Íþróttablaðið - 01.04.1981, Síða 71
Á útivelli
Margt hvarf —
Framkvæmdaaðilar mara-
þonhlaupsins mikla sem fram
fer árlega í New-York hafa
nýlega birt lista yfir eitt og
annað sem áhorfendur þeir er
fylgdust með hlaupinu stungu
af með þegar hlaupið fór fram
i fyrra. Verðmæti þess sem
saknað er mun vera um 90.000
krónur, og meðal þess voru
2000 ullarteppi, sem nota átti
til þess að láta hlauparana
hafa eftir að þeir lykju hlaup-
inu 135 vindsængur, sjálfvirk
„adressuvél“, 6 borð, 12 stól-
Einfættir
keppa á
skíðum
Fatlað fólk lætur nú æ meira
til sín taka í íþróttum, og
leggur nú stund á íþrótta-
greinar sem fólki hefði fundist
hrein fjarstæða að það gæti
stundað fyrir nokkrum árum.
Þannig hefur skíðaáhugi fatl-
aðs fólks vaxið gífurlega mik-
ið, og fyrir skömmu fór fram
þýska meistaramótið á skíðum
fyrir fatlað fólk. Þar var meðal
annars keppt í flokki ein-
fættra, og sýndu margir kepp-
endanna ótrúlega hæfni. Þetta
var í níunda skiptið sem slíkt
meistaramót fór fram, og var
þátttakendafjöldinn í því
rösklega níu sinnum meiri en
hann var á fyrsta mótinu.
og margt fannst
ar, 19 lítra bensínbrúsi og yfir
3000 metrar af köðlum sem
notaðir voru til þess að girða
hlaupaleiðina af. Þá hurfu
einnig 800 skyrtubolir, sem
gefa átti hlaupurunum til
minja um þátttöku sína í
hlaupinu. En framkvæmda-
aðilar hlaupsins fengu hins
vegar ýmsar sárabætur fyrir
það sem hvarf. Meðal þess
sem keppendur skildu eftir
voru 1000 æfingagallar, 200
síðbuxur, 5 myndavélar, 55
dollarar í peningum, 2000
túbur af vaselíni, 2000 glös af
vítamíntöflum, 200 bækur
(þeirra á meðal tvær Biblíur),
12, gleraugu, 30 tannburstar og
þrjár grunsamlegar óreyktar
sígarettur. Ekki mun þó verða
unnt að koma þessum hlutum
í mikið verð, en síðbuxurnar
ætla framkvæmdaaðilar
hlaupsins að gefa góðgerðar-
stofnun einni, svo fremi að
eigendur þeirra gefi sig ekki
fram.
71