Íþróttablaðið - 01.04.1981, Page 62
Frábær endasprettur - og heimsmetið var í höfn
unum 1976 og var metið 1.01,51
mín.
Tveimur dögum síðar synti
Rica í undanrásum 100 metra
baksundsins og bætti þá heims-
metið sem hún hafði áður jafnað
um 1/100 úr sekúndu, synti á
1:01,50 mín. Fyrri 50 metrana
synti Rica á 29,58 sekúndum. í
úrslitakeppni 100 metra bak-
sundsins sem fram fór næsta dag
synti Rica enn betur en fyrr og
bætti heimsmetið enn einu sinni,
nú um 6/10 úr sekúndu og synti
hún á 1:00,86 mín. Fyrri 50
metrana synti Rica nú á 29,69
sekúndum, nokkru hægar en í
undanrásunum og sannaði því að
hún getur synt mjög vel seinni
hluta vegalengdanna.
og Linda hafði verið þegar hún
setti heimsmetið. Við 150 metra
markið var tími Ricu 1:38,4 mín (
1:37,61) — næstum heilli
sekúndu lakari en verið hafið hjá
Lindu. Sýnt var að Rica varð að
synda frábærlega vel síðustu 50
metrana ef hún ætlað sér að ná
metinu. Sennilega hefur Uwe
Neumann, þjálfari Ricu verið
farinn að tvístíga, eftir að hann sá
millitímann á 150 metrunum. En
Rica var ekki af baki dottin og
brást ekki vonum áhorfenda, því
hún átti frábæran endasprett,
synti síðustu 50 metrana á 33,28.,
og lokatíminni varð 2:11,77
mínútur, eða 16/100 úr sekúndu
undir heimsmetinu. Þriðja
heimsmetið og þriðju gullverð-
arnir í baksundunum bera með
sér hefur Rica eitthvað slakað á
við æfingamar eftir Olympíu-
leikana. Einnig er því svo varið
að afreksfólk í íþróttum á oft í
erfiðleikum með að ná upp þeim
andlega styrk og einbeitni sem til
þarf á stórmótum, sérstaklega
þegar svo stutt er á milli þeirra og
einnig heftir að hafa náð svo
glæsilegum árangri eins og Rica
hafði náð á Olympíuleikunum.
Nýlega birtist viðtal við Ricu
Reinisch í bandaríska sundtíma-
ritinu „Swimming World“, en
það viðtal var tekið á Evrópu-
meistaramóti unglinga. Blað-
ið spurði hana fyrst að því
hvort það hefði komið henni á
óvart að sigra í þremur greinum í
Þjálfari hennar er hinn frægi Uwe Neumann
Besti tími Ricu í 200 metra
baksundi fyrir Olympíuleikana
var 2:15,59 mínútur, en heims-
metið í greininni átti Linda Jezek
frá Bandaríkjunum og var það
2:11,93 mínútur, sett í Heims-
meistarakeppninni í Berlín 1978.
Spurningin var því hvort Ricu
tækist að bæta heimsmetið í
þessu sundi, þegar hún hafði tví-
bætt metið í 100 metra sundinu.
Þegar vænta má heimsmeta í
sundi á stórmótum fylgjast
sundáhugamenn mjög náið með
millitímum sundfólksins, því að
þeir gefa oft til kynna hvort við-
komandi hefur möguleika á að
slá metið.
í úrslitakeppninni í 200 metra
baksundinu var millitími Ricu
fyrstu 50 metrana 31,18 sek.
(Millitími Lindu Jezek í met-
sundinu var 30,94 sek.) Við 100
metra markið var tími Ricu
1:04,55 mín (1:04,22), þannig að
Rica var enn á svo til sama tíma
launin voru í höfn.
Þjálfari Ricu er eins og fyrr
segir Uwe Neumann, en hann
hefur náð frábærum árangri við
þjálfun baksundsfólks. Hann var
þjálfari fyrrverandi heimsmet-
hafa í 100 og 200 metra baksundi,
Ulricku Richter, sem varð
Olympíumeistari í báðum þess-
um greinum árið 1976. Hann
þjálfaði einnig Birgit Treiber sem
vann til silfurverðlauna á
Olympíuleikunum 1976 í báðum
greinunum og hlaut bronsverð-
laun í 200metra baksundi á leik-
unum í Mosku. Sannarlega eftir-
tektarverður árangur.
Rica Reinisch keppti einnig á
s.l. sumri á Evrópumeistaramóti
unglinga sem fram fór í Skövde í
Svíþjóð í ágústmánuði. Þar sigr-
aði hún í 100 og 200 metra bak-
sundi á tímunum 1:02,32 mín. og
2:17,38 mín. og hún bar einnig
sigur úr býtum í 100 metra skrið-
sundi á 57,69 sek. Eins og tím-
Moskvu. Hún svaraði því að það
hefði eiginlega ekki komið sér
neitt á óvart, þar sem hvorki
kanadiskt né bandarískt sundfólk
hefði verið með. Flestir hefðu
búist við því fyrirfram að aust-
ur-þýsku stúlkumar myndu sigra í
4X100 metra boðsundinu. Hún
sagði einnig að hún hefði vitað að
hún átti góða möguleika á því að
sigra í 100 metra baksundinu.
Sigurinn og gullið í 200 metra
baksundinu hefðu aftur á móti
komið sér verulega á óvart.
— Hvers vegna hófst þú
sundæfingar, spurði blaðið Ricu?
— Ég var að leika mér í sund-
laug sundfélagsins í Dresden og
það var einhver sem spurði hvort
ég vildi ekki hefja æfingar. Þetta
var árið 1975 og síðan hef ég æft
skipulega.
— Hversu oft æfir þú?
— Ég æfi fjóra tíma á dag
fimm daga vikunnar. Ég er frá
Framhald á bls. 76.
Æfir fjóra tíma á dag fimm daga vikunnar
62