Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.06.1986, Side 34

Íþróttablaðið - 01.06.1986, Side 34
Bjarni og Sævar Bergen sé „Mekka“ knattspyrnumanna í Noregi. Áhugi fyrir knattspyrnunni í þessari 240.000 manna borg er hreint ótrúlegur og segir áhorfendafjöldi á heimaleikjum Brann alla söguna. Með- al áhorfendafjöldi er í kringum 10.000 manns á leik yfir keppnistímabilið og getur sú tala tvöfaldast ef um stórleik er að ræða. Heimamenn heimta árang- ur en hann hefur látið á sér standa og er það ekki til að gleðja þá sem eru hvað dyggastir. Liðið hefur rokkað á milli l.og 2.deildar síðan 1979 en aldrei dvalið nema eitt ár í senn í hvorri deild. Forráðamenn liðsins voru því orðnir þreyttir á þessu jo jo ástandi og var ákveðið í lok síðasta keppnistímabils að nú skyldi blaðinu snúið við. Tony Knapp var ráðinn sem þjálfari enda var það hans heitasta ósk. Sævar Jónsson var keyptur frá íslandi og norski lands- liðsmaðurinn Erik Soler hjá Ham- burger SV. Auk þess var höndlað með fleiri Norsara. Liðið þykir með sterkara móti í dag enda eru gerðar gífurlegar kröfur til leikmannanna. Standi þeir sig vel eru þeir álitnir dýrðlingar - en mega fara fjandans til ef liðið tapar leik. Fólkið er kröfuhart í Bergen og sem betur fer átti ég leið um bæinn með þeim félögum þegar vel hafði gengið. Strákarnir eru sannarlega vel þekktir í bænum því penninn var dreg- inn á loft í tíma og ótíma til að verða við beiðni um eiginhandaráritun. Fólk pískraði og benti og sumir heilsuðu stoltir. BESTIR í HEIMI! „Áhugi fólks fyrir knattspyrnu er mikill og hefur ætíð verið mikill rígur milli Austur- og Vestur Noregs," sagði Bjarni. „Bergenar hafa alltaf getað klínt því á andstæðingana að hér sé gott knattspyrnulið og er metnaðurinn því stundum öfgakenndur. Það að leika með Brann þykir nokkuð sérstakt því hér er algjör „fótboltakúltúr". Ann- ars eru Norsarar engum líkir. Eftir sig- ur þeirra gegn heimsmeisturum ítala í fyrra sögðu blöðin: Við erum bestir í heiminum. Skömmu síðar voru þeir rassskelltir af Dönum 4:1. Annars er norska landsliðið gott - hefur sigrað bæði Argentínu og Dani nýlega. Það verður því spennandi að mæta þeim heima í ágúst“. Vel á minnst! Þegar ég kíkti á æf- Bjarni Sigurðsson. ingu hjá Brann voru heitar umræður í gangi um komandi landsleik íslands og Noregs í sumar. Sævar Jónsson og norski landsliðsmaðurinn hjá Brann Erik Soler þrættu um styrkleika lið- anna og væntanleg úrslit og sýndist sitt hverjum. Sævar sagðist ekki fara til Noregs aftur ef íslenska Iandsliðið tapaði og Soler sagðist hætta að leika knattspyrnu þann dag sem hann tap- aði fyrir íslandi. Fróðlegt verður því að fylgjast með framvindu mála. Að öllum líkindum munu þeir félagar passa hvorn annan í leiknum því Soler er framlínumaður og Sævar varnarmaður. Bjarni Sigurðsson landsliðsmark- vörður íslands í knattspyrnu leikur sem kunnugt er með Brann annað árið í röð. Hann hélt frá íslandi eftir að hafa unnið íslandsmeistaratitilinn með ÍA tvisvar í röð og var hann að auki valinn besti leikmaður mótsins. SKRÝTIÐ AÐ VERA ÞARNA„NIÐRI“ „Ég ákvað að fara til Noregs því mig langaði að breyta til og læra eitthvað af viti. Við hjónin kunnum mjög vel við okkur hér þó svo rignt hafl töluvert eftir komuna hingað. Ég er í tölvunámi samhliða knattspyrnunni og gengur bara vel. Brannliðið í fyrra olli mér töluverðum vonbrigðum þó svo ein- staklingarnir hafi verið góðir hver út af fyrir sig. Alla liðsheild og skipulagn- ingu vantaði. Enginn agi var á liðinu og þar af leiðandi vantaði stöðugleikæ Mér urðu það mikil vonbrigði að falla í 2.deild og var skrýtið að vera þarna „niðri“ því ég kom frá liði sem var alltaf á toppnum. Þótt undarlegt megi virðast áttum við möguleika á Evrópu- sæti þegar tvær umferðir voru eftir — sýnir það hve baráttan var mikil og öll liðin í einum hnapp. Við enduðum í næst neðsta sæti af 12 liðum og fórum niður á óhagstæðari markatölu. Aðeins þremur mörkum munaði". Þrátt fýrir fall fékk Bjarni frábæra dóma og var valinn besti markvörður l.deildar að keppnistímabilinu loknu. Ekki dóna- legur heiðurþað! Eins og áður sagði hafa orðið miklar breytingar á liðinu sem féll og voru nýir menn keyptir. „Ég held að við höf- um losað okkur við skemmdu eplin sem voru ekki í knattspyrnunni fyrir al- vöru. Við fengum góða spilara í stað- inn“. ÆVINTÝRASÆVAR Sævar Jónsson þarf vart að kynna fyrir lesendum því hann er ein styrk- asta stoð íslenska landsiiðsins. Hann lék í nokkur ár sem atvinnumaður með Cercle Brugge í Belgíu en brá sér til ís- lands í fýrra og vann eitt stykki ís- landsmeistaratitil með Val. Einhver ævintýraþrá blundar enn í pilti því hann var rokinn út að nýju fyrr en varði. Áður en Brann gerði Sævari til- boð Ieitaði hann fyrir sér í Sviss en þar sem stóð á svari frá liðum þar ákvað hann að skella sér í norskuna. Sævar er á samningi til loka nóvember og eru honum þá allir vegir færir ef honum sýnist svo. Nokkur möguleiki er þó á því að hann ílengist í Bergen og hyggi á nám. Sem stendur starfar hann sem sölumaður hjá fjölritunarfyrirtæki og gerir stormandi lukku — eins og hans er von og vísa. — Finnst þér það ekki skref niður á við knattspyrnulega séð að fara úr einu besta liði íslands í 2.deildarlið í Noregi? 34

x

Íþróttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.