Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.10.1989, Page 9

Íþróttablaðið - 01.10.1989, Page 9
ík Jón Grétar Jónsson hafði sannarlega ástæðu til að fagna, því hann lék ein- staklega vel í sumar. Guðjón Þórðarson kampakátur ásamt Gauta Laxdal og Erlingi Kri- stjánssyni. skjóli aftimburstafla, að stofna Knatt- spyrnufélag Akureyrar því í dag er félagið eitt öflugasta íþróttafélag landsins og íslandsmeistari í blaki og knattspyrnu. Strákarnir í meistaraflokki KA í knattspyrnu skutu öllum andstæð- ingum sínum ref fyrir rass á nýaf- stöðnu íslandsmóti og hömpuðu bik- arnum eftirsótta í lokin. Þar með brutu þeirblað íknattspyrnusögu Ak- ureyrarog gáfu þann tón sem bærinn hefur eflaust beðið eftir um langt skeið. Þrátt fyrir bága aðstöðu til knattspyrnuiðkana á Akureyri, að vetrarlagi ogá vorin, sýndu strákarnir aðallter hægtefviljinn erfyrir hendi. Samheldni, kraftur, leikgleði og sig- urvilji voru aðalsmerki KA á Islands- mótinu og liðið uppskar eins og það sáði. Sigur KA á íslandsmótinu var sigur liðsheildarinnar en af öðrum ólöst- uðum lék Þorvaldur Örlygsson, landsliðsmaður, einstaklega vel í sumar. Það kom því ekki á óvart að enska stórliðið Nottinham Forest skyldi bera víurnar í hann og er það von allraað hann nái aðsýna sitt rétta andlit í slagnum í Englandi. Guðjón Þórðarson sýndi það og sannaði í sumar að hann er þjálfari framtíðarinnar og bar baráttugleði KA-liðsins þess merki að hann héldi um stjórnvölinn. Anthony kyssir þann eftirsótta. Stefán Gunnlaugsson, formaður knattspyrnudeildar KA, hefur löng- um verið umdeildur stjórnandi en fá- ir menn eru meiri félagsmenn og fórnfúsari en einmitt hann. Hann á stóran þátt í sigri KA á íslandsmótinu því án trausts formanns og styrkrar stjórnar næst enginn árangur. Stefán hefur haldið vel á spilinum fyrir KA undanfarin ár og fáir hafa meiri ástæðu til aðgleðjastyfirárangrinum en Stefán. Efað líkum lætum verðurframhald á glæstum árangri KA á næstu árum því það félag, sem hefur einu sinni upplifað það að vinna til æðstu verð- launa í knattspyrnunni á íslandi, sættir sig við fátt annað. Sigur KA á Islandsmótinu gaf öðrum félögum, sem ekki hafa unnið íslandsmeistara- titilinn, byr undir báða vængi því þau gera sér það Ijóst að Valur, Fram og IA eru ekki lengur eingöngu áskrif- endur að bikarnum eftirsótta. 9

x

Íþróttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.