Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.10.1989, Side 41

Íþróttablaðið - 01.10.1989, Side 41
/ „Kristján Arason er allra besti íþróttamaður sem ég hef haft undir minni stjórn. Það er alveg sama hvað hann tekur sér fyrir hendur, hann er toppmaður í öllum greinum. Nægir þar að nefna sund, leikfimi og allar boltagreinar. Kristján býr yfir geysilega góðri tækni sem sundmaður og sama er upp á teningnum í körfuboltanum. Hann hefði getað orðið afburða- maður í þeirri grein því hann er örvhentur og það er mikill kostur í körfubolta. Kristján var ávallt í byrjunarliðinu hjá mér í unglingalandsliðinu í körfubolta. Sem persónuleiki er Kri- stján draumur hvers þjálfara. Það lið, sem hann leikur hand- knattleik með, verður topplið, sama hvar í heiminum það er. Enda hefur það sýnt sig. Hann er mjög góður félagi í hópi. Það |í fer ekki mikið fyrir honum en hann er gífurlega mikilvægur. Kristján fær allra hæstu einkunn hjá mér." Þessi meðmæli gefur Ingvar Jóns- son, „faðir" körfuknattleiksins í Hafnarfirði, Kristjáni Arasyni lands- liðsmanni í handknattleik. lngvar var leikfimikennari Kristjáns um tíma og þjálfaði hann í körfubolta í 3. og 4. flokki Hauka auk þess sem hann var þjálfari unglingalandsliðs- ins sem Kristján lék með um tíma. Það var sama hvar borið var niður í kunningjahópi Kristjáns eða meðal þeirra sem hafa haft afskipti af hon- um í gegnum tíðina, svörin voru öll á einn veg: „Kristján Arason er einstök manngerð. Hann er framúrskarandi góður drengur í alla staði og það fylgir honum mikil gæfa." KVIÐ DIN“ 41

x

Íþróttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.