Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.10.1989, Blaðsíða 43

Íþróttablaðið - 01.10.1989, Blaðsíða 43
Hér sést Kristján í leik með Cummeri einn andstæðing til þess að hemja Kr Reykvíkingum þykir að fara tíl Hafn- arfjaröar. Timinn hér í Hafnarfirði var alveg frábær og ólsl ég nánast upp í íþróttunum." Kristján hót' t'eril stnn, sem frjáls- íþróttamaður, í FH 6 ára gamall og varð þá meistari í sínuni aldursflokki í víðavangshlaupi Hatharfjarðar. Þeim titli hélt hann í 3 ár. Hann sagði ekki skilið við frjálsíþróttir t'yrr en 13 ára gamall en ári áður varð hann ungl- ingameistari íslands íhástökki. Kristj- án vippaði sér þá yfir 140 sentímetra og á sama móti varð hann þriðji í kúluvarpi. „Að mínu mati eru frjáls- íþróttir góður grunnur fyrir hvaða íþróttagrein sem er. Þeir, sem eru góðir tugþrautarmenn, geta keppt í nánast hvaða íþróttagrein sem er með góðum árangri. Skýrasta dæmið um það er hinn heimsþekkti vestur- þýski handknattleiksmaður Joachim Deckarm, sem var álitinn besti hand- knattleiksmaður heims árið 1978. Hann keppti í tugþraut fram að tví- tugu en snéri sér þá að handknattleik. Hans Peter-Briegel, fyrrum landsliðs- maður í Vestur-Þýskalandi, stundaði líka tugþraut fram að tvítugu en þá snéri hann sér að tótboltanum. Eins og flestum er kunnugt meiddist Deckarm alvarlega árið 1979 þegar hann skall með höfuðið í steingólfið í leik með Gummersbach og síðan hefur hann verið spastískur. Deck- arm var goðsögn hjá Gummersbach og leikur félagíð reglulega leíkí til ágóða fyrír hann tíl jaéss að hann þurfi ekki að hafa neinar fjárhagsleg- ar áþyggjur það sem eftir er ævinn- ibach. í flestum tilfellum þarf fleiri en ístján. „Stutt bil á milli lífs og dauða" Þess má geta að Kristján lenti í svipuðu slysi og Deckarm síðastlið- inn vetur, í leik með Teka á Spáni. Hann skall með höfuðið í gólfið og var meðvitundarlaus í rúma hálfa klukkustund. „Það voru saumuð 12 spor í kollinn á mér og ég mátti ekki sofna næstu 24 klukkutímana því læknarnir voru hræddir um að ég myndi hugsanlega ekki vakna aftur. Það verður að segjast eins og er að eftir þetta atvik varð mér hugsað til Joackims Deckarm því það er í raun- inni svo stuttbil á milli lífsogdauða." Kristján hóf skólagöngu sína í Lækjarskóla og lauk stúdentsprófi frá Flensborgarskóla á þremur og hálfu ári. „Ég var ekkert of iðinn við lær- dóminn en þó gekk mér alltaf ágæt- lega í skóla. Auðvitað var þessi skóla- fiðringur í mér á aldrinum 14-15 ára og unglingastælarnir brutust út í ýms- um myndum. Birgir Finnbogason var umsjónarkennarinn minn og hann sýndi okkur strákunum mikinn skiln- ing því hann var leikmaður með FH og við vorum allir í yngri flokkum félagsins. Hans Guðmundsson var með okkur í bekk á þessum árum en þá lék hann með Haukum. Við afrek- uðum það áður en yfir lauk, með dyggri aðstoð Birgis, að fá Hans til liðs við FH." Eins og flestir aðrir strákar reyndi Kristján fyrir sér í fótboltanum og að sögn þeirra, sem til þekkja, átti hann ALBERT EYMUNDSSON ÞJÁLFARI KRISTJÁNS í 5. FLOKKI í FÓTBOLTA . „Ég þjálfaði Kristján sumarið 1972 þegar hann var 11 ára. Hann var með betri strákum í 5. flokki FH og var ávallt fastamaður í liðinu. Flestir ímynda sér Kristján eflaust sem varnarmann en hann var fram- línumaður og seigur að skora. Kri- stján var mjög áhugasamur, sam- viskusamur og metnaðargjarn gagnvart því að standa sig vel. Hann var með boltameðferð í með- aliagi ogekki fljóturað hlaupa. Kri- stján varð strax mjög traustur og ábyggilegur sem persónuleiki en vildi ekki taka að sér stöðu fyrirliða. Hann sóttist ekki eftir vegtyllum. f fótboltanum var hann meira fyrir það að skora sjáffur en hann er í handboltanum í dag. Ég efast ekki um að Kristján hefði getað orðið góður knattspyrnumaður á íslensk- an mælikvarða." Ifka framtfð fyrir sér þar. „Ég lék með þar til ég hefði átt að fara upp í 2. flokk en besti árangur okkar strák- anna var 2. sætið á íslandsmóti 3. flokks. Við lékum úrslitaleik gegn Víkingi sem þá var með menn eins og Arnór Guðjohnsen, Heimi Karlsson og Lárus Guðmundsson innan sinna vébanda." Kristján byrjaði í handbolta 11 ára gamall og æfði fyrst undir stjórn Jón- asar Magnússonar læknis. „Á ungl- ingsárunum stundaði ég bæði hand- boltaog körfuboltaaffullum krafti og var ég iðulega að öll kvöld. íþróttirn- ar tóku gífurlega mikinn tíma því ég hætti ekki í körfubolta fyrr en ég var 19 ára. Þá var ég búinn að spila í 2 ár með unglingalandsliðinu en þar sem Haukar höfðu, á þessum árum, eng- an meistaraflokk í körfubolta valdi ég handboltann. Þekktar handbolta- stjörnur voru f FH á þessum tíma og nægir þar að nefna menn eins og Geir Hallsteinsson, Viðar Símonar- son og Gunnar Einarsson." — Hvaða strákar voru samferða þér í gegnum yngri flokkana í körfu- boltanum og handboltanum? „Sveinn Sigurbergsson, betur þekktur sem golfleikari, var fremstur í flokki í körfunni og Pálmar Sigurðs- son lék með okkur en hann var á
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.