Íþróttablaðið - 01.06.1986, Síða 48

Íþróttablaðið - 01.06.1986, Síða 48
Kvennaknattspyman 1986 Texti: Erna Lúðvíksdóttir Kvennaknattspyrnan er sú grein íþrótta sem er í hvað mestum uppvexti hér á landi og stöðugt fjölgar þeim sem velja hana sem sitt aðaláhugamál. Mikill hugur er nú í kvennanefnd KSÍ að rífa kvennaknattspyrnuna upp úr þeirri lægð sem hún hefur verið í undanfarin ár og eru nú þegar ákveðnir a.m.k. 6 landsleikir hér heima í sumar, við V-Þjóðverja, Fær- eyinga og Svisslendinga. Sigurbergur Sigsteinsson hefur verið endurráðinn landsliðsþjálfari en hann náði mjög góðum árangri með liðið sl. sumar. En snúum okkur að mótum sumars- ins. í kv.flokki er keppt í 2 aldursfl. mfl. og 2. flokki. í mfl. er keppt í 2 deildum. 2. deild er skipt í 2 riðla en í 1. deild spila 7 lið í einum riðli, tvöfalda um- ferð. Reiknað er með spennandi keppni í 1. deild því óvenju mikið hefur verið um mannabreytingar hjá liðunum. Bæði hafa leikmenn hugsað sér til hreyfings hér innanlands en einnig fjölgar stöðugt þeim stelpum sem halda út fyrir landsteinana og reyna fyrir sér með erlendum féiagsliðum. Getum við íslendingar nú státað af leikmönnum sem gera það gott m.a. í Noregi, Danmörku, V-Þýskalandi og á Ítalíu. En hvaða lið skyldu nú koma sterk- ust út og fá það eftirsótta hlutverk að standa uppi sem sigurvegarar í móts- lok. Ætli IA takist að verja ísl. meist- aratitilinn sem þær hafa unnið sl. 2 ár og skyldi Valsstelpunum takast að sigra í Bikarkeppninni 3. árið í röð? Nei, leikmönnum hinna liðanna þykir sjálfsagt kominn tími til breytinga í þeim efnum og leggja allt sitt af mörk- um til að hreppa verðlaunin eftirsóttu og gefa sig ekki fyrr en í fulla hnefana. En nú skulum við athuga hvaða íslandsmeistarar ÍA1984. breytingar hafa orðið hjá hverju liði fyrir sig og einnig hef ég fengið einn liðsmann frá hverju liði 1. deildar til að spá um úrslit íslandsmótsins og verður gaman að sjá hver þeirra muni reynast sannspá. ÞÓR AKUREYRI Þjálfari: Gunnlaugur Björnsson Nýir leikmenn: Edda Herbertsdótt- ir/UBK Sigrún Sævarsdóttir/UBK Farnir leikmenn: Þórunn Sigurðard. Kolbrún Jónsd. Anna Einarsd. Hera Ármannsd./Valur Hanna S. Sigurðard. ÍA Þjálfari: Steinn Helgason Farnir leikmenn: Laufey Sigurðar- d./V-Þ Kristín Aðalsteinsd. Ragna Lóa Stefánsd. Ragnheiður Jónasd. KR Þjálfari: Kjartan Kjartansson Farnir leikmenn: Margrét Jónsdóttir Elísabet Tómasd. Ragnheiður Sæ- mundsd. Nýir Ieikmenn: Hrefna Harðard./Vík- ingur Helena Ólafsd. / “ Mínerva Al- freðsd. / “ Klara Hjartard. / “ VALUR Þjálfari: Róbert Jónsson Farnir leikmenn: Guðrún Sæmundsd,- /Guiliano (Ítalíu) Helga Eiríksd./IBK Nýir leikmenn: Hera Ármannsd./Þór AK. Brynja Guðjónsd./Öxaback (Sví- þjóð) Þóra Úlfarsd./KA Arney Magn- úsd. Ingibjörg Jónsd./ÍBÍ ÍBK Þjálfari: Jón Halldórsson Nýir leikmenn: Helga Eiríksdóttir/Val- ur HAUKAR Þjálfari: Loftur Eyjólfsson Farnir leikmenn: Jóhanna Pálsdótt- ir/Danmörk Nýir leikmenn: Þóra Guðjónsd./Valur UBK Þjálfari: Aðalsteinn Örnólfsson Famir Ieikmenn: Margrét Sigurðard./- Jardar (Noregi) Edda Herbertsd./Þór Ak. Sigrún Sævarsd./Þór Ak. 48

x

Íþróttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.