Íþróttablaðið - 01.10.1989, Side 35
Hlín Ámadóttir þjálfari ásamt Lindu Steinunni Pétursdóttur íslandsmeistaranum í fimleikum.
skömmum fyrirvara hefur Linda
Steinunn staðið sig frábærlega vel og
lagt hart að sér til þess að standa sig
sem best á mótinu."
Eftir nokkra mánuði verður bylting
hvað viðkemur æfingaaðstöðu fim-
leikafólks ífimleikafélaginu Björk því
verið er að byggja við íþróttahús
Hauka og þar innandyra verður
gryfja sem er lykillinn að framförum í
greininni. „Það verður mikil bylting
hjá okkur þegar við fáum íþróttahús
algjörlega útaffyrirokkur. Áhöldin fá
að standa óhreyfð í húsinu og með
tilkomu gryfjunnar verður hægt að
æfaatriði sem maður létsigekki einu
sinni dreyma um áður. Álagið, bæði
á nemendur og kennara, breytist
vegna þess að í gryfjunni er mjúk
dýna og þjálfarar þurfa því ekki leng-
ur að sjá um móttöku þegar nemend-
urnir æfa. Þetta verður eins og að
hoppa úr eins hreyfils flugvél yfir í
þotu. Með tilkomu gryfjunnar má
reikna með miklum framförum fim-
leikafólks og eflingu á fþróttinni yfir-
höfuð. Við getum sérhæft okkur og
gefið hverjum hópi betri tíma. í raun
hefur aðstöðuleysið staðið íþróttinni
fyrir þrifum á íslandi. Hér á landi hafa
tveir Kínverjar verið við þjálfun og
sögðu báðir að á Islandi væri mjög
efnilegt og hæft fimleikafólk sem
væri í raun auðvelt að þjálfa upp á
skömmum tíma. Þeir sögðu að í sam-
anburði við kínverska unglinga væru
„Þetta verður eins og að hoppa úr
eins hreyfils flugvél yfir í þotu," segir
Hlín.
íslensku krakkarnir sterkari og hægt
að bjóða þeim mun meira en mörg-
um öðrum."
Hjá fimleikafélaginu Björk æfa
160 stelpur í 13 mismunandi flokk-
um. Sjö þjálfarar halda um stjórnvöl-
inn en Hlín segir að skortur sé á hæf-
um þjálfurum í fimleikum. „Okkur
vantar sérmenntaða þjálfara og er
Jónas Tryggvason í raun sá eini sem
er faglærður fimleikaþjálfari."
— Eru einhverjar stúlkur áþekkar
Lindu Steinunni í yngri flokkunum
hjá fimleikafélaginu Björk?
„Já, við höfum góðan efnivið að
vinna úr. Auk fimleikaflokkanna er-
um við með danshóp sem hefurorðið
íslandsmeistari síðastliðin 2 ár. í
hópnum eru sex stúlkur og þjálfari
þeirra er Guðrún Björk Kristinsdóttir.
Margar fimleikastúlkur hætta að æfa
á unga aldri en við vonumst til að
geta haldið lengur í þær eftir að dans-
hópurinn kom til sögunnar. Æfing-
arnar, sem hann gerir, eru ekki eins
krefjandi. Annars hefur það sýnt sig
að fimleikar eru mjög góður grunnur
fyrir aðrar íþróttagreinar því margar
stúlkur, sem hafa hætt hjáokkur, hafa
skarað fram úr í öðrum íþróttagrein-
um.
Að lokum má geta þess að við
leggjum mikla áherslu á að vera með
útlærða kennara sem leiðbeinendur
fyrir yngstu fimleikastúlkurnar sem
eru ekki nema 5 og 6 ára. Staðreynd-
in er nefnilega sú að uppeldis- og
sálfræðilegi þátturinn er ekki síður
mikilvæguren þjálfunin."
35