Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.06.1986, Side 11

Íþróttablaðið - 01.06.1986, Side 11
Guðmundur báðir tóku þátt í að kenna Eyjapeyjum kúnstir knattspyrnunnar. - Nú, Bryn- geir bróðir minn erm er tveim árum eldri var alltaf í knattspyrnunni líka og lék með Fram í gegnum yngri flokkana, en leikur nú með Ármanni. Njáll sem er elstur okkar bræðra var í lyftingum um tíma. Það má því segja að mikill íþróttaáhugi hafi ríkt í fjölskyldunni, og vissulega fylgdist pabbi vel með okkur strákunum, og gerir enn. Hann lætur mann svo sannarlega heyra það, ef illa hefur gengið, en hrósar þegar honum finnst við eiga það skilið.“ BYRJAÐI SEM TENGILIÐUR/- MIÐVALLAR- LEIKMAÐUR Guðmundur Torfason lék fyrst með meistaraflokki Fram 1979. Þá lék hann sem tengiliður, eins og hann hafði gert í yngri flokkunum. Fyrsti leikur hans í l. deild var á gamla Melavellinum, gegn Víkingi og með honum á miðjunni lék m. a. núverandi þjálfari Fram, Ásgeir Elíasson. Leikurinn byrjaði ekki dóna- lega fyrir nýliðann, því hann skoraði strax á 15. mín., 1-0, en úrslit leiksins urðu 3-1. Strax á fyrsta ári í meistara- flokki lék Gummi obbann af leikjum Fram og varð svo fastur maður árið eftir. En hvenær varstu færður framar Guðmundur? „Það var síðari hluta keppnistíma- bilsins 1980 og síðan hef ég verið mið- herji. Einn af mínum fyrstu leikjum í þeirri stöðu var Evrópuleikur gegn Hvidovre í Danmörku. Ég var einn frammi og var það erfitt en jafnframt skemmtilegt, því þetta gekk ágætlega. Undir lokin fengu þeir þó víti (sem sumir töldu vafasamt) og unnu 1-0. Þetta var minn fyrsti Evrópuleikur, og mikil reynsla, þótt ég hefði áður leikið erlendis með unglingaliðum og pilta- landsliði. Það er einnig ógleymanl^gt að leika Evrópuleik hér heima fyrir hönd síns félags, mikill heiður. „HÖFÐUM GOTT AF ÞVÍ AÐ FALLA í 2. DEILD“. Það gekk svona upp og niður hjá Fram fyrstu ár Guðmundar í fullorðins- boltanum, þó varð Fram bikarmeistari árin 1979 og 1980, og varð í 2. sæti 1. deildar 1981. En hvað tók þá við? „1982 var mitt slakasta ár í fótbolt- anum og sama má segja um flesta fé- lagana í Fram. Við fengum pólskan þjálfara, Andrei Strejlau, mjög hæfan mann, en hann tók við Iiði í brotum. Margir lykilleikmenn höfðu hætt eða horfið á braut, og þeirra skörð fylltu kornungir menn. Ætli þeir hafi ekki verið 10-12 sem komu fram þetta ár, og hluti þess hóps er kjarni Framliðs- ins í dag. Með yngsta lið deildarinnar og ótrúlegan meiðslafaraldur var skilj- anlegt að illa gengi, en þegar þar við bættist óheppni og fádæma klaufa- skapur okkar leikmanna var fall niður í 2. deild ekki umflúið. Eftir á að hyggja var veran í 2. deild okkur gagnleg þótt það væri áfall að falla. Við öðluðumst dýrmæta reynslu, ekki síst stjórn knattspyrnudeildarinn- ar sem ég tel án efa þá bestu á íslandi, hreint ótrúlega duglegir og fórnfúsir menn sem starfa að knattspyrnumál- unum hjá Fram.“ UM ÞJÁLFARANA: Þú hefur leikið undir stjórn nokk- urra þekktra þjálfara, Guðmundur. Hver þeirra hefur haft mest áhrif á þig sem knattspyrnumann? „Þessu er 'varla hægt að svara. Ég hef alltaf reynt að fara eftir þeim þjálf- urum sem við höfum haft hverju sinni og tel mig hafa lært mikið af þeim öll- um. HÓLMBERT FRIÐJÓNSSON var þjálfari hjá Fram 1979-1981, þegar ég var að byrja í m.fl. Hann er mjög minn- isstæður og einnig hans frábæra eigin- kona, Dagmar. Gott fólk. Hólmbert er snillingur í að byggja upp líkamsstyrk leikmanna og úthald. Leikmenn hjá „Hóba“ eru alltaf „í formi“. Ég hef aldrei kynnst annarri eins keyrslu á æfingum og á undirbúningstímanum hjá Hólmberti. Og ef slakað var á þá komu öskrin frægu, með þessari líka rödd! ANDREI STREJLAU tók við og hafði mikil áhrif á mig, sérstaklega hvað varðar hugsun í sambandi við leikinn. Æfingarnar hjá honum voru frábærar, mjög fjölbreyttar, nánast engar tvær æfingar eins, og alltaf með bolta, líka spretti“. Strejlau fékk mig til að skynja leikinn og mikilvægi þess að leika án boltans, ekki bara þegar mað- ur hefur hann. Fólkið á áhorfendapöll- unum sér oft aðeins þann sem skorar, ekki manninn við hliðina, sem hefur með sendingu EÐA hreyfingu án bolta SKAPAÐ markið. Vandamál Andrei var túlkunin. Hann talaði slæma þýsku og við enga pólsku svo úr varð eitt alls- 12 ára bekkur skólameistarar í Laugarnesskóla 1973. Efri röð frá vinstri: Gunnar Gunnarsson, Sigurjón Ásgeirsson, Snorri Snorrason, Atli Geir Jóhannesson og Auðunn Guðmundsson. Neðri röð frá vinstri: ívar Jósafatsson, Pétur K. Ragnarsson (látinn), Guðmundur Torfason, Anton P. Þorsteinsson. 11

x

Íþróttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.