Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.04.1981, Blaðsíða 52

Íþróttablaðið - 01.04.1981, Blaðsíða 52
styrki og hefur þeim orðið nokk- uð vel ágengt. En með skipulegri starfsemi mætti gera mun betur. Þjálfaramálin eru til dæmis í miklum ólestri og þar er við tækninefnd FRÍ að sakast, en hún hefur algerlega brugðist í sínu starfi, og er þá vægt til orða tekið. Útbreiðslunefndin hefur aftur á móti staðið sig vel og til dæmis væri landsliðið ekki nærri eins sterkt í dag ef ekki hefði komið til gífurlega hugmyndaríkt og gott starf fyrrverandi for- manns hennar Sigurðar Helga- sonar.“ Hvað með framtíðina Stefán. Hvað þarf að gera til að koma málefnum frjásra íþrótta í betra lag? „Það sem fyrst og fremst þarf að gera er að koma þjálfunar málunum í betra lag. Það er skoðun mín að FRI þyrfti að beita sér fyrir stofnun þjálfarafé- lags sem gæti, ef menn hugsuðu um hag frjálsra íþrótta í heild, gert stórátak í þeim málum. Þá þarf einnig að koma til aukinn skilningur hjá ríki og bæ. Aukist hann ekki, er fyrirsjáan- legt að fjárhagur FRI batnar ekki á næstunni. Við getum nefnt eitt lítið dæmi. Yfirstjórn íþróttamála í landinu ætti að horfa framhjá svoleiðis smámunum að bestu íþróttamennirnir komi til dæmis fram í.auglýsingum og þess hátt- ar. Þá væri einnig reynandi að koma þessum afreksmönnum inn á einstök fyrirtæki og láta þau styrkja þá tilfrekari afreka. Þá gætu þeir einbeitt sér meira að íþrótt sinni. Þetta er gert víðs- vegar í heiminum og jafnvel í jafn fámennu landi sem Færeyjum sem eiga til dæmis betri sund- menn en okkar besta. Hann komst á samning hjá litlu fyrir- tæki í Danmörku. Þetta gætum við leikið eftir með góðum ár- angri, ef vilji er fyrir hendi,“ sagði Stefán Jóhannsson. Framtíðin er björt hjá unga fólkinu Við víkjum nú talinu aftur að Ármanni. Stefán hefur innan sinna vébanda margt efnilegt íþróttafólk sem eflaust á eftir að ná langt í náinni framtíð ef rétt er á málum haldið. í lokin báðum við Stefán að greina frá og spá um árangur nokkurra lærisveina sinna: „Við getum byrjað á Sigurði Einarssyni spjótkastara. Hann á eftir að verða á heimsmæli- kvarða. Áhugi hans er gífurlegur og duglegri íþróttamanna hef ég ekki þjálfað. Hann gerir alltaf Ætla mér að sigra á EM í „Ég er búinn að æfa mjög vel í allan vetur og ég vonast til þess að ég geti bætt minn fyrri ár- angur í sumar. Ég hef reyndar sett mér það tak- mark að sigra á Evrópu- móti unglinga sem fer fram dagana 20.—23. ágúst í sumar,“ sagði Sigurður Einarsson, einn fremsti spjótkastari landsins í viðtali við íþróttablaðið, en Sigurð- ur sem er 18 ára var þá nýbúinn að ljúka einni æfingunni í Baldurshaga. Sigurður sagðist æfa sex til sjö sinnum í viku hverri en ef hann yrði mjög þreyttur tæki hann sér hvíld í einn dag. Við báðum Sigurð að segja okkur frá því hvernig venjuleg æf- ingavika liði hjá honum: „Ég æfi þungar lyftingar tvisvar í viku og lyfti þá rúmlega 20 tonnum á hvorri æfingu fyrir sig. Spretti æfi ég tvisvar í viku, allskyns hopp 2—3svar í viku, léttar lyftingar og séræf- ingar 5—ósinnum í viku. Og þar sem ég get ekki kastað spjóti innan húss kast ég þungum boltum 4 kg og 800 gr. svona um það bil 4 þúsund sinnum.“ Verðurðu aldrei þreyttur á þessum erfiðu æfingum og hlakkar þú ekki til að fara að kasta úti? „Ég verð að viðurkenna að ég verð oft ansi pirraður á þessu en oft er maður að langt frameftir kvöldi. Það hefur líka viljað brenna við að ég hafi sofið yfir mig á morgnana en það er heldur ekki nema von þar sem íþróttin er númer eitt hjá mér.“ Ert þú ánægður með árang- ur þinn s.l. sumar? „Nei það vantar mikið upp á það. Ég átti við þrálát meiðsli að stríða megnið af sumrinu og gat aldrei kastað eins og maður. Þar spilaði ut- anlandsferðin inn í en ég fór til Bandaríkjanna um vorið og æfði þar í milum hita. Síð- an þegar maður kemur heim til íslands áttar maður sig ekki á kuldanum og tognar. Veðrið var hins vegar nokkuð gott hér s.l. sumar en meiðslin komu í veg fyrir árangur.“ Setti met í fyrsta skipti sem hann kastaði. „Ég kastaði spjóti í fyrsta 52
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.