Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.10.1989, Síða 36

Íþróttablaðið - 01.10.1989, Síða 36
„STEFNIÁ 2,30“ Einar Kristjánsson hástökkvari Þótt aðstaða til iðkunar frjáls- íþrótta á Islandi sé ákaflega bágborin er fjöldi ungmenna á landinu sem á bjarta framtíð fyrir sér í hinum ýmsu greinum. Flest þeirra, sem setja markið hátt og leggja allt í sölurnartil þess að ná góðum árangri, halda utan til náms og iðka sína íþróttagrein við bestu hugsanlegar aðstæður undir góðri leiðsögn. Einn þeirra, sem hyggur á nám og íþróttaiðkun í Bandaríkjunum, er Einar Kristjánsson hástökkvari. Einar er aðeins tvítugur að aldri og hefur stokkið 2.08 í há- stökki. Undanfarin ár hefur hann átt við þrálát meiðsli að stríða en segist vera búinn að vinna sig upp úr því og sjái fram á betri tíð. Einar stökk 1,71 m 14 ára gamall, 1,80 m þegar hann var 15 ára, 1,93 m 16 ára og 2,07 m 17 ára gamall. Eftir það háðu meiðslin honum töluvert en núna verður ekki aftur snúið. Eins og svo margur byrjaði Einar í fótbolta og lék með 4. og 5. flokki Fylkis en 14 ára hóf hann frjáls- íþróttaiðkun hjá ÍR. „Ég kynntist frjálsum þegarégvar f sveit ÍVillinga- holtshreppi í Arnessýslu og hafði gaman af. Ég fann strax að einstak- lingsíþróttir áttu betur við mig en fót- 36

x

Íþróttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.