Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.06.1986, Side 43

Íþróttablaðið - 01.06.1986, Side 43
Mexíkó ’86 ALSÍR Alsír hefur skráð nafn sitt á spjöld sögunnar með því að vera fyrst Afríkuþjóða til að komast í í úrslitakeppnina tvisvar í röð. Enginn efast um þeirra möguleika eftir sigur á Vestur-Þjóðverjum í heimsmeistara- keppninni 1982 — sem hlutu reyndar silfrið þegar upp var staðið. Þrátt fyrir meiðsli eins fykilmanna liðsins,Lakhdar Belloumi í undan- keppninni komist liðið taplaust til Mexíkó. Eina vandamálið fyrir úr- slitakeppnina er sú staðreynd að margir bestu leikmanna Alsír leika er- lendis. Þeirra á meðal er framherjinn skæði Rabah Madjer sem leikur með F.C. Porto í Portúgal. Landsliðið ætti þó að njóta þess að hluti leikmanna er með reynslu á við bestu atvinnumenn heims. Knattspyrna var upphaflega kynnt Alsírmönnum í kringum 1980 en deildarkeppni þar í landi hófst ekki fyrr en í byrjun sjötta áratugarins þegar þjóðin fékk sjálfstæði. Rúmar 15.000.000 manna búa í Alsír en knattspyrnu- menn þar í landi eru um 60.000. Þjálfari landsliðs Alsír heitir Rabah Saadane. Spurningin í Alsír er sú hvort að Alsír verði eitthvað annað en áhorfendur. BELGÍA Belgísk knattspyrna hefur öðlast mikla virðingu í knattspyrnuheimin- um síðan atvinnumennska var þar tekin upp fyrir 30 árum. Landsliðið varð í 2.sæti í Evrópukeppninni 1980 og komst í 2.umferð úrslita- keppni HM á Spáni fyrir 4 árum. Auk þess hefur liðið Anderlecht og leikmenn eins og Jan Ceulemans og Jean-Marie Pfaff aukið hróður Belglíu enn fremur. Belgía skipar sérstakan sess í sögu heimsmeistara- keppninnar því landið var eitt íjögurra Evrópuianda sem tók þátt í vígsluúrslitum HM í Uruguay 1930. Þá var engin undankeppni haldin. Leikmenn Belgíu þurftu sannarlega að hafa fyrir því að komast til Mexíkó. Þeir lentu í 2.sæti á eftir Póllandi í sínum riðli í undankeppn- inni og sigruðu Holland naumlega í úrslitaleikjum um sæti í Mexíkó. Belgar komust áfram á marki skoruðu á útivelli. Úrslitamarkið skoraði varnarmaðurinn Georges Grun á síðustu mínútu leiksins. Án efa eitt mikilvægasta mark sem Belgi hefur skorað. Landsliðið er frægt fyrir það að standa sig vel á móti bestu landsliðum heims í stórmótum og nægir þar að nefna sigur þeirra gegn Argentínu á HM á Spáni 1982. Landsliðsþjálfari Belgíu heitir Guy Thys og hver veit nema liðið haldi áfram að kom á óvart. DANMÖRK Knattspyrna hefur lengi verið vinsælasta íþróttin í Danmörku en aðeins á síðustu árum hefur þjóðin náð að vekja á sér heimsathygli á landsliðsmælikvarða. Meginástæðan er án efa hin mikla aukning frá- bærra knattpyrnumanna frá Danmörku. Þeirra á meðal má nefna Mort- en Olsen, Frank Arnesen, Sören Lerby, Mikael Laudrup, Preben Elkjær og Jesper Olsen. Sá sem hafði hvað mest áhrif í upphafi var Allan Sim- onsen. Hann var brautryðjandi danskra knattspyrnumanna á erlendri grund — lék með Borussia Mönchengladbach og var tvívegis valinn Knattspyrnumaður Evrópu. Danska landsliðið vakti gífurlega athygli í síðustu Evrópukeppni en þá var liðið slegið út af Spánverjum í víta- spyrnukeppni í undanúrslitum. Nú leikur liðið í úrslitum HM í fyrsta skipti. Sjálfstraustinu og hæfileikunum sem einkenna liðið er vandlega stjórnað af þjálfaranum Sepp Piontek fyrrum bakverði V-þýska lands- liðsins. En landslið Dana er hið besta sem þjóðin hefur nokkru sinni átt og gæti hæglega markað spor sín í sögu heimsmeistarakeppninnar. 43

x

Íþróttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.