Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.10.1989, Page 20

Íþróttablaðið - 01.10.1989, Page 20
LINDA STEINUNN íslandsmeistari í fimleikum íslandsmeistarinn í fimleikum, Linda Steinunn Pétursdóttir, hefur staðið í ströngu að undanförnu því dagana 14,- 22. október tók hún þátt í heimsmeistaramótinu í fimleikum sem fór fram í Stuttgart. Auk hennar voru Fjóla Olafsdóttir og Bryndís Guðmundsdóttir á meðal keppenda en íþróttablaðinu er ekki kunnugt um frammistöðu stúlknanna. Undirbúningur Lindu fyrir mótið var skammur því vegna mistaka eða misskilnings hjá Fimleikasamband- inu fékk hún og þjálfari hennar, Hlín Árnadóttir, ekki að vita að ísland sendi keppendur á mótið fyrr en 20. ágúst. „Við settum allt á fullt þegar Ijóst var að við færum á heimsmeist- aramótið en tíminn til þess að komast í gott keppnisform var mjög knapp- ur," sagði Linda. „Eg æfði Iftið síðastliðið sumar en við fórum 12 stelpur saman til Ítalíu og sýndum fimleika. í júlístundaði ég heilsurækt í sex vikur og um miðjan ágúst byrjuðu æfingar hjá Björkun- um." Linda var spurð um möguleikana sem hún hefurtil að hljóta verðlaun á heimsmeistaramótinu. „Þeireru eng- ir. Við öðlumst fyrst og fremst dýr- mæta reynslu með því að keppa á mótinu." — Hvernig líst þér á næsta íslands- mót? „Vel, en ég held að keppnin þar verði mjög jöfn. Annarserógjörning- ur að dæma um það núna því það er svo langtþartil mótiðverðurhaldið." — Ert þú betri í fimleikum í ár en í fyrra? „Já, ég myndi segja að ég væri sterkari. Ég er þegar komin í það keppnisform sem ég var í á Islands- mótinu í fyrra." — Áttu mörg ár eftir í fimleikum? „Ég ætlaði að hætta eftir síðasta veturþvíég varorðin þreytt. Það þarf að leggja svo ofsalega mikið á sig til þess að ná góðum árangri í fimleik- um. I lok þessa keppnistímabils ætla ég að sjá hvað setur. Það breytist svo margt þegar ég byrja í framhalds- skóla næsta vetur. Allar vinkonur mínar eru hættar í fimleikum og er ég því ein eftir úr hópnum. Ég sakna félagsskaparins." — Eru strákarnir nokkuð að trufla Þ'g? „Nei, ekkert að ráði. Það fer samt smá tími í þá. Annars dunda ég mér við ýmislegt þegar ég er ekki að æfa. Mér þykir gaman að fara í bíó og hitta hressa krakka." 20

x

Íþróttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.