Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.06.1986, Page 26

Íþróttablaðið - 01.06.1986, Page 26
„Strákurinn írá Stykkishólmi" — Ríkharður Hrafnkelsson fyrrum landsliðsmaður í körfuknattleik sóttur heim í Stykkishólm. Texti: Eiríkur S. Eiríksson * Það er sumarið 1964. Sjö ára strákpolli í Stykkishólmi er að leika sér með körfubolta á skólalóðinni. Hann dregur ekki alltaf upp í körfuhringinn og tilburðirnir eru allt annað en fagmannlegir. * 1974. Ungur piltur úr Stykkishólmi vekur mikla athygli í leik með meistaraflokki Vals í körfuknattleik. „Leikmaður framtíðarinnar“ segja þeir sem gerst til þekkja. * 1983. Ríkharður Hrafnkelsson hampar bikarnum, ekki í fyrsta skipti en nú í síðasta sinn, eftir sigur Vals- manna gegn ÍR-ingum í bikarkeppninni. Hinn gamal- reyndi landsliðsmaður lék þarna sinn 250. leik fyrir Val og nú getur „strákurinn frá Stykkishólmi" snúið aftur til heimahaganna með góðri samvisku. Hann hefur skilað sínu. 26

x

Íþróttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.