Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.10.1989, Qupperneq 22

Íþróttablaðið - 01.10.1989, Qupperneq 22
„FÆRA ÞARF MIKLAR Arnþór Ragnarsson landsliðsmaður í sundi Þegar Arnþór Ragnarsson var pínulítill púki og buslaði í sundlaug- inni með mömmu sinni átti hún fullt í fangi með að halda aftur af honum. Enn verr gekk að fá hann upp úr lauginni þegar almenningstfmanum lauk. Sundfélag Hafnarfjarðar var með reglulegar æfingar að loknum almenningstímunum og smám sam- an byrjaði Arnþór að æfa með félag- inu. Frá 11 ára aldri hefur hann æft reglulega og er í dag einn af fremstu sundmönnum íslands. Arnþór er 22 ára gamall og lauk stúdentsprófi fyrir tveimur árum. Vegna þess hve mikill tími fer í sund- æfingar er hann atvinnulaus sem stendur en það horfir til betri vegar. Þrettán ára gamall sigraði Arnþór í 100 metra bringusundi á aldurs- flokkamóti á Akureyri, hlaut tímann 1.19 mín. Síðan hefur hann sett fjölda meta. í dag á hann þrjú íslandsmet: í 50 metra bringusundi, 31,50 sek. í 100 metra bringusundi, 1.07.16 mín. og í 200 metra bringusundi, 2.25.84 mín. Bringusundið er hans aðalgrein en hann hefur þó töluverðan áhuga á að reyna fyrir sér í fjórsundi og skrið- sundi. Þeir, sem ætla sér að ná toppár- angri í sundi, verða að æfa gífurlega vel og líður ekki sá dagur að Arnþór feráæfingu. Hann æfirað jafnaði 5-6 klukkutímaádagen aukþessstundar hann lyftingar fyrri hluta keppnis- tímabilsins. „Annars er það ekki krafturinn sem skiptir máli í þeim vegalengdum sem ég einbeiti mér að. Þar er það fyrst og fremst liðleik- inn ogtæknin sem skiptir máli." Arnþór hefur keppt á mörgum mótum á erlendri grundu og var meðal keppenda á Ólympíuleikun- um í Seoul. „Mérgekk þokkalega þar en það mót var algjör frumraun og mikil pressa á mér. Það var geysilega mikil reynsla að keppa í Seoul sem kemur að notum síðar. Annars gekk mér betur á Ólympíuleikum smá- þjóða sem haldnir voru á Kýpur sl. sumar. Þar setti ég íslandsmet í grein- unum þremur og var vel upplagður. Á Kýpur átti ég möguleika á 1. eða 2. sætinu í öllum greinunum og það hvatti migtildáða. Þarvarlíkafremur heitt og allar aðstæður virtust henta mér vel." — Hefurðu sett stefnuna á Ólymp- íuleikana á Spáni 1992? „Já, það er markmiðið. Síðan Frið- rik Ólafsson tók við þjálfun sundfé- lagsins hefur árangurinn verið góður og er ég bjartsýnn á framhaldið. í sumum tilfellum getur tekið langan tíma að aðlagast nýjum þjálfara og þeim breytingum sem hann getur komið með en svo var ekki þegar Friðrik tók við." — Hvernig er aðstaða til sundæf- inga f Hafnarfirði? „Hún hefur alls ekki verið nógu góð undanfarið. Það hefur verið slæmt að geta ekki stundað morgun- æfingar þegar okkur hentar. Við höf- um þvf oft þurft að leita til Laugar- dalslaugarinnar. Morgunhanarnir í Hafnarfirði, sem sækja sundlaugina, eru ekki ánægðir með að við skulum þurfa á einni braut að halda affjórum á morgnana. Þetta horfir þó til batn- aðar þegar nýja laugin verður tekin í notkun." — Hvað þurfa íslenskir sundmenn að gera til þess að komast í allra fremstu röð sundmanna f heiminum? „Þeir þurfaað færa miklarfórnirog gefa sig í íþróttina nánast allan sólar- hringinn. Að loknu stúdentsprófi þurfa margir að gera upp hug sinn varðandi frekari sundiðkun þvf mikl- ar æfingar stangast á við vinnu eða frekara nám. Mig langar til þess að gefa mig allan í sundið fram yfir 22
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Íþróttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.