Íþróttablaðið - 01.04.1981, Blaðsíða 5
í bladrinu
Á skrifstofum ÍSÍ
fþróttablaöið brá sér í heimsókn á skrif-
stofur fþróttasambands fslands í Laugar-
dalnum, en þar fer fram geysilega mikið
þjónustustarf fyrir íþróttahreyfinguna. Hitti
blaðið að máli Hermann Guðmundsson,
framkvæmdastjóra ÍSf, sem á nú senn 30
ára starfsferil að baki, Björn Vilmundars-
son sem nýlega hefur tekið við skrifstofu-
stjórastörfum hjá sambandinu og þrjár
starfsstúlkur sambandsins.
Frjálsar hjá Ármanni
Stefán Jóhannsson hinn ötuli þjálfari
frjálsíþróttafólks Ármanns er tekinn tali, en
Stefán hefur náð ágætum árangri sem
þjálfari, og uppgangur er nú í frjálsíþrótta-
starfinu hjá félaginu. Jafnframt var rætt við
efnilegt íþróttafólk sem æfir með félaginu,
Kristján Harðarson, Jónu Björg Grétars-
dóttur og Sigurð Einarsson, en sá síðast-
nefndi hefur sett markið hátt og ætlar sér
sigur á Evrópumeistaramóti unglinga
næsta sumar.
Einar Ólafsson
Og fþróttablaðið fjallar nú um annan
þjálfara: Körfuknattleiksþjálfara IR, Einar
Ólafsson, — sem að mörgu leyti verður að
teljast brautryðjandi körfuknattleiksstarfs-
ins hér á landi. Einar var um langt árabil
þjálfari ÍR-inga, og margir kröfuknattleiks-
menn hafa stigið fyrstu skrefin hjá honum.
Hann innleiddi margar nýjungar í körfu-
knattleikinn, og munum við væntanlega
búa að þeim íframtíðinni, jafnvel þótt Einar
hafi hætt störfum sem meistaraflokks-
þjálfari.
Eysteinn Þorvaldsson
Rætt er við hinn ötula formann Júdó-
sambands fslands, Eystein Þorvaldsson
um júdóíþróttina, en júdómenn hafa vakið
mikla athygli með ágætum afrekum sínum
að undanförnu. Má undur heita hve langt
þeir hafa náð, miðaó við hve íþróttin er ung
hérlendis og hvað erfiðleikarnir í júdó-
starfinu eru margir. í viðtalinu segir Ey-
steinn að þótt svo vel hafi gengið verði
júdóíþróttin á margan hátt að teljast hálf-
gerð hornreka, ekki hvað síst í fjölmiðlun-
um.
Körfuknattleiksþjálfun
Ætlunin er aö fþróttablaðið birti af og til
þjálfunarþætti sem settir verði þannig upp
að auðvelt er fyrir fólk að taka þá út úr
blaðinu, hafa þá með sér á æfingar og
geyma. Fjallar fyrsti þátturinn um þrek-
þjálfun körfuknattleiksmanna.
Laun atvinnumannanna
Á hverjum laugardegi hafa íslendingar
enska knattspyrnumenn inni í stofu hjá
sér, ef svo má að oröi komast. Allskonar
sögur ganga um hve mikið íþróttamenn
þessir hafa í laun, og víst er að þeir bestu
og frægustu gera það gott. Þeir eru hins
vegar fleiri sem eru ekkert ofsælir af laun-
unum sínum, sérstaklega þegar tekið er
tillit til þess að flestir fórna öllu til þess að
verða atvinnuknattsþyrnumenn og standa
uþpi menntunar- og verkkunnáttulausir
þegar þeir verða að hætta í knattspyrn-
unni. íþróttablaðið bregður nú upp svip-
myndum af kjörum þessara knattspyrnu-
kappa.
Annað
Af öðru efni í blaóinu má nefna viðtal við
Jóhann Hjálmarsson lyftingakappa á Ak-
ureyri, — fólk er spurt um uppáhalds-
íþróttamanninn og svo er gripið niður hér
og þar í þættinum ,,Á útivelli."