Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.04.1981, Page 58

Íþróttablaðið - 01.04.1981, Page 58
Tommy Smith með vini sínum og meðleikmanni bæði í Liverpool og Svansea, lan Callaghan. Liverpool stjarnan skrifar bók „Hughes át meira að segja matinn okkar Þótt allt sé slétt og fellt á yfirborðinu og knattspyrnu- mennirnir virðist vera perluvinir er þeir faðma hvem annan eftir skoruð mörk, þá er gamanið oft grátt, og oft gífurlegur rígur og metnaður milli leik- manna í liðunum. Eins dauði verður oftast annars brauð, og leikmennirnir hugsa fyrst og fremst um sjálfa sig. Slíkt er auðvitað skiljanlegt í hinum harða heimi atvinnuknattspyrn- unnar. En það er hins vegar fremur fátítt að leikmenn opni hug sinn og skammi félaga sína opinberlega. Þetta gerði þó Tommy Smith, einn af leikmönnum stjömuliðs Liverpool ný- lega, er hann gaf út bók er nefnist „I Did It The Hard Way“ en í bók þessari fjall- ar hann tæpitungulaust um félaga sína í Liverpool-lið- inu og fá ekki allir háa einkunn. Enginn er þó eins skammaður og Emlyn Hughes, sem lengi vel var fyrirliði Liverpool-liðsins en leikur nú með Úlfunum. Hefur greinilega verið grunnt á því góða milli þeirra félaga, og til þess að bregða upp svipmynd af því sem í raun og veru gerist bak við tjöldin í atvinnu- mennskunni grípum við hér Hughes var í litlu uppáhaldi hjá Tommy Smith. niður í umrædda bók Tommy Smith og fáum að sjá hvað hann hefur að segja um Hughes. — Ég hef ekki talað við Emlyn Hughes frá því að Liverpool vann Evrópubikarinn í knatt- spyrnu árið 1978, segir Tommy Smith í bókinni. — Emlyn er duglegur náungi, sem hefur reynt 58

x

Íþróttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.