Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.10.1989, Qupperneq 15

Íþróttablaðið - 01.10.1989, Qupperneq 15
Kaplakrikanum, sem FH-ingar reka, en nýlega voru sett upp fljóðljós við malarvöllinn. Haukar hafa reyndar líka verið inni á svæðinu með æfing- ar. Næsta stórverkefni á íþróttasvið- inu er athafnasvæði Hauka. Þeir eru búnir að skipuleggja nýtt svæði við Ástjörn í Hafnarfirði sem er sunnan- megin í bænum, ofan við Reykjanes- brautina. Þar munu framkvæmdir sennilega hefjast í vetur og efst á for- gangslista Hauka er gervigrasvöllur. Það er næsta stórverkefnið á þessu sviði. Ásíðustu árum hefur samstarf bæj- arinsviðGolfklúbbinn Keili aukisten þeir hafa sitt svæði á Hvaleyrinni og unnið þar þrekvirki. Við höfum verið í samvinnu við þá um stækkun ágolf- vellinum, og átt í viðræðum við þá um byggingu nýs klúbbhúss og reikna ég með að þau mál verði út- kljáð á næstu mánuðum. Sama er að segja um hestamenn því við höfum átt í viðræðum við þá um byggingu mannvirkja sem er félagsaðstaða og reiðhús. Bæjaryfirvöld hafa því verið að reyna að stuðla að aukinni breidd og skipulagðri uppbyggingu íþrótta- málanna. „Það er nauðsynlegt að fólk, sem hefur aldrei stundað íþróttir, fái líkd að notfæra sér aðstöðuna." Það fyrirkomulag er við lýði varð- andi uppbyggingu íþróttamannvirkja í Hafnarfirði að íþróttafélögin greiða 20% hlutdeild en bærinn 80%. Þessi samstarfssamningur gerir það að verkum að það ertryggt að allir hags- munaaðilar samþykkja forgangsröð þeirra verkefna sem liggja fyrir. íþróttafélögin leggja til ákveðið fjár- magn og hafa hönd í bagga með í hvað skal ráðist hverju sinni. Bærinn styrkir íþróttafélögin einn- ig með því að veita þeim afnot af öllum íþróttahúsum bæjarins endur- gjaldslaust. Síðan greiðum við FH, Haukum og fimleikafélaginu Björk ákveðið rekstrarfé til þess að halda þessum mannvirkjum í rekstri. Sam- fskipti bæjarfélagsins og íþróttahreyf- ingarinnar hata gengið mjög vel vegna gagnkvæms skilings hlutað- eigandi aðila. Öll þau íþróttamannvirki, sem hafa verið byggð og eru í byggingu, eru í raun bara skelin utan um starf- semina. Fólk gerir sér kannski ekki grein fyrir þeirri gríðarlegu félags- starfsemi sem fer fram í bænum á vegum íþróttafélaganna. Keppendur eru bara toppurinn á ísjakanum en þar fyrir utan er hinn stóri hópur sem leggur nótt við dag til að halda starf- seminni gangandi. Því miður er það starf allt of oft vanþakkað. Ég hef áhuga á því að reyna að koma í veg fyrir að keppnisíþróttirnar „gleypi" alla íþróttaaðstöðu því þær geta nánast tekið endalaust við. í samstarfi við íþróttafuIItrúa og for- stöðumann nýja íþróttahússins, sem verður Birgir Björnsson fyrrum hand- boltakappi, hef ég áhuga á að hleypa yngstu kynslóðinni inn í húsið fyrir hádegi á laugardögum og geta krakk- arnir leikið sér að vild. Það er nauð- synlegt að fólk, sem hefur aldrei stundað íþróttir áður fái líka að not- færa sér aðstöðuna. Það er til fjöldi fólks sem hefur aldrei stigið inn í íþróttahús og er hreinlega hrætt við þau. Þessu þarf að breyta og vonandi koma foreldrar með krökkunum sín- um í húsið." — Styrkið þið einstaka afreks- menn? „Við erum með afreksmannasjóð sem er sameiginlegur sjóður bæjar- ins og íþróttabandalags Hafnarfjarð- ar. Við höfum styrkt afreksmenn á Ólympíuleika og einnig höfum við úthlutað úr ákveðnum ferðasjóði m.a. til yngri flokkanna." — Hafnarfjörður hefur löngum verið þekktur sem handboltabær en áttu von á að einhver breyting verði þar á? „Hvað sem gerist í öðrum íþrótta- greinum, þar sem árangur fer stöðugt batnandi, verður Hafnarfjörður áfram fyrst og fremst þekktur sem handboltabær. Árangur f knattspyrn- unni hefur verið mjög góður og sömuleiðis ígolfinu. ífimleikum höf- um við átt meistara og sömuleiðis í frjálsíþróttum. Og ekki má gleyma körfuboltanum. Breiddin er því mun meiri en áður. Bæjarfélag með tæp- lega 15.000 íbúum á að geta staðið undir töluvert víðfeðmri íþróttastarf- semi þar sem góður árangur á að nást." — Hvernigsérðu Hafnarfjörð fyrir þér sem íþróttabæ í framtíðinni? „Ég sé framtíð Hafnarfjarðar og íþróttastarfseminnar þar á bæ bjarta og glæsta. Eins og er er ekkert sem bendir til annars en hægt sé að vera glaðurog kátur með þá framtíðarsýn. Yngri flokkar íþróttafélaganna í bæn- um hafa náð ágætis árangri og þau hafa haft þá skynsamlegu stefnu, með örfáum undantekningum, að byggja fyrst og síðast á leikmönnum sem hafa alist upp í félögunum. Það tel ég happasælast þegar til lengri tíma er litið. Hingað munu aðkomu- lið ekki sækja stóra sigra. Alténd sé ég fyrir mér að Hafnarfjörður verður hér eftir sem áður mikill og sterkur íþróttabær." 15
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Íþróttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.