Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.10.1989, Síða 29

Íþróttablaðið - 01.10.1989, Síða 29
Ingvar Jónsson ásamt ungum lærisveinum í íþróttahúsi Hauka. „í GÓÐUM JARÐVEGI FÆÐAST STJÖRNUR" Ingvar Jónsson, íþróttafulltrúi b „faðir körfuknattleiksins" í Hafnarfirði, æjarins og þjálfari yngri flokka Hauka Ingvar brosir þegar hann er inntur eftir því af hverju hann sé oft kallað- ur „faðir körfuboltans" í Hafnar- firði. „Eflaust er þetta tilkomið eftir að farið var að kalla Hallstein Hin- riksson „föður handboltans". Körfu- boltinn varð víst líka að eiga sinn föður en ég hef ekki hugmynd um það hverjir tóku upp á þessu. Ef ég er nefndur faðir körfuboltans þá myndi ég segja að afar hans væru Eiríkur Skarphéðinsson og Rúnar Brynjólfs- son. Þeir eru upphafsmenn körfu- boltans í Hafnarfirði. Ef ég man rétt þá urðu stúlkur í fimleikafélaginu Björk fyrstu íslandsmeistararnir í körfubolta sem Hafnarfjörður eign- aðist. Þetta var árið 1963 og léku stúlkurnar í 2. flokki. Rúnar Brynj- ólfsson var þjálfari þeirra á þessum árum." Ingvar er fæddur í Reykjavík og kynntist fyrst körfubolta hjá Einari Ólafssyni í Langholtsskóla. Einar var þekktastur sem þjálfari ÍRágullaldar- árum félagsins. Seinna dvaldi Ingvar á Reykholti í Borgarfirði og þar naut hann leiðsagnar Sigurðar Gíslasonar íþróttakennara, sem var einn af leik- mönnum gullaldarliðs ÍR. Að loknu námi í Kennaraskóla íslands fór Ingv- ar í íþróttaskólann á Laugarvatni en þar kenndi Anton Bjarnason, fyrrum landsliðsmaður í körfuknattleik. „í raun var körfubolti alls ekki það eina sem komstað hjá mér þvíég stundaði flestar boltaíþróttir. Þegar ég útskrif- aðistfrá Laugarvatni vorið 1972 þjálf- aði ég knattspyrnulið Haukaen síðan lið í Mývatnssveit sem kallast í dag HSÞ-b. Veturinn 1973-'74 var ég þjálfari í handbolta hjá ÍR og var 29

x

Íþróttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.