Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.10.1989, Síða 31

Íþróttablaðið - 01.10.1989, Síða 31
„Mér þykir það mjög merkilegt að þjálfa yngri flokkana," segir Ingvar Jónsson þjálfari. ráði ekki ferðinni. Án þeirra getum við einangrast og þá erum við komnir á hálan ís. Að mínu mati erum við um 5-10 árum á eftir liðum í Evrópu hvað getu varðar og um 40-50 árum á eftir Bandaríkjamönnum. Þetta bil þurf- um við að brúa og ég er bjartsýnn á að það takist." — Hvað er að þínu mati mest ábótavant í íslenskum körfuknatt- leik? „Okkur vantar fyrst og fremst hæð- ina. Ef einhverjir strákar nálgast tvo metra halda þei r utan og nægi r þar að nefna Pétur Guðmundsson og Flosa Ólafsson. Þeir hafa skilað okkur litlu hingað til en við verðum að reyna að halda í þá sem eru stórir. Ég skil ævin- týraþrá manna en ég skil ekki flenni- fyrirsagnir dagþlaða þegar íslenskur leikmaðursemur viðerlend lið, hvort sem það er í handbolta, körfubolta eða fótbolta. Það er slæmt fyrir okkur að missa alla þessa stráka úr landi." — Hefurðu horft upp á marga efni- lega stráka gufa hreinlega upp og verða aðengu þegar þeirfullorðnast? „Það vill oft verða svo að þeir sem fá mestaathygli á unglingsárunum ná ekki að fylgja því eftir og hverfa í fjöldann. Hitt er mun algengara að strákar sem fá enga athygli á sínum yngri árum blómstra síðar. Sem dæmi um þetta er Kristinn Kristins- son, máttarstólpinn í meistaraflokki Haukatil margraára. Hann var iðinn, áhugasamur og samviskusamur á sínum yngri árum en alls ekki bestur. Eljusemi hans skilaði sér síðar. Ég held því að margir séu stjörnur á fölskum forsendum á sínum yngri ár- um." — Eigum við marga efnilega körfu- boltastráka? „Það hefur sýnt sig þegar 15-17 ára strákar leika við jafnaldra sína frá bestu körfuboltaþjóðum Evrópu að viðeigum menn framtíðarinnar. Hins vegar er ekki nógu vel haldið utan um þjálfun stráka á aldrinum 16-20 ára hér á landi. Við komum ekki í kring nógu sterkum mótum fyrir þennan aldurshóp þannig að hann hverfur oft af sjónarsviðinu. Einnig eru leikmenn teknir allt of ungir í meistaraflokk. Það er löngu orðið tímabært að sinna þessum aldri bet- ur. Ég hef oft verið spurður að því af hverju ég taki aldrei að mér þjálfun meistaraflokks og margir halda því fram að metnaðarleysi ráði þar mestu. Staðreyndin er sú að mér þyk- ir það mjög merkilegt að þjálfa yngri flokkana. Það er mikið og merkilegt starf og er alveg sama um hvaða íþróttagrein er að ræða. Ég hef náð góðum árangri með yngri flokkana og menn meta árangur þeirra stöðugt betur. Það kemur þó að því einn dag- inn að ég taki að mér þjálfun einhvers meistaraflokks." Hitahlífarnar styðja við hné, ökkla, kálfa, olnboga og úlnlið og fást hjá jjjfjg— STOÐTÆKJASMÍÐIN llllnSTDÐ TRÖNUHRAUNI6 - HAFNARFIRÐI DOMUS MEDICA - REYKJAVÍK UPPLÝSINGAR íSÍMA 652885 31

x

Íþróttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.