Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.06.1986, Page 41

Íþróttablaðið - 01.06.1986, Page 41
Mexíkó ’86 PARAQUAY Landslið Paraquay byggir landslið sitt í kringum leikmann ársins í Suður-Ameríku Yulio Cesar Romero sem er betur þekktur í Brasilíu því hann leikur fyrir Fluminense. Romero er stjarna í Suður-Ameríku og munu lið í Evrópu líklega fylgjast grannt með hverju fótmáli hans í Mexíkó. Síðast lék Paraquay í úrslitum 1958 en þeir tryggðu sér sæti í Mexíkó með sigri yfir Chile í aukaleik fyrir „lucky loosers“. Nokkrir reyndir leikmenn leika í liðinu -má þar meðal annarra nefna Roberto Cabanas sem lék með New York Cosmos um tíma. Þjálfari liðsins er Cayetano Rey, heimamaður sem eitt sinn lék með Barcelona á Spáni. PÓLLAND Pólland er líklega vanmetnasta stórþjóðin sem leikur í Mexíkó. Frá því að liðið lék aftur með í HM 1974 hefur það stöðugt verið sigursælt. Sigurganga Póllands hófst á Olympíuleikunum í Múnchen 1972 — þá vannst gull og tveimur árum síðar hafnaði liðið í 3.sæti í HM á sama velli. Liðið sigraði þá Brasilíu 1:0. 1978 komst liðið í 2. umferð og á Spáni hafnaði liðið enn í 3.sæti með sigri yfir Frakklandi 3:2. Leikmenn eins og Deyna og Lato voru lykilmenn 1974 og 1978 þegar Boniek lék fyrst. Boniek var síðan hetja liðsins 1982. Hann skoraði þá hat-trick gegn Belgíu og var samstundis seldur til Juventus og síðan til Roma. Pólland hefur yfir fleiri stjörnum en Boniek að ráða því Dariusz Dzie- kanowski þykir góður senter. Hann skoraði 13 mörk fyrir landsliðið síðastliðið ár. Þjálfari Póllands er Antoni Pierchniczek. PORTÚGAL Síðast þegar Portúgal komst í úrslit á HM varð liðið í 3.sæti með Eusebio og Torres í fararbroddi — þetta var 1966. Nú er Portúgal aftur inni í myndinni og Torres einnig, sem þjálfari. Portúgölsk knattspyrna hefur verið þekkt undanfarin ár vegna góðrar frammistöðu liðanna Benfica, Sporting og FC. Porto fremur en fyrir góða leikmenn. Tilkoma þeirra í úrslitum HM gefur ef til vill til kynna að þeir dagar séu taldir. í liðinu eru margir frábærir leikmenn — svo sem Fernando Gomes og Carlos Manuel sem skoraði einmitt markið gegn Vestur-Þjóðverjum sem tryggði Portúgal farseðilinn til Mexíkó. Sá sigur kom þeim í 2.sæt- ið í riðlinum — einu stigi á undan Svíþjóð. Jafntefli hefði verið nóg því Svíar höfðu betra markahlutfall. Sá Portúgali sem gæti stolið senunni í Mexíkó heitir Paulo Future og er aðeins 19 ára. SPÁNN Á síðustu árum hefur góður orðstír knattspyrnunnar á Spáni aðal- lega verið byggður á góðum árangri félagsliðanna Real Madrid, Barce- lona, Valencia og Atletico Madrid. Nú er að verða breyting þar á því landsliðið er einnig farið að ná góðum árangri. Spánverjar ollu áhorf- endur sínum vonbrigðum þegar leikið var á Spáni fyrir 4 árum en nú eru leikmenn bjartsýnir með tilliti til þess að þeir urðu í 2.sæti í Evr- ópukeppni landsliða fyrir 2 árum. Þjálfarinn Miguel Munoz er fyrrum landsliðsmaður sem sigraði Evrópukeppni meistaraliða með Real Madr- id bæði sem leikmaður og þjálfari. Leikmenn landsliðsins eru engin lömb að leika sér við. Nægir þar að nefna Emilio Butragueno, Rafael Gordillio og varnarmanninn Maceda sem átti við meiðsli að stríða fyrir skemmstu. Frá Barcelona koma nokkrir sem kunna sitthvað fyrir sér í tuðrusparki. Kantmaðurinn Marcos er þaðan svo og tengiliðirnir Vict- or og Caldere. Spánverjar eru til alls líklegir í Mexíkó og vilja líklega hefna ófaranna úr síðustu heimsmeistarakeppni. 41

x

Íþróttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.