Íþróttablaðið - 01.04.1981, Side 37
*
aðsókn að svona mótum á
laugardögum, þar sem fólkið
fer þá mikið út úr bænum. Á
fimmtudögum sitja hins vegar
flestir heima, og þá er mun
líklegra að áhorfendur komi á
svona mót. Við verðum að fá
áhorfendur, þar sem kostnað-
ur við slík mót er mjög mikill.
Ég get nefnt sem dæmi að í
síðasta ískrossi kostuðu trygg-
ingarnar sem við þurftum að
kaupa 6000 nýkrónur.
— Hvernig verður spar-
akstursmótum háttað í sumar?
— Þau verða með sama
sniði og í fyrra, nema hvað
meðalhraðinn verður hækk-
aður til muna. Ef bílarnir
halda ekki meðalhraðanum
sem ákveðinn er fyrirfram
verða þeir úr leik. Hærri
meðalhraði gefur sannari
mynd af eyðslu bílanna. Það
segir lítið þegar ekið er mjög
hægt og má nefna sem dæmi
að í fyrra vann einn bíll
keppnina á því að lulla alla
leið. Hann ók á 20 kílómetra
hraða og var fimm klukku-
stundir að aka 100 kílómetra
leið. Ef þessi bíll hefði haldið
eðlilegum umferðarhraða
hefði hann eytt mun meiru og
stöðvast fyrr.
— Hafið þið orðið varir við
að erlendir ökumenn hafi
áhuga á þátttöku í rallmótum
hérlendis?
— Já, það er greinilega
mikill hugur í mönnum. Sem
dæmi má taka að John Haug-
land sem keppti hér í fyrra var
mjög hrifinn af aðstæðum og
landinu. Hvar sem hann
keppir í ár, talar hann um
þetta og veitir okkur því góða
auglýsingu, þar sem hann er
þekktur ökumaður. Hekla
gaus á sama tíma og rallið var
í fyrra, og það hefur örugglega
verið ævintýri fyrir erlendu
ökumennina að taka þátt í
móti við slíkar aðstæður.
— En eru íslenskar að-
stæður ekki of erfiðar fyrir er-
lenda ökumenn — eru veg-
irnir ekki alltof grófir og hol-
óttir, og beinlínis hættulegir
bílunum?
— Rallmót víðast erlendis
eru nú að breytast á þann veg
að verið er að minnka hrað-
ann og fara heldur á erfiða
vegi. Hraðinn var orðinn
brjálæðislegur. í fyrra sýndum
við hér í klúbbnum kvikmynd
af ralli, þar sem m.a. kom
fram að hraði eins bílsins á
ákveðinni sérleið var 195 kíló-
metrar. Hann var þó langt frá
því að verða í fremstu röð, þar
sem flestir óku á allt að 240
kílómetra hraða. Þetta um-
rædda bíltetur komst einfald-
lega ekki hraðara. Svona
hraðakstur á einfaldlega ekki
heima í rallmótum og er stór-
hættulegur.
En auðvitað þurfum við
nokkurn tíma áður en alþjóð-
lega rallið hér á landi verður
vinsælt og eftirsótt. Þótt þetta
sé komið vel af stað þýðir það
Hjólbarðaþjónusta í
sérflokki
Alhliða dekkjaviðgerðir
Jafnvægisstillum hjólin
undir bílnum og einnig laus
Ný og sóluð dekk flestar
stærðir
Sendum í póstkröfu um
land allt
Opið virka daga frá 8-21
Iaugardagafrá8-17
sunnudagafrá 10-12 og
13-17
Fljótog góð þjónusta
Hjólbarðaþjónustan
Hreyfilshúsinu - Sími 81093
37