Íþróttablaðið - 01.04.1981, Blaðsíða 52
styrki og hefur þeim orðið nokk-
uð vel ágengt. En með skipulegri
starfsemi mætti gera mun betur.
Þjálfaramálin eru til dæmis í
miklum ólestri og þar er við
tækninefnd FRÍ að sakast, en
hún hefur algerlega brugðist í
sínu starfi, og er þá vægt til orða
tekið. Útbreiðslunefndin hefur
aftur á móti staðið sig vel og til
dæmis væri landsliðið ekki nærri
eins sterkt í dag ef ekki hefði
komið til gífurlega hugmyndaríkt
og gott starf fyrrverandi for-
manns hennar Sigurðar Helga-
sonar.“
Hvað með framtíðina Stefán.
Hvað þarf að gera til að koma
málefnum frjásra íþrótta í betra
lag?
„Það sem fyrst og fremst þarf
að gera er að koma þjálfunar
málunum í betra lag. Það er
skoðun mín að FRI þyrfti að
beita sér fyrir stofnun þjálfarafé-
lags sem gæti, ef menn hugsuðu
um hag frjálsra íþrótta í heild,
gert stórátak í þeim málum.
Þá þarf einnig að koma til
aukinn skilningur hjá ríki og bæ.
Aukist hann ekki, er fyrirsjáan-
legt að fjárhagur FRI batnar ekki
á næstunni. Við getum nefnt eitt
lítið dæmi. Yfirstjórn íþróttamála
í landinu ætti að horfa framhjá
svoleiðis smámunum að bestu
íþróttamennirnir komi til dæmis
fram í.auglýsingum og þess hátt-
ar. Þá væri einnig reynandi að
koma þessum afreksmönnum inn
á einstök fyrirtæki og láta þau
styrkja þá tilfrekari afreka. Þá
gætu þeir einbeitt sér meira að
íþrótt sinni. Þetta er gert víðs-
vegar í heiminum og jafnvel í jafn
fámennu landi sem Færeyjum
sem eiga til dæmis betri sund-
menn en okkar besta. Hann
komst á samning hjá litlu fyrir-
tæki í Danmörku. Þetta gætum
við leikið eftir með góðum ár-
angri, ef vilji er fyrir hendi,“
sagði Stefán Jóhannsson.
Framtíðin er björt
hjá unga fólkinu
Við víkjum nú talinu aftur að
Ármanni. Stefán hefur innan
sinna vébanda margt efnilegt
íþróttafólk sem eflaust á eftir að
ná langt í náinni framtíð ef rétt er
á málum haldið. í lokin báðum
við Stefán að greina frá og spá
um árangur nokkurra lærisveina
sinna:
„Við getum byrjað á Sigurði
Einarssyni spjótkastara. Hann á
eftir að verða á heimsmæli-
kvarða. Áhugi hans er gífurlegur
og duglegri íþróttamanna hef ég
ekki þjálfað. Hann gerir alltaf
Ætla mér að sigra á EM í
„Ég er búinn að æfa
mjög vel í allan vetur og
ég vonast til þess að ég
geti bætt minn fyrri ár-
angur í sumar. Ég hef
reyndar sett mér það tak-
mark að sigra á Evrópu-
móti unglinga sem fer
fram dagana 20.—23.
ágúst í sumar,“ sagði
Sigurður Einarsson, einn
fremsti spjótkastari
landsins í viðtali við
íþróttablaðið, en Sigurð-
ur sem er 18 ára var þá
nýbúinn að ljúka einni
æfingunni í Baldurshaga.
Sigurður sagðist æfa sex til
sjö sinnum í viku hverri en ef
hann yrði mjög þreyttur tæki
hann sér hvíld í einn dag. Við
báðum Sigurð að segja okkur
frá því hvernig venjuleg æf-
ingavika liði hjá honum: „Ég
æfi þungar lyftingar tvisvar í
viku og lyfti þá rúmlega 20
tonnum á hvorri æfingu fyrir
sig. Spretti æfi ég tvisvar í
viku, allskyns hopp 2—3svar í
viku, léttar lyftingar og séræf-
ingar 5—ósinnum í viku. Og
þar sem ég get ekki kastað
spjóti innan húss kast ég
þungum boltum 4 kg og 800
gr. svona um það bil 4 þúsund
sinnum.“
Verðurðu aldrei þreyttur á
þessum erfiðu æfingum og
hlakkar þú ekki til að fara að
kasta úti?
„Ég verð að viðurkenna að
ég verð oft ansi pirraður á
þessu en oft er maður að langt
frameftir kvöldi. Það hefur
líka viljað brenna við að ég
hafi sofið yfir mig á morgnana
en það er heldur ekki nema
von þar sem íþróttin er númer
eitt hjá mér.“
Ert þú ánægður með árang-
ur þinn s.l. sumar?
„Nei það vantar mikið upp
á það. Ég átti við þrálát
meiðsli að stríða megnið af
sumrinu og gat aldrei kastað
eins og maður. Þar spilaði ut-
anlandsferðin inn í en ég fór
til Bandaríkjanna um vorið og
æfði þar í milum hita. Síð-
an þegar maður kemur heim
til íslands áttar maður sig ekki
á kuldanum og tognar. Veðrið
var hins vegar nokkuð gott hér
s.l. sumar en meiðslin komu í
veg fyrir árangur.“
Setti met í fyrsta skipti sem
hann kastaði.
„Ég kastaði spjóti í fyrsta
52