Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.10.1989, Page 25

Íþróttablaðið - 01.10.1989, Page 25
Pálmar Sigurðsson, einn fremsti körfuknattleiksmaður landsins, hefur tekið að sér þjálfun meistaraflokks Hauka í úrvalsdeildinni í körfuknatt- leik á nýjan leik. Hann þjálfaði liðið fyrir tveimur árum og stýrði því til sigurs á íslandsmótinu á eftirminni- legan hátt. Pálmar var inntur eftir því hvernig honum litist á keppnina í úr- valsdeildinni í vetur. „Ég tel að þetta geti orðið spennandi og skemmtilegt mót. Útlendingarnir gera það að verkum að liðin eru mun jafnari að getu en áður. Þegar útlendingar léku síðast með íslenskum liðum voru þeir svo miklir yfirburðamenn að íslend- ingarnir féllu algjörlega í skuggann. Núna taka þeir ekki eins mikið frá okkur og falla vel inn í liðin. Það lið, sem hafði besta útlendinginn hér á árum áður, sigraði á mótinu en núna getur allt gerst. Frá þeim tíma hafa orðið gífurlegar framfarir hjá íslensk- um körfuboltamönnum og breiddin er mun meiri en áður. Síðustu sjö árin hafa íslenskir leikmenn æft mjög vel og það er að skila sér í dag. Við eigum fleiri stóra leikmenn en oft áður og sem betur fer eru þeir útlendingar, sem hér leika, ekki bakverðir. Þeir eru því ekki eins eigingjarnir ogfyrir- rennarar þeirra." — Hvernig er að taka við þjálfun Hauka að nýju? „Það er vitanlega öðruvísi en áður að byrja aftur sem þjálfari liðsins. Liðið er samt skipað nánast sömu leikmönnunum og undanfarin ár og starfið leggst vel í mig. Strákarnir eru tilbúnir til þess að leggja hart að sér. Liðið lítur vel útá pappírnum en það eitt dugar ekki eins og sýndi sig gegn Njarðvík í 1. leik mótsins. Sá leikur gaf samtekki rétta mynd afgetu liðs- ins en hann var góð lexía því enginn leikur er unninn fyrirfram." — Heldurðu að þér takist að end- urtaka ævintýrið frá því síðast? „Við stefnum vitaskuld að því og við teljum okkur eiga jafna mögu- leika og hin liðin. Keppnistímabilið 1987-'88 var ævintýri líkast því við byrjuðum mótið vægast sagt ömur- lega og fórum ekki í gang fyrr en eftir áramótin. Það verður enginn hægð- arleikur að komast í úrslitakeppnina í vetur en við ætlum að selja okkur dýrt." Meistaraflokkur Hauka veturinn 1989-1990. IMYNDUNARAFLIÐ Pálmar Sigurðsson, þjálfari Hauka í úrvalsdeildinni í körfubolta, var beðinn um að skrifa það á blað sem honum dytti í hug við lestur eftirfarandi orða: STJÓRNMÁL: Áfengiskaup ÍÞRÓTTIR: Körfubolti BROS: Hamingja og gleði ÁST: Hugtak um sjálfselsku TÍSKA: Peningaeyðsla VINNA: Göfgar manninn PARÍS: Rómantík SÍGARETTUR: Krabbamein BÖRN: Sakleysi FREISTINGAR: Blendnartilfinning- ar DAUÐI: Framhald? JÓN PÁLL: Svali, appelsínudrykkur RYKSUGA: Óhreinindi KVÖLDSTUND: Kínverskur matur og Rósavín Pálmar Sigurðsson, þjálfari meistaraflokks Hauka í körfuknattleik 25

x

Íþróttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.