Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.04.1981, Síða 74

Íþróttablaðið - 01.04.1981, Síða 74
ÍÞRÓTTABLAÐIÐ SPYR: Guðmundur Þorsteins- son, prentari „Enski knattspymumaður- inn í Tottenham, Glenn Hoddle er í miklu uppáhaldi hjá mér enda er fótbolti mitt uppáhald. Ástæðan fyrir því að Hoddle er í miklu uppáhaldi hjá mér er einfaldlega sú að þeir gerast ekki öllu betri í hans stöðu á vellinum. Af íslenskum íþróttamönn- um held ég langmest uppá Ásgeir Sigurvinsson knatt- spymumann. Það er ekki nóg með að hann sé afburða knatt- spymumaður heldur er hann góður kunningi minn og ég kann virkilega að meta hann sem kunningja.“ Rúnar Gylfason, matreiðslu- maður „Það er að sjálfsögðu Kenny Dalglish í Liverpool. Mér finnst hann vera langbesti „striker“ í heiminum í dag. Dalglish þarf ekki mikinn tíma til að gera hlutina og hann getur skorað mark þegar öllum finnst það vera því sem næst ómögulegt. Af íslenskum íþróttamönn- um finnst mér Ásgeir Sigur- vinsson skemmtilegastur. Mér finnst hann vera langbestur af íslensku atvinnumönnunum í knattspyrnunni í dag.“ Hinrík Þórhallsson, kennarí „Það er hinn ungi knatt- spymumaður úr Víkingi, Lárus Guðmundsson. Hann er bæði skemmtilegur knattspymu- maður og eins er hann stór- góður félagi. Það er virkilega gaman að leika með honum en það gerði ég í Víkingi s.l. sumar. Af erlendum íþróttamönn- um hefur hollenski snillingur- inn Johan Cmyff lengi verið í miklu uppáhaldi hjá mér eða Framhald á bls. 76. Unn- steinn Gunn- laugsson, verslunar- stjóri „Skemmtilegasti íþrótta- maður sem ég horfi á er Skúli Óskarsson. Mér finnst hann alveg sérstakur. Fyrir utan það að hann sé mjög góður í sinni íþróttagrein er hann mein- fyndinn og það er sérstaklega gaman að horfa á hann keppa. Ray Kennedy sem leikur með Liverpool er sá erlendi íþróttamaður sem ég held mest upp á enda er hann frábær knattspymumaður.“ Rósa Ragúels Jóhanns- dóttir, afgreiðslu- stúlka „Æi ég veit það ekki. Ég er ekki svo mikið inni í þessum íþróttum. Jú ég segi Alfreð Gíslason en hann leikur hand- knattleik með KR. Hann er bæði góður í handknattleik og eins er hann myndarlegur strákur. Hvað með erlendan íþrótta- mann? Guð minn almáttugur ég veit það ekki. Ætli maður verði ekki að hafa verslunar- stjórann góðan og því segi ég Ray Kennedy í Liverpool.“ Jón Eyfjörð, starfs- maður KEA „Það er sko ekkert vafamál. Minn uppáhalds íþróttamaður er enski knattspymusnilling- urinn Trevor Francis en hann leikur með Nottingham For- est. Af hverju? Hann er bæði góður og dýr leikmaður og 74

x

Íþróttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.