Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.04.1981, Page 42

Íþróttablaðið - 01.04.1981, Page 42
skulu vera í varnarstöðu þegar þeir hreyfa sig til hliðanna og aftur á bak. Skipt í þriggja manna hópa eins og í 7. æfingu. 9. æfing „Siberiur“. Hlaupið frá endalínu vallarins að vítakastlínu og aftur til baka. Hlaupið því næst að miðlínu og til baka. Þá að hinni vítakastlínunni og síðast að fjarlægari endalínunni. Snertið gólfið með hendinni í hvert sinn sem snúið er við. Allir leik- menn taka samtímis þátt í æfingunni. (sjá mynd bls. ö). 10. æfing Eins og 9. æfing, en nú er hlaupið fram og „slid- ing“ aftur. Baki er ávallt snúið í þá endalínu sem hlaupið er frá. Við fjarlægari endalínuna er snúið við og æfingin endurtekin. NIÐURLAG Þó hér hafi verið fjallað um loftháða þolþjálfun eða grunnþjálfun og loftfirrða þolþjálfun, sérþjálf- un, gefin dæmi um æfingar fyrir hvora megin þjálfunaraðferðina um sig, er rétt að undirstrika að það sem ræður úrslitum um líffræðileg áhrif æfing- arinnar er álagið eða hraði æfinganna. T.d. getur verið að þær æfingar sem ætlað er að þjálfa grunn- þol (æfingar 1—6) þjálfi frekar loftfirrða starfsemi hjá sumum. Hraðinn var e.t.v. of mikill, fyrri þjálf- un ekki nógu góð o.s.frv. En munið eftirfarandi: E Góð upphitun, 15—20 mín. án og með bolta, fyrir allar æfingar sérstakleaga þegar þjálfa á sérþol. 2. Leggið megináherslu á tækniskólun hjá byrj- endum, minni á þol og alls ekki sérþol. 3. Ef þið viljið ná á tindinn verðið þið að æfa minnst 3x í viku, 11 mánuði á ári og þjálfunin verður að vera alhliða DÆMI UM ÆFINGAÁÆTLUN Á UNDIRBÚNINGSTÍMABILI Meistaraflokkur, allar deildir. Markmið: Ná betri árangri en í fyrra. Undirbúningstímabil 1. hluti. 1. áfangi 1 /5—1 /6 Einstaklingsþjálfun. Hver leikmaður færir þjálf- unardagbók og æfingaprógram og skráir allar æfingar. Æfingar 1—2 sinnum í viku. Víðavangs- áfangahlaup 5—8 km. 2. áfangi 1 /6—1/7 2—3 sinnum í viku. Sameiginleg þjálfun utanhúss þriðjud. 4—6 x 1000 m áfangahlaup fimmtud. 15/15 í 8—12 mín 1—2 sinnum laugard. 7—10 km langhlaup 3. áfangi 1/7—1/8 2—3 sinnum í viku. Einstaklingsþjálfun + æfingadagbók þriðjud. 5—7 x 1000 m hlaup fimmtud. 15/15 sprettir í 8—12 mín. 1—2 sinnum 4—6 x 30 sek. hámarkssprettir laugard. 7—10 km hlaup 4. áfangi 1/8—1/9 3—4 sinnum í viku Sameiginleg þjálfun liðsins + æfingadagbók mánud. 6x1000 m hlaup þriðjud. 6x35 sek. sprettir tengt sértækni, þjálfun innanhúss fimmtud. 15/15 eða 70/20 í 15 mín. Endurtekið 1—2 sinnum 4—6 x 35 sek. hámarkssprettir (brekka, hlaup á milli lína o.s.frv.) laugard. 8—12 km langhlaup. Jóhannes Sæmundsson Fræðslufulltrúi Í.S.Í. 42

x

Íþróttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.