Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.10.1989, Side 3

Íþróttablaðið - 01.10.1989, Side 3
Ritstjóraspjal 1 Stjórnmálamenn þessa lands eru samir við sig. Nú fyrir skömmu sendi ríkisstjórnin frá sér frumvarp til fjárlaga fyrir árið 1990. Á blaðsíðu 64 í þessu merka frumvarpi sést svart á hvítu hvaða skilning ráðamenn þjóðarinnar hafa á íþróttastarfseminni á íslandi. Skiln- ingsleysi þeirra er algjört og er greinilegt að þessir „merku" menn átta sig ekki á mikilvægi íþrótta og heilbrigðis í lífi landsmanna. íþróttasamband íslands óskaði eftir 54 milljónum fyrir árið 1990 en fékk 21,4 milljónir. Á árinu 1988 námu fjárframlögin 24 milljónum en sú upphæð nam rétt tæpum 2% af kostnaði við rekstur íþróttahreyfingarinnar. Eins og forráðamenn ÍSÍ segja réttilega, þarf að leita til ríkja þriðja heimsins til þess að finna samjöfnuð. Þess má til gamans geta að þegar Albert Guðmundsson var fjármálaráðherra fékk ÍSÍ úthlutað 26,2 milljónum fyrir árið 1987. Skerðingin á fram- lögunum með tilliti til verðbólgu er því ekki bara brosleg heldur hreint hlægileg. Það verður ánægjuleg stund þegar ráðamenn þjóð- arinnar átta sig á því að stuðningur við íþróttahreyfinguna stuðlar að heilbrigði einstaklingsins því hann skilar sér í sparnaði í heilbrigðis- kerfinu. Meðal annarra fjárframlaga til íþróttahreyfingarinnar fyrir árið 1990 má nefna að Ólympíunefnd íslands fær 3 milljónir, Ólympíu- nefnd fatlaðra 1,1 milljón, glíman (íslensk þjóðaríþrótt, kynning í skólum) 2 milljónir og stórmeistarar okkar í skák fá 5,2 milljónir. Eflaust blinda lottótekjur íþróttahreyfingarinnar ráðamenn þjóðarinnar en ef þeir myndu nenna að afla sér upplýsinga um það hvernig þær tekjur skiptast fengju þeir eflaust bakþanka. Það er dálítið skondið að sjá hversu vel er stutt við bakið á stórmeisturum okkar í skák. Hvers vegna er ekki stutt við bakið á öðrum afreksmönnum í íþróttum? Hvers eiga þeir að gjalda? Hvers vegna er verið að snobba fyrir skákmönnum? Það er kominn tími til þess að aðrir afreksmenn fái að sitja við sama borð og þeir! HÉRAÐSSAMBÖNDIIÍNÁN fSÍ: HÉRADSSAMBANBIÐ IIIÍAFN VH.ÖKI HÉRAÐSS AMBAND SNÁFÉIXSNES- OG HNAPPADALSSÝSLU ÍÞKÓTTABANDALAG VESTMANNAEYJA FIMLEIKASAMBAND ÍSLÁNDS UNGMÉNNA- ÖG iÞRÓTTASAMBAND FRJÁLSÍÞRÖTTASAMBAND fSLÁNDS AÚSTURLANDS Gl IMLSAMBAM.) ÍSLA.NT'S UNGMENNASAMBAND ATIUNVE: NTNGA GOLFSAMBAND ÍSLANDS : HÉRADSSAMBAND strandamanna HÉRAÐSSAMBANÐ SÖÐUR-ÞINGEYINGA HÉRADSSAMBAND VESTlíR-fSFlRÐINGA ; 1 NGMKNNASAMBANI) B0RGARFJARÐAR FíANDKNATTLEIKSSAMBAND ÍBI.AXDS UNGMENNASÁMBAND DALAMANNA 1 IF.S 1AIÞRÖTI ASA.MíiAN! > IM AVDS UNGMÉNNASAMBAND EYJAFJARDAR fÞRÓTTASAMBANDTSLANDS nbKArlooAMDAiNl,) riULUÍNÓAK V ÍKUK HÉRAÐSSAMBANDIÐ SKARPHÉÐINN ÍÞRÖTTABANDALAG AKRANESS UNGMENNASAMBAND SKAGAFJARÐAR KARATESAMBAND ÍSLANDS UNGMENNASAMBAND V-HÚNVETNINGA : ! KNATTSPYRNUSAMBAND ÍSLÁNDS IPRO11 AdANDALAG AKUKe.xRAR ÍÞRÓTTABANÐALAG HAFNARFjARÐAR ÍÞRÓTTABANDALAG ÍSÁFjARÐAR ÍÞRÓTTABANDALAG KEFLAVÍKUR ÍÞRÓ'ITABANDALAG ÖLAFSFJARDÁR (ÞRÖTTABAN! IAI.AG RKVKJAVIKUR fÞRÓTTABANDALAG SIGLUFJARDAR ÍÞRÓTTABANDALAG SI.TiURNKSJA UNGMENNASAMBANDIÐ ÚLFUÓTUR LYFTINGASAMBAND ÍSLANDS UNGMENNASAMBAND N-ÞINGEYINGA SIGLINGASAMBAND ÍSLANDS SKÍÐASAMBAND ÍSI.ANDS SÉRSAMBÖNDINNAN ÍSf; SKOTSÁMBAND ÍSLANDS BAD.VIINTONSAMBAND ÍSLANDS SUNDSAMBáND fSLANDS BLÁKSAMBAND ÍSLANDS TENNISSAMBAND ÍSLANDS BORÐTENNISSAMBAND ÍSLANDS Forsíðumyndina af Kristjáni Arasyni tók Grímur Bjarnason. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Þorgrímur Þráinsson Beinn sími ritstjóra: 685057 Ritstjórnarfulltrúi ÍSÍ: Stefán Snær Konráðsson Ljósmyndarar: Grímur Bjarnason, Kristján Einarsson, Gunnar Gunnarsson Skrifstofa ritstjórnar: Bíldshöfða 18. Sími 685380 Aðalritstjóri: SteinarJ. Lúðvíksson Framkvæmdastjóri: Halldóra Viktorsdóttir Áskriftargjald kr. 1.020,00 (jan.-jún.) Hvert eintak í áskrift kr. 340,00 Hvert eintak í lausasölu kr. 389,00 Áskriftarsími: 82300 Utgefandi: Frjálst framtak hf. Skrifstofa og afgreiðsla: Ármúla 18, sími 82300 Öll réttindi áskilin varðandi efni og myndir. Prentstofa G. Benediktssonar hf. 3

x

Íþróttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.