Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.06.1986, Page 32

Íþróttablaðið - 01.06.1986, Page 32
Á sama tíma og Gleðibankinn óm- aði í Grieghallen í Bergen léku tveir íslenskir landsliðsmenn í knattspyrnu með Brann á útivelli í norður Noregi. Leikurinn var í 2.deild og fögnuðu ís- lendingarnir sigri 3:0 í lokin en því miður var sömu sögu ekki að segja af Gleðibankanum. Gengi Brann liðsins hefur verið mjög gott það sem af er keppnistímabilinu og reikna allir með að það vinni sér fljótt sæti í l.deild að nýju. Þeir sem eiga hvað stærstan þátt í velgengni liðsins eru íslendingarnir „þrír“ sem eru hjá liðinu. Reyndar eru tveir þeirra leikmenn — Bjarni Sig- urðsson og Sævar Jónsson. Sá þriðji er að vísu ekki íslendingur en hann er okkur að góðu kunnur. Tony heitir hann Knapp og er víst þekktastur sem fyrrverandi landsliðsþjálfari íslands í knattspyrnu. Tony tók við þjálfun liðsins um síðustu áramót — eða um svipað leyti og Sævar Jónsson hélt utan. Bjarni Sigurðsson er öllu hag- vanari því hann leikur nú sitt annað keppnistímabil í Noregi. í fyrra var

x

Íþróttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.