Íþróttablaðið - 01.06.1986, Síða 9

Íþróttablaðið - 01.06.1986, Síða 9
verða íslandsmeistari“ Vfason stormsenter Texti: Hörður Hilmarsson Aæddur í Vestmannaeyjum 1961, flutti til höfuðborgarinnar 8 vetra snáði og gekk í uppáhaldsfélagið, Fram. Þar rættist bernskudraumur. Rúmlega átta árum síðar rættist annar draumur, er hann kornungur komst í meistaraflokkslið Fram og hóf þar að leika með „gömlu goðunum" Marteini Geirssyni og Ásgeiri El. Hann hafði ungan dreymt um að leika í sama liði og Marteinn, sem hann fer mjög lof- samlegum orðum um. Nú er Guðmundur Torfason að byrja sitt áttunda keppnistímabil sem meistaraflokksleikmaður og það er spurning hvort enn einn draumurinn rætist í ár, nefnilega íslandsmeistara- titillinn í knattspyrnu. „Ég náði aldrei að verða íslands- meistari í yngri flokkunum og þrátt íyrir mjög góðan árangur Fram undan- farið höfum við ekki náð að vinna 1. deildina. Það þrái ég heitast í sambandi við íþróttaferil minn. Við höfðum alla burði til að vinna mótið í fyrra, en klúðruðum því. Vonandi berum við gæfu til að gera betur í ár. Við höfum vissulega byrjað tímabilið vel, unnið Reykjavíkurmótið og meistarakeppn- ina, en það gefur engin stig í 1. deild- inni!“ 9

x

Íþróttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.