Íþróttablaðið - 01.04.1981, Side 55
hlaup undir núverandi Islands-
meti.
Thelma Bjömsdóttir gekk í
Ármann á þessu ári en hefur
þjálfað undir stjórn föður síns á
undanförnum árum. Hann hefur
að mínu mati unnið vel að upp-
byggingu hennar. Hún á mögu-
leika á að setja íslandsmet í 400,
800 og jafnvel 1500 metra hlaup-
um en til þess að svo megi verða
þarf hún að sýna sama áhuga og
hún sýndi s.l. vetur.
Jóna Björk Grétarsdóttir á að
geta stokkið yfir 6 metra í lang-
stökki í sumar. Einnig á hún að
geta náð langt í spretthlaupum.
Hún þarf að einbeita sér að ein-
um hlut í einu og hugsa meira um
tæknilegu hliðina á æfingum og
eins utan þeirra. Hún gæti orðið
keppandi fyrir ísland á næstu
OL. Til þess er hún nægilega
efnileg en æfingin skapar meist-
arann.
Geirlaug Björg Geirlaugsdóttir
er með skemmtilegri efnum sem
komið hafa fram í spretthlaup-
um. Hún hefur yfir mikilli snerpu
að ráða og á íslandsmetið í 50
metra hlaupi sem er 6,4 sekúnd-
ur. Hún er mjög ung að árum og
kannski of snemmt að segja til
um framtíðarafrek hennar.
Svona gæti ég haldið áfram
lengi og fyllt blaðið en af öðru
efnilegu fólki sem ég þjálfa get ég
nefnt Kristbjörgu Helgadóttur,
Aðalheiði Hjálmarsdóttur, Mar-
gréti Jóhannesdóttur, Sigríði
Hjartardóttur, Jón Garðar
Henrysson, Diljá Þórhallsdóttur
Rebekku Sigurðardóttur og
fleiri.
Það sem helst háir þjálfun
unglinga hér á landi er að alla
breidd vantar. Það er erfitt að
byggja upp unglinga starf hér þar
sem unglingamir eru flestir
keppendur í fullorðinsflokki og
jafnvel landsliði. Það eru gerðar
mjög miklar kröfur til þessara
unglinga og þess jafnvel krafist
að þeir standi sig vel á hverju
móti. —SK.
Krístján Harfiarson:
Að stökkva 7 metra
er takmarkið hjá
mér næsta sumar
Þegar íþróttablaðið
brá fyrir sig betri fætinum
nú ekki alls fyrir löngu í
Baldurshagann (æfinga-
svæði frjálsíþróttafólks-
ins í Ármanni undir stúku
Laugardalsleikvangsins),
tók undirritaður eftir
ungum pilti sem æfði
langstökk af miklu kappi
undir leiðsögn hins ötula
þjálfara Stefáns Jó-
hannssonar. Að lokinni
æfingunni svifum við á
kappann og ræddum
stuttlega við hann.
„Áhuginn á langstökkinu
kviknaði þegar ég var 10 ára.
Þá las ég bamablaðið Æskuna
og þar var greint frá því að
fyrirhugaðir væru svokallaðir
Andrésar Andar leikar í
frjálsum íþróttum. Ég ákvað
strax að reyna að komast á
þetta mót sem halda átti í
Noregi. Það tókst mér og ég
náði að sigra í langstökkinu á
mótinu, stökk 4,73 metra og
varð annar í 60 metra hlaupi.
Aðstaðan til æfinga í
Stykkishólmi var ekki til að
hrópa húrra fyrir á þessum
árum og engan hafði ég þjálf-
arann. Eina leiðsögnin sem
ég fékk kom frá Maríu
Guðnadóttur, frjálsíþrótta-
konu.“
Setti unglingamet
í fyrra
Hvemig gekk þér í keppni á
s.l. sumri Kristján?
55