Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.10.1989, Page 23

Íþróttablaðið - 01.10.1989, Page 23
FÓRNIR“ næstu Ólympíuleika en að þeim loknum ætla ég til Þýskalands eða Kanada að læra íþróttafræði." — Hver eru þín áhugamál fyrir ut- an sundið? „Ég hef mikinn áhuga á bílum og jeppaferðum. Einn félagi minn á öfl- ugan jeppa og stundar skemmtilegar vetrarferðir sem ég vildi gjarnan geta: tekið þátt í. Þegar ég var yngri stund- aði ég siglingar og varð í raun að velja á milli þeirra og sundsins. Hvortveggja er mjög skemmtileg grein. Ég fer mikið í bíó og horfi á vídeómyndir og geri fleira áhuga- vert." — Ertu styrktur sem afreksmaður í sundi? „Það er takmarkað núna. Því mið- ur er ógjörningur að gefa sig allan að íþróttaiðkun nematil komi styrkirog væri óskandi að svo væri. Fyrst þegar ég gaf mig alfarið í sundið, árið 1987, studdi Olíufélagið hf. (ESSO) mig dyggilega. Fyrirtækið greiddi mér þá vinnutap um sumarið vegna æfina og keppni. FyrirÓlympíuleikana ÍSeoul gat ég lítið unnið því ég æfði 5 eða 6 tíma á dag. Ég varð fyrir miklum von- brigðum að fá ekki styrk úr afreks- mannasjóði ÍSÍ vegna þess að nokkrir íþróttamenn sem kepptu alls ekki á Ólympíuleikunum voru styrktir á ár- inu. Lokst komst ég í hlutastarf hjá Austurbakka hf. og fyrirtækið sá mér fyrir NIKE-skóm og ýmsum íþrótta- fatnaði. Það kom sér ákaflega vel auk þess sem Austurbakki greiddi mér laun þanntímasem égdvaldi íSeoul. Golden Cup hefur líka stutt vel við bakið á mér en þar sem ég bý í for- eldrahúsum má segja að foreldrar mínir séu minn helsti styrktaraðili. Fríður og föngulegur hópur sundkrakka úr sundfélagi Hafnarfjarðar.

x

Íþróttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.