Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.06.1986, Page 33

Íþróttablaðið - 01.06.1986, Page 33
t } hann valinn besti markmaður Noregs þrátt fyrir að liðið félli í 2.deild og seg- ir það allt um hæfileika Bjarna sem við hér heima vissum vitanlega um. Það er víst engin nýlunda að ís- lenskir knattspyrnumenn haldi til Norðurlandanna til að leika knatt- spyrnu og lætur nærri að nokkrir tug- ir leiki nú víðs vegar hjá nágranna- þjóðunum. Flestir þeirra eru að vísu minni spámenn og leika knattspyrnu samhliða námi en inn á milli slæðast einstaka landsliðsmenn og eru Bjarni og Sævar þeirra þekktastir, skem legastir og bestir!!! íþróttablaðið brá sér í heimsókn til félaganna á tíma Júróvisjon og sló þar með tvær flugur í einu höggi. Aldrei þessu vant var sól í Bergen og skartaði borgin sínu fegursta í 25 stiga hita. Mótttökurnar voru eins og við mátti búast — rauður dregill og móttöku- nefnd á flugvellinum. Félagarnir brugðust ekki vonum mínum frekar en í landsleik. Það hefur löngum verið sagt að

x

Íþróttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.