Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.06.1986, Qupperneq 47

Íþróttablaðið - 01.06.1986, Qupperneq 47
Mexíkó ’86 ENGLAND Sögulegt hlutverk Englands hvað varðar alþjóða knattspyrnu hefur gert það að verkum að England er ómissandi þegar mót eru annars vegar. England er ein þeirra þjóða sem hafa hlotið heimsmeistaratitil- inn í knattspymu í þau 56 ár sem keppnin hefur farið fram. Styrkur ensku knattspyrnunnar þrátt íyrir tíð vandræði áhorfenda er augljós. England undir stjórn fyrrum landsliðstengiliðs Bobbys Robson er eina Evrópuþjóðin sem fer taplaus úr undankeppninni til Mexíkó. Peter Shilton stóð sig einnig best allra markvarða — fékk eingöngu á sig 2 mörk í 8 leikjum. 1970 fór England til Mexíkó til að verja titilinn frá 1966 en þeir voru slegnir út í undanúrslitum af V-Þjóðverjum á sögu- legan hátt. Árangur enskra félagsliða í Evrópukeppni á sér vart hlið- stæðu og því er spurning hvort landsliðið nær að fylgja þeim árangri eftir. í liðinu er valinn maður í hverju rúmi og nægir þar að nefna menn eins og Bryan Robson, Glenn Hoddle, Ray Wilkins, Mark Hately og Peter Shilton. URUGUAY Uruguay hefur ekki leikið í úrslitakeppni heimsmeistaramótsins síð- an þeir urðu fórnarlömb Hollendingsins fljúgandi, Johans Cruyff í V- Þýskalandi 1974. Fjórum árum áður hafnaði liðið í 4.sæti í keppninni í Mexíkó — minning sem styrkt hefur sjálfstraust þeirra fyrir keppnina í ár. Flestir leikmanna Uruguay leika með erlendum liðum og hefur þjálf- arinn Omar Borras því átt erfitt með að velja endanlegt lið. Knatt- spyrnumenn í Uruguay eru frægir fyrir geysilegan líkamlegan kraft, taktíska þolinmæði og frábæra tækni. Þeir eru auk þess mjög stoltir yfir því að þjóðin hefur tvisvar sinnum orðið heimsmeistari — 1930 og 1950. í 4. sæti varð liðið 1954 og 1970. Sem stendur er liðið Suður- Ameríkumeistari. Þeirra bestu spilarar eru m.a. Enzo Francescoli og Rodolf Rodriguez. Francescoli er framlínumaður og leikur með River Plate í Argentínu. Hann er fyrrum knattspyrnumaður ársins í Suður- Ameríku. Markvörðurinn Rodriguez ver mark Santos í Brasilíu og er talinn meðal bestu markvarða heims. HEIMSMEISTARIÍ FILMUGÆDUM Heimsmeistarakeppnin í knattspyrnu í Mexico notar aðeins Fuji filmur fyrir allar myndatökur af leikunum. Þegar á að taka vandaðar myndir sem á að varð- veita, þá er betra aó hafa FUJI filmu í mynda- vélinni. Nýju FUJICOLOR Hfí filmurnar standa fyrir sínu — skarpar og fínkornaðar myndir, sem varð- veita góðar minningar um langa framtíð. Næst þegar þú færð þér filmu — mundu eftir FUJI — vegna gæðanna og að sjálfsögðu líka vegna verðsins. Þú færð FUJICOLOR litfilmur 100 asa, 200 asa, 400 asa og 1600 asa, sem er Ijósnæmasta filma veraldar. SKIPHOLTI 31 — SÍMI 25177 Útsölustaðir um allt land!
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Íþróttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.