Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.06.1986, Page 38

Íþróttablaðið - 01.06.1986, Page 38
,4€»S@8Ó Þá er baráttan byrjuð í einum mesta íþróttaviðburði í heimi íþróttanna — úrslitakeppni heimsmeistara- mótsins í knattspyrnu. Rúmlega 400 leikir voru spil- aðir í undankeppninni en 52 leikir eru framundan í Mexíkó. Handhafar heimsmeistaratitilsins. ítalir leika gegn Búlgörum í opnunarleik keppninnar á Azteca leikvanginum en mánuði seinna verður sami leikvangur vettvangur sigurs og ósigurs. Þá munu nýir heimsmeistarar verða krýndir að viðstöddum 114.000 áhorfendum. Ógjörningur er að segja til um hverjir standa uppi sem sigurvegarar. Mörg lið eru tilkölluð en aðeins eitt heldur heim með titilinn í pokahorninu. Leikið verður á 12 leikvöngum í 8 borgum víðsvegar um Mexíkó en augu heimsins munu ein- blina á Azteca leikvanginn 29. júní 1986. Hversu sterkir eru heimsmeistarar ítala? Hvað gerir Platini? Tekst V-Þýskalandi undir stjórn Franz Beckenbauer að ná upp fýrri styrkleika? Hverjir koma á óvart? Margar spurningar brenna á vörum manna — við þeim fást svör innan tíðar. 38

x

Íþróttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.