef frétt þá hefur rík áhersla verið lögð á þrekþjálfun nú undanfarið og ég er ekki allskostar ánægður með það. Ég held að það sé ekki rétt að æfa þrek stuttu fyrir mót eins og þessa keppni í Sviss og raunar ekki fyrir neitt mót. Ef menn eru ekki í góðri úthalds- þjálfun þegar íslandsmótinu er nýlokið þá komast þeir aldrei í þrekþjálfun. Ég hefði talið rétt- ara að æfa tækniatriði í taka skotæfingar í staðinn fyrir að út- keyra mannskapinn í þrekþjálf- un. Það hefur líka sýnt sig nú undan farið til dæmis í pressu- leiknum um daginn að landsliðs- mennimir hafa ekki úthald í nema 15 mínútna leik. þeir voru gersamlega búnir eftir 15 mínút- ur. En pressuliðið hafði nægilegt úthald og vann leikinn á því. En úr því sem komið er þá vona ég bara að strákamir ofkeyri sig ekki og nái góðum árangri í Sviss.“ Dómaramálin lakasti þátturinn í körfuknattleiknum Það er farið að síga á síðari hluta samtalsins. Það er ef til vill ekki úr vegi að spyrja Einar að því í lokin hvað gera þurfi í framtíð- inni til að vegur körfuknattleiks- ins megi verða sem mestur og bestur. „Það þarf að bæta ástand dómaramála hér,“ segir Einar og heldur áfram: „Dómarar hér eru alltof fáir og þar af leiðir að fáir eru góðir. Það eru ekki bara dómaravandamál til staðar í keppni fullorðinna. Vandamálið er ekki minna hjá yngri flokkun- um. Dómaramálin í heild eru lakasti þátturinn í öllu viðloðandi körfuknattleikinn hér á landi og það er brýnasta verkefnið sem framundan er, að reyna að bæta þar úr. Til dæmis með því að auka tíðni dómaranámskeiða að ég held að allir dómarar í körfu- knattleiknum hefðu gott af því að skuld við Einar körfuknattleiksmaður körfuknattleiksins má ekki gleyma þvi að hann er einnig mjög fær þjálfari fyrir m.fl. og árangur ÍR-liðsins á þeim tíma þegar Einar þjálfaði það talar þar skýrustu máli. Hann kom fyrstur fram með svokall- aða pressuvörn og auk þess hraðaupphlaupin sem ÍR-lið- ið varð fyrst til að nota hér- lendis. ÍR-ingar standa margir í mikilli þakkarskuld við Einar og þeir eru fjölmargir sem hófu sinn körfuknattleiksferil í Langholtsskólanum en Einar er sem kunnugt er kennari við þann skóla,“ sagði Þorsteinn Hallgrímsson að lokum. —SK. 31

x

Íþróttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.