Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.10.1989, Síða 38

Íþróttablaðið - 01.10.1989, Síða 38
Meistaraflokkur kvenna í FH. Guðmundur Karlsson er liggjandi á myndinni! „ÆTLA AÐ BÆTA ÞETTA LÉLEGA ÍSLANDSMET" Guðmundur Karls- son, íslandsmeistari í sleggjukasti og þjálfari meistara- flokks kvenna í FH Síðastliðiðsumarbætti Guðmund- ur Karlsson íslandsmetið í sleggju- kasti um sléttan metra með því að kasta 61.74 m. Eldra metið hafði stað- ið frá 10. september 1974 en þá kast- aði Erlendur Valdimarsson 60.74 metra. Guðmundur er aðeins 25 ára gamall og á því framtíðina fyrir sér sem kastari. EHann gegndi þjálfara- stöðu íslenska landsliðsins í frjáls- íþróttum síðastliðið sumaren er núna framkvæmdastjóri FRI. „Já, ég var búinn að stefna að þvf að slá Islands- metið í sleggjukasti, það er engin launung. Annars er ég hálfgerður geðsjúklingur í sleggjunni því ég hef aðeins æft greinina í fjögur ár en í eitt og hálft ár hef ég alveg eins átt von á því að bæta metið. Þó kom það mér á óvartað ég skyldi slá metið í ár því ég hafði lítinn tíma til æfinga í sumar. Það sem ég hafði lagt á mig áður hefurgreinilegabrotistfram ísumar." — Reiknarðu með að bæta árang- ur þinn í sleggjukasti í framtíðinni? „Já, ég tel það nokkuð augljóst. Tækniþróunin í sleggjukasti er mjög ör og ég er mjög skammt á veg kom- inn í þeim efnum. Auk þess hef ég lítið styrkt mig líkamlega á síðustu árum en það stendur til bóta. Ég gæti ímyndað mér að verða á toppnum í greininni eftir 5 ár. Annars hefur það sýnt sig að kastarar geta verið að fram eftir öllum aldri. Það eru margir kast- arar að vinna til verðlauna á stórmót- um þótt þeir séu orðnir 40 ára. Bestu sleggjukastarar heims eru um og yfir þrítugt." — Hvert er markmiðið í sleggju- kastinu? „Skammtímamarkmiðið er 70 metrar og því ætla ég að ná innan tveggja ára. Heimsmetið er 86,74 og er það eitt besta heimsmet í frjálsum íþróttum yfirhöfuð. Þeir sem kasta öllu jöfnu yfir 75 metra eru í „heims- klassa" en 80 metra kast gefur góða 38

x

Íþróttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.